Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 12.04.2010, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 12. apríl 2010 21 NÝTT Ný kynslóð af liðvernd Hýalúrónsýra Viðheldur heilbrigðum liðum og liðleika Bionovex olía Hefur bólgueyðandi eiginleika Hýalúrónsýra er lykilefni í brjóski og í liðvökvanum í liðamótum. Hýalúrónsýra er talin auka virkni liðvökvans sem virkar smyrjandi og höggdeyfandi á liðina. Með aldrinum gengur á þessar birgðir og með því að taka inn Regenovex endurhlöðum við þessar birgðir líkamans. Þegar magn og gæði liðvökvans sem umlykur liðina er ekki nægjanlegt geta beinin í liðnum farið að nuddast saman, mynda bólgur og valda sársauka. Bionovex olían er unnin úr grænkræklingi og er því náttúru- leg. Bionovex olían inniheldur einstaka omega 3 olíu sem finnst aðeins í þessari tegund grænkræklings og hefur sýnt bólgueyðandi eiginleika. Regenovex hentar öllum sem leita að bættri heilsu í liðum en kjósa náttúlegar lausnir fram yfir lyf m.a. vegna mögulegra aukaverkana þeirra. Gel Perlur Plástur Almennt um liðverki Vandamál í liðum skapast með áreynslu á liðina sem með tímanum geta skemmt liði og/eða brjósk og valdið óþægindum og sársauka. Hýalúrónsýra er meginefni í liðvökvanum sem umlykur beinin og brjóskið og höggverndar beinin í liðnum. Hýalúrónsýran virkar sem smurning og höggdeyfir á liðina og bætir liðleikan. Þegar við eldumst framleiðir líkaminn minna magn af Hýalúrónsýru sem leiðir til þess að magn liðvökvans fer minnkandi og er í kjölfarið ekki eins áhrifaríkur í að hlífa liðum við minniháttar höggum og áreynslu sem leiðir til þess að flísast getur úr beinunum. Fæst í apótekum Kynntu þér málið á regenovex.is og fáðu sent frítt sýnishorn Einstök samsetning Regenovex unað ekki sársauka FIMLEIKAR Norðurlandamótið fór fram í Finnlandi um helgina og þar stóð íslenska kvennaliðið sig með miklum sóma. Stelpurnar nældu í silfur í liða- keppninni en þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2004 sem Ísland er með lið á verðlaunapalli í full- orðinskeppni. Tvær úr liðinu frá 2004 eru í íslenska liðinu í dag. Það eru þær Thelma Rut Hermannsdóttir og Dóra Sigur- björg Guðmundsdóttir. Gerplustelpan Tinna Óðinsdótt- ir gerði sér síðan lítið fyrir og fékk gull á jafnvægisslá. Dóra Sigurbjörg, einnig úr Gerplu, fékk silfur í gólfæfingum og Dominiqua Belanyi úr Gróttu nældi í brons á tvíslánni. - hbg NM í fimleikum: Stelpurnar slógu í gegn FLOTTUR ÁRANGUR Thelma Rut Her- mannsdóttir er í íslenska liðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JÚDÓ Bjarni Skúlason kom, sá og sigraði á Íslandsmótinu í júdó um helgina. Bjarni, sem keppir í -90 kg flokki, gerði sér lítið fyrir og vann opna flokkinn þar sem hann mætti talsvert þyngri mönnum. Hann lagði fremsta júdókappa landsins, Þormóð Árna Jónsson, meðal annars á leið sinni í úrslit- in. Þormóður er 125 kg en mað- urinn sem Bjarni lagði í úrslitun- um, Björn Sigurðarson, er rúm 130 kg. Þormóður Árni mætti síðan Birni í úrslitum í +100 kg flokki og hafði þar sigur. Hinn fertugi Björn náði afar eftirtektarverð- um árangri engu að síður en hann lagði Þormóð í glímu fyrir nokkr- um misserum. Í kvennaflokki stal Anna Vík- ingsdóttir senunni en hún sigraði tvöfalt. Vann bæði í -78 kg flokki sem og í opna flokknum. - hbg Íslandsmótið í júdó: Bjarni vann opna flokkinn ÞORMÓÐUR ÁRNI Varð að játa sig sigr- aðan í opna flokknum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Bikarúrslitahelgin í Þýskalandi fór fram um helgina. Á laugardag var spilað í undanúr- slitum og úrslitaleikurinn fór síðan fram í gær. Það voru heimamenn í Hamburg sem tryggðu sér bikarmeistaratit- ilinn eftir sigur á Rhein-Neckar Löwen, 34-33, eftir framlengingu. Ólafur Stefánsson var langbesti maður Löwen í leiknum, skoraði átta mörk, þar af fimm úr vítum, og átti þess utan hverja snilldar- stoðsendinguna á fætur annarri. Snorri Steinn Guðjónsson var einnig góður í liði Löwen og skoraði tvö mörk á milli þess sem hann mataði félaga sína á sendingum. TuS N-Lübbecke nældi sér síðan í brons með 29-26 sigri á Gum- mersbach. Þórir Ólafsson komst ekki á blað hjá TuS N-Lübbecke í leiknum en Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummers- bach. Löwen vann Gummersbach örugglega í undanúrslitaleiknum, 31-21, á meðan Hamburg skellti TuS N-Lübbecke, 37-32, í leik þar sem TuS N-Lübbecke var aldrei langt undan en gaf eftir á loka- sprettinum. - hbg Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn fengu silfur: Hamburg bikarmeistari GÓÐUR Snorri Steinn spilaði mjög vel í gær og sést hér skora eitt af tveimur mörkum sínum í leiknum. NORDIC PHOTOS/BONGARTS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.