Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 4
4 19. apríl 2010 MÁNUDAGUR GOS Í EYJAFJALLAJÖKLI AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is Verktakar luku í gær við bráða- birgðaviðgerð á þjóðvegi 1, hring- veginum, við Markarfljótsbrú en ekki hefur verið ákveðið hvenær vegurinn verður opnaður fyrir almennri umferð. Einnig var gert við varnargarða sem verja veginn og brúna yfir Markarfljót. Almannavarnir munu taka ákvörðun um hvort vegurinn verð- ur opnaður í dag, en þeir sem feng- ið hafa að nota gömlu brúna til að komast yfir fljótið hingað til geta hér eftir notað nýju brúna. Vegurinn var rofinn með stórvirk- um vinnuvélum þegar hlaup kom í Markarfljót á miðvikudag. Talið er að það hafi bjargað brúnni. - bj DETTUR ÞÚ Í LUKKUPOTTINN Útivistarleikur Homeblest & Maryland Ef þú kaupir Homeblest eða Maryland kexpakka gætir þú unnið glæsilegan vinning. 3 x 50.000 kr. úttektir 48 x 15.000 kr. úttektir frá Útilífi, Intersport eða Markinu. Leynist vinningur í pakkanum þínum! E N N E M M / S IA / N M 40 48 1 Milljónir flugfarþega eru enn strandaglópar vegna ösku frá eldstöðinni í Eyja- fjallajökli. Askan hafði engin áhrif á þotur sem flugu tilraunaflug yfir meginlandi Evrópu í gær. Mikill þrýstingur er á flug- málayfirvöld að aflétta flugbanni. Flugsamgöngur voru áfram í lamasessi víðast hvar í Norður-Evr- ópu í gær vegna gjósku frá eldstöð- inni í Eyjafjallajökli. Icelandair og Iceland Express náðu þó að fljúga samtals sjö ferðir til Þrándheims í Noregi. Vonir standa til að hægt verði að fljúga frá Íslandi til Norðurland- anna og Bandaríkjanna í dag. Ice- landair hefur boðað að flogið verði til Stokkhólms, Óslóar og Tampere í Finnlandi. Iceland Express reikn- ar með að hægt verði að fljúga til Kaupmannahafnar, Berlínar, Ten- erife og Alicante. Milljónir ferðamanna eru strandaglópar um heim allan eftir að flugsamgöngur lömuðust á fimmtudag í síðustu viku vegna gjósku frá Eyjafjallajökli. Samgönguyfirvöld í Evrópu von- ast til að hægt verði að fljúga víða í Evrópu í dag eftir að breyttar vind- áttir blésu öskunni frá Eyjafjalla- jökli að einhverju leyti frá megin- landinu. Alls er þó óvíst hvort og hvenær flugsamgöngur komast í eðlilegt horf. Nokkur stór flugfélög fengu í gær leyfi til að fljúga tilraunaflug. Engar skemmdir komu í ljós á þot- unum vegna gosefna. Forsvars- menn flugfélaganna hafa gagnrýnt að engar mælingar hafi verið gerð- ar á magni ösku sem borist hafi yfir Evrópu. Einungis hafi verið stuðst við útreikninga um væntanlegt útbreiðslusvæði öskunnar. Kostnaður flugfélaganna vegna flugbanns víða í Evrópu er talinn nema um 200 milljónum Banda- ríkjadala, 25 milljörðum króna, á dag. Kostnaðurinn er því mögu- lega kominn vel yfir 100 milljarða króna, og mikill þrýstingur á flug- málayfirvöld að aflétta banninu, að hluta eða öllu leyti. „Það er augljóst að þetta gengur ekki lengur. Við getum ekki bara beðið eftir því að öskuskýið hverfi,“ sagði Siim Kallas, talsmaður sam- göngumála hjá Evrópusamband- inu, í Brussel í gær. Samgönguráð- herra Frakklands tilkynnti í gær að ráðherrar frá öllum ríkjum Evrópu sem lokanirnar hafa náð til muni funda um ástandið í dag. Þótt eldgosið í Eyjafjallajökli hafi áhrif á flugsamgöngur víða í Evr- ópu gengu samgöngur við alþjóð- legu geimstöðina snurðulaust fyrir sig. Bandaríska geimvísindastofn- unin NASA reiknar með að geim- ferjan Discovery lendi í Flórída í Bandaríkjunum í dag. brjann@frettabladid.is Vongóðir um flug til Norðurlandanna í dag GOSSTRÓKUR Aska frá Eyjafjallajökli hefur stöðvað flugumferð víða í Norður-Evrópu. Eldingar í gosstróknum voru mikið sjónarspil í fyrrinótt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gosvirkni í eldstöðinni á Eyja- fjallajökli var minni í gær en áður og fór gosmökkurinn ekki jafn hátt og síðustu daga. Gosóróinn óx hins vegar, og er mjög erfitt að ráða í þýðingu þessara breyt- inga, segir Páll Einarsson, próf- essor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Það fór ekki milli mála að strókurinn var talsvert minni en hann hefur verið,“ sagði Páll, en hann flaug yfir gosstöðvarnar í gær með flugvél Landhelgisgæsl- unnar. Með minni gosmekki berst minna af ösku frá gosstöðinni. Útreikningar á magni gosefna sem eldstöðin hefur spúið upp á yfirborðið benda til þess að rúm- lega 700 tonn af gosefni hafi komið upp á hverri sekúndu fyrstu þrjá sólarhringana sem gosið varði. Um 140 milljón rúmmetrar af gosefnum hafa farið út í andrúms- loftið frá eldstöðinni. Það myndi nægja til að fylla um 54 þúsund sundlaugar á stærð við Laugar- dalslaugina. - bj Erfitt að ráða í merkingu breyttrar gosvirkni: Gosstrókurinn er lægri en óróinn eykst Viðgerð á þjóðveginum við Markarfljót lokið: Óvíst hvenær umferð verður hleypt á veginn LÖNG BIÐ Farþegar bíða á Sjeremetíevo-flugvelli við Moskvu í gær. Talið er að í gærkvöldi hafi 63.000 flugferðum verið aflýst síðan á fimmtudag. NORDIC PHOTOS/AFP AFLÝST Öllu flugi frá Zaventem-flugvelli við Brussel var aflýst í gær. Samgönguráð- herrar Evrópuríkja hyggjast halda fjarfund í dag um viðbrögð við truflunum á flugi. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 22° 15° 8° 20° 20° 8° 8° 21° 15° 19° 16° 24° 8° 20° 17° 7°Á MORGUN Víða breytileg átt S-átt allra vestast. MÁNUDAGUR Norðaustlæg átt, víða 5-10 m/s. 2 0 -1 -2 -3 -2 -4 0 2 3 -5 5 6 3 6 7 10 10 12 6 10 7 2 1 -4 -2 1 3 0 -3 -3 1 KÓLNAR Í VEÐRI Það kólnar heldur í veðri og verður heldur svalt næstu daga. Búast má við norðlægum áttum að mestu en á morgun verður hæg breytileg átt framan af degi og sunnanátt allra vestast. Ekki er að vænta mikillar úr- komu en þó geta verið él á stöku stað. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður VIÐGERÐ Þjóðvegur 1 við Markarfljót var orðinn ökuhæfur í gærkvöldi, en óljóst er hvenær hann verður opnaður á ný fyrir almennri umferð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL N O R D IC P H O TO S/ A FP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.