Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 19. apríl 2010 15 Stúlknakór Reykjavíkur og Kram- húsið standa fyrir söng-, dans-, og leiksýningu í Íslensku óperunni síðasta vetrardag, miðvikudag- inn 21. apríl, en sýningin er liður í fyrstu Barnamenningarhátíð Reykjavíkurborgar. Um 110 þátttakendur frá sjö ára til tæplega tuttugu ára koma fram en dagskráin samanstendur af sjö dansatriðum og þrettán söngnúm- erum ásamt þriggja manna hljóm- sveit undir stjórn Agnars Más Magnússonar píanóleikara. „Yfir- skrift sýningarinnar er Tíminn flýgur trúðu mér! og minna börn- in foreldra á hversu dýrmæt sam- vera fjölskyldunnar er“ að því er segir í tilkynningu. Stúlknakórinn kemur fram undir stjórn Margrétar J. Pálmadótt- ur og stjórnandi Kramhússins er Hafdís Árnadóttir. Þær hafa báðar starfað mikið með börnum og eiga 25 ára samstarfsafmæli um þess- ar mundir. Hvor um sig hefur sett upp fjölsóttar árlegar sýningar þar sem börn koma fram og fagna nú þessu tækifæri til samstarfs með stórsýningu. Sýnt verður klukk- an 18 og 20 en miðasala fer fram í Íslensku óperunni. - ve Tíminn flýgur trúðu mér DANSAÐ, LEIKIÐ OG SUNGIÐ Stúlknakór Reykjavíkur og Kramhúsið sameinast í stórsýningu í Óperunni síðasta vetrardag. Hvað eru lífsgæði og heilbrigði? Skiptir þyngd eða holdafar máli? Geta orsakir sjúkdóma tengst mat- aræði? Getur mataræði haft áhrif á framvindu sjúkdóma? Þessum áleitnum spurningum verður velt upp á málþingi Náttúrulækningafé- lagsins sem haldið verður á Grand hóteli á morgun og hefst klukkan 20. Frummælendur eru allir sér- fræðingar á sínu sviði. Þeir eru Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófess- or í matvæla- og næringarfræði við HÍ, Kolbrún Björnsdóttir grasa- læknir, Íris Judith Svavarsdóttir, sjúkraþjálfari og heilsufræðingur á Heilsustofnun NLFÍ og Hildur Guð- mundsdóttir, stofnandi Yggdrasils. Í pallborð bætist Heiða Björk Sturlu- dóttir, sagnfræðingur og umhverf- isfræðingur, en hún hefur hjálpað syni sínum með Tourette-heilkenni með breyttu mataræði. Málþing Náttúrulækningafélags- ins hafa jafnan verið vel sótt enda er almenningur sífellt að verða meðvitaðri um gildi góðrar heilsu og þá ábyrgð sem hann ber á henni. - gun Matur og heilsa PRÓFESSOR Í NÆRINGARFRÆÐI Erindi Ingibjargar Gunnarsdóttur nefnist Hvern- ig verður þekkingin til. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Parketlakk Ný vara á góðu verði Skútuvogi 6 - Sími 568 6755

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.