Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 19. apríl 2010 21 Stjörnurnar sleppa ekki við eldgosið í Eyjafjallajökli. Söngdívan Whitney Houston neyddist til að taka ferju til Dublin eftir að flugi hennar var aflýst. Næstu tón- leikar Houston eru í London þannig að hún þarf að sætta sig við ferjuna á ný. Mjóróma söngvarinn Mika frestaði tónleikum sínum í Portúgal á föstu- dag þar sem hann var fastur í París sökum eldgossins. Breski söngvarinn Gary Numan átti að koma fram á Coachella- hátíðinni í Kaliforníu um helgina, en komst hvorki lönd né strönd frá London. Í kjölfarið lét hann hafa eftir sér að það síðasta sem hann hefði átt von á væri að heyra að eldfjall kæmi í veg fyrir að hann kæmist til Bandaríkjanna. Óvíst er hvort blaða- mannafundir fyrir tvær af stærstu kvik- myndum sumarsins, Iron Man 2 með Robert Downey Jr. og Robin Hood með Russell Crowe í aðalhlutverki geti farið fram í London um næsta helgi. Af hverju? Jú, eldgosið. Framleiðendur nýjustu Disney- myndarinnar Oceans komust ekki á frumsýninguna í Hollywood þar sem fluginu þeirra var aflýst. Hinir fjölmörgu aðdáendur framleiðend- anna þurftu því að sætta sig við það. Og Idol-stjarnan Adam Lambert kemst ekki til Evrópu frekar en aðrir. Hann ætlaði að kynna plötuna sína næstu daga og kannski taka lagið hér og þar, en situr nú heima með sárt ennið. Fólk veltir því nú fyrir sér hvort Kate Hudson hafi farið í brjóstastækkun. Leikkonan, sem hefur státað sig af smá- vöxnum barmi sínum, sást við sundbakka fyrir stuttu og virkaði barmur hennar eilítið stærri. „Ég er með lítil brjóst, augljóslega. Það er ágætt að geta klæðst flegnum flíkum og samt verið elegant,“ sagði Hud- son árið 2002. Vinur leikkon- unnar vill þó meina að hún hafi ávallt verið óörugg með smæð brjósta sinni þótt hún slái því upp í grín og því komi fréttin honum ekki á óvart. Hudson með stærri brjóst Óttar Guðnason kvikmyndatöku- maður má búa sig undir mikla ásókn ungra kvenna á nýjasta töku- staðinn sinn. Óttar, sem hefur verið ráðinn tökumaður kvikmyndarinn- ar Love, Wedding, Marriage, getur vænst þess að paparazzar mun sitja um aðalleikara myndarinnar sem heitir Kellan Lutz. Ef til vill hring- ir þetta nafn engum bjöllum hjá karlkyns lesendum Fréttablaðsins en aðdáendur Twilight-kvikmynd- anna ættu að kveikja á perunni því hann leikur Emmet Cullen, vamp- írubróður Edwards Cullen, í þess- um ofurvinsæla kvikmyndaflokki. Samkvæmt erlendum frétta- miðlum eiga tökur að hefjast hinn 19. apríl í Louisiana en leikstjóri myndarinnar er leikarinn Derm- ot Mulroney og er þetta fyrsta leikstjóraverkefni hans. Óttar og Dermot hafa áður unnið saman því Mulroney lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Inhale eftir Balt- asar Kormák sem Óttar tók einn- ig upp. Fjármögnun myndarinnar hefur gengið nokkuð brösuglega ef marka má það sem bandarísk- ir kvikmyndavefmiðlar hafa skrif- að um hana en þau mál hafa víst verið leyst. Upphaflega stóð þó til að Christopher Walken og Jessica Alba yrðu í helstu hlutverkum en í stað þeirra eru nú komin þau Mandy Moore, Jane Seymour og James Brolin, eiginmaður Barböru Streisand. Sumar vefsíður vísa því þó ekki á bug að Alba muni bæt- ast í hópinn. - fgg Óttar með hjartaknúsara á tökustað TIL HOLLYWOOD Óttar Guðnason mun taka upp kvikmyndina Love, Wedding, Marriage sem Kellan Lutz og Mandy Moore leika í. Lutz þessi er ein eftirsóttasta stjarnan í Hollywood enda leikur hann stórt hlutverk í Twilight-kvik- myndunum vinsælu. NÝTT Ný kynslóð af liðvernd Hýalúrónsýra Viðheldur heilbrigðum liðum og liðleika Bionovex olía Hefur bólgueyðandi eiginleika Hýalúrónsýra er lykilefni í brjóski og í liðvökvanum í liðamótum. Hýalúrónsýra er talin auka virkni liðvökvans sem virkar smyrjandi og höggdeyfandi á liðina. Með aldrinum gengur á þessar birgðir og með því að taka inn Regenovex endurhlöðum við þessar birgðir líkamans. Þegar magn og gæði liðvökvans sem umlykur liðina er ekki nægjanlegt geta beinin í liðnum farið að nuddast saman, mynda bólgur og valda sársauka. Bionovex olían er unnin úr grænkræklingi og er því náttúru- leg. Bionovex olían inniheldur einstaka omega 3 olíu sem finnst aðeins í þessari tegund grænkræklings og hefur sýnt bólgueyðandi eiginleika. Regenovex hentar öllum sem leita að bættri heilsu í liðum en kjósa náttúlegar lausnir fram yfir lyf m.a. vegna mögulegra aukaverkana þeirra. Gel Perlur Plástur Almennt um liðverki Vandamál í liðum skapast með áreynslu á liðina sem með tímanum geta skemmt liði og/eða brjósk og valdið óþægindum og sársauka. Hýalúrónsýra er meginefni í liðvökvanum sem umlykur beinin og brjóskið og höggverndar beinin í liðnum. Hýalúrónsýran virkar sem smurning og höggdeyfir á liðina og bætir liðleikan. Þegar við eldumst framleiðir líkaminn minna magn af Hýalúrónsýru sem leiðir til þess að magn liðvökvans fer minnkandi og er í kjölfarið ekki eins áhrifaríkur í að hlífa liðum við minniháttar höggum og áreynslu sem leiðir til þess að flísast getur úr beinunum. Fæst í apótekum Kynntu þér málið á regenovex.is og fáðu sent frítt sýnishorn Einstök samsetning Regenovex unað ekki sársauka ELDGOSIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.