Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 14
14 19. apríl 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is CHARLES DARWIN (1809-1882) LÉST ÞENNAN DAG. „Manneskja með gott sið- ferði getur íhugað fyrri gjörðir sínar, verið ánægð með sumar og mislíkað aðrar.“ Charles Darwin var breskur náttúrufræðingur. MERKISATBURÐIR 1689 Amalíenborg í Kaup- mannahöfn brennur eftir óperusýningu. Alls deyja 170 manns í brunanum. 1887 Landsbanki Íslands er sameinaður Sparisjóði Reykjavíkur. 1917 Leikfélag Akureyrar er stofnað sem áhuga- mannaleikhús. Leikfélag- ið hefur verið atvinnu- mannaleikhús síðan 1973. 1954 Fermingarbörn í Akur- eyrarkirkju klæðast hvít- um kirtlum, fyrst íslenskra fermingarbarna. 1956 Rainer III, fursti af Món- akó, og leikkonan Grace Kelly, ganga í hjónaband. Á þessum degi árið 1923 tók Alþýðubókasafn Reykjavíkur, er síðar var nefnt Borgarbókasafn Reykjavíkur, til starfa. Bækistöð bókasafnsins var á Skólavörðu- stíg 3 en húsakostur í bænum var lítill um þær mundir og þótti húsrúm því ekki sem best. Almenningur átti aðgang að Alþýðubókasafninu en þangað til hafði fólk yfirleitt átt aðgang að Landsbókasafn- inu. Gallar þóttu hins vegar á því fyrirkomulagi og má nefna að opnunartími Landsbókasafnsins var óhentugur útivinnandi fólki, þannig að fólk í erfiðis- vinnu gat sjaldan nálgast bækur á útlánstíma. Nýja bókasafnið átti að bæta úr þessu og var það opið tólf stundir á dag, frá klukk- an tíu á morgnana til klukkan tíu á kvöldin og frá klukkan fjögur til tíu á kvöldin á sunnudögum. Morgunblaðið segir frá opnun safnsins þetta sama ár og segir að líklega muni taka tíma að byggja upp bókaúrval safnsins en almenningsbókasöfn voru á þessum tíma orðin mjög útbreidd erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum og segir blaðið frá því að söfnin séu bæði styrkt af almannafé og auðmönnum. „Hjer á landi eru að vísu ekki til neinir auðmenn; en vera mætti þó, að margur vildi láta eitthvað af hendi rakna til safns þessa, annað hvort peninga eða bækur.” ÞETTA GERÐIST: 19. APRÍL 1923 Alþýðubókasafnið opnað AFMÆLI KATE HUDSON leikkona er 31 árs. HAYDEN CHRISTEN- SEN leikari er 29 ára. JAMES FRANCO leikari er 32 ára. ASHLEY JUDD leikkona er 42 ára. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hjörleifur Guðnason Gullsmára 9 í Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi, föstudaginn 9. apríl. Útförin fer fram miðvikudaginn 21. apríl næstkomandi frá Digraneskirkju kl. 13.00. Margrét Hjörleifsdóttir Eiríkur Ólafsson Elín Hjörleifsdóttir Sumarliði Aðalsteinsson Guðni Hjörleifsson Sigríður Margrét Vigfúsdóttir Ingólfur Hjörleifsson Steinunn Jónsdóttir og barnabörn og barna-barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurveig Guðmundsdóttir kennari, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði mánu- daginn 12. apríl sl. Útför hennar verður gerð frá Kristskirkju Landakoti 20. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnastarf Jósefskirkju í Hafnarfirði, reikningsnúmer: 0545-26-006680, kennitala: 680169-4629 eða Blindrabókasafn Íslands, reikningsnúmer: 0137-05-69187, kt. 650183-0459. Margrét Sæmundsdóttir Þorkell Erlingsson Gullveig Sæmundsdóttir Steinar J. Lúðvíksson Hjalti Sæmundsson Jenný Einarsdóttir Logi Sæmundsson Jóhanna Gunnarsdóttir Tómas Frosti Sæmundsson Dagbjörg Baldursdóttir Margrét Thorlacius Jón Rafnar Jónsson ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru Gerðu Herbertsdóttur Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Öldrunarlækningadeildar (B-4) á Landspítalanum í Fossvogi fyrir frábæra hjúkrun og umhyggju. Herbert Haraldsson Sigríður Haraldsdóttir Hebba Herbertsdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hólmfríður Pálmadóttir frá Drangsnesi, Hrafnistu Reykjavík, lést sunnudaginn 11. apríl. Útför hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 21. apríl klukkan 13.00. Steingrímur Einarsson Sigrún Jóhannsdóttir Jón Einarsson Ingibjörg Hjörvar Pálmi Einarsson María Teodora Mumoz Garðar Einarsson Bára Reynisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Það er alveg ljóst að þessi tímamót verða ekki umflúin, það er ekki hægt að slá þessu á frest með því að fara í tíma- bundið leyfi frá þessu – ég tek þessu fagnandi,“ segir Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri og leikari, sem í dag, 19. apríl, á fertugsafmæli. Jón Páll hefur haft í nægu að snúast á árinu sem er að líða og mun á afmælisdaginn æfa Íslands- klukkuna sem Þjóðleikhúsið frumsýn- ir næstkomandi fimmtudag. Jón Páll leikur dómkirkjuprestinn og vonbið- il Snæfríðar Íslandssólar, séra Sigurð Sveinsson. „Maður heldur fertugsafmælið á stór- merkilegum tímum, þegar rannsóknar- skýrslan, sem ég held að geti verið ein- hvers konar grunnur að nýjum sáttmála fyrir nýtt lýðveldi, kemur út,“ segir Jón Páll en þjóðmálin eru honum hugleikn- ari þessa dagana en fertugsafmælið sjálft. „Þessi skýrsla gerir það skjalfest, það sem sum okkar hafa haft á tilfinn- ingunni, að persónur stjórnmálamanna og viðskiptamanna hafa orðið stærri en kerfið sjálft og sýnir að brotavilji þeirra var einlægur. Svo er svo merki- legt að þjóðin sem úthúðar útrásarvík- ingum fyrir að hafa sýnt hömluleysi, æða áfram í blindni og hugsa ekki um öryggi annarra, er sama þjóðin og ryðst fram fyrir björgunarborðana við gosið,“ segir Jón Páll og bætir við að hann gæti hugsað sér að taka þetta efni fyrir. „Já, mig hefur langað svolítið að vinna ljósmyndaverkefni og glíma við viðbrögð okkar við gosunum. Maður er alltaf að reyna að finna einhvern annan miðil til að koma hugmyndum sínum á framfæri og það er ekki allt- af auðvelt að gera það í leikhúsinu. En varðandi gosið þá vonar maður að þjóð- in geti séð það í því ljósi að það er góð og gild ástæða fyrir því af hverju við mannfólkið tókum höndum saman um að mynda samfélag – það er til að geta passað upp á hvert annað eins og við þessar aðstæður. Þannig að ef við finn- um ekki til smæðar okkar núna gagn- vart náttúruöflunum og förum ekki var- lega, þá gerum við það aldrei.“ Jón Páll eldaði fiskisúpu fyrir sína nánustu í gær þar sem afmælisdagur- inn sjálfur verður undirlagður af æfing- um og segist hafa breytt heimili sínu í lítinn veislusal. „Þetta verður eitthvað lítið og nett. Ég ætla allavega ekki að fljúga á gosstöðvarnar með afmælis- gesti og borða gullsnúða.“ juliam@frettabladid.is JÓN PÁLL EYJÓLFSSON, LEIKARI OG LEIKSTJÓRI: ER FERTUGUR Í DAG Ekkert gullát á afmælinu FAGNAR MEÐ FISKISÚPU Jón Páll bauð sínum nánustu upp á fiskisúpu í gær því afmælisdagurinn sjálfur er undirlagður af æfingum Íslands- klukkunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.