Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 19. apríl 2010 23 Dalahringur er nýr og bragðmildur hvítmygluostur. Lögun ostsins gerir það að verkum að hann þroskast hraðar en aðrir sambærilegir mygluostar á markaðnum. Gríptu með þér Dalahring í næstu verslun. LOKSINS Á ÍSLANDI GOLF CHANNEL Á Golf channel er að finna allt fyrir kylfinginn; kennsla frá þeim bestu, kvennagolfið, nærmyndir af frægum kylfingum, lífstíllinn, golfmótin og golfvellir um víða veröld. Golf channel er að finna í Allt og Skemmtun pökkunum á Stöð 2 Fjölvarp á rás 49 á Vodafone Digital Ísland Áskrifendur eru minntir á að uppfæra myndlykilinn með sjálfvirkri leit. FÓTBOLTI „Ef við hefðum ekki náð sigri væri von okkar um titilinn nánast farin,“ sagði Paul Scholes eftir að hafa tryggt Manchester United dramatískan sigur á grönnum sínum í City á laugardag. Þessi reynslubolti framlengdi samningi sínum við United um eitt ár fyrir helgi og hélt upp á það með flottum leik og sigurmarki. „Sum lið spila upp á jafntefli en við reynum alltaf að sigra. Það gerði það að verkum að við náðum þessu marki,“ sagði Scholes. Kappið bar fegurðina annars ofurliði í leiknum en rétt eins og þegar liðin mættust á Old Trafford voru það þeir rauðu sem skoruðu sigurmark þegar komið var fram í uppbótartíma. „Við hefðum verið í mjög erfiðri stöðu ef við hefðum ekki unnið. Mér fannst við klárlega eiga skilið að vinna leikinn, það er engin spurning. En mér fannst ekki vera mark á leiðinni,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri United. „Ég ákvað að færa Scholes framar og hann var maður leiksins. Hann var frábær. Ryan Giggs og Gary Neville voru líka mikilvægir fyrir okkur. Reynslan skiptir miklu máli á þessu stigi.“ Gary Neville fór ekki leynt með ánægju sína eftir leik og smellti kossi beint á munninn á Scholes við mikla gleði enskra fjölmiðlamanna. Tottenham heldur áfram að gera United greiða, liðið gerði titilvonir Arsenal nánast að engu síðasta miðvikudag og vann svo Chelsea í síðdegisleiknum á laugardaginn. Eftir þessi úrslit er Manchester United aðeins stigi á eftir Chelsea sem trónir á toppnum. „Titillinn er enn í okkar höndum, við þurfum ekkert að vera hræddir. Við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik sem er gegn Stoke,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Tottenham komst upp í hið eftirsótta fjórða sæti með sigrinum. „Við þjöppuðum okkur saman eftir tapið í bikarnum og höfum náð tveimur frábærum leikjum. Ákveðnin og vinnusemin var hreint mögnuð í dag,“ sagði Michael Dawson, varnarmaður Tottenham. - egm Paul Scholes tryggði United sigur í grannaslagnum: Hélt titilvonunum á lífi og fékk koss EINN RENNBLAUTUR Hjarta Garys Neville slær með Manchester United og hann var það ánægður með framlag Paul Scholes að hann gaf honum koss. NORDICPH/GETTY FÓTBOLTI Leikmenn Barcelona gistu í Cannes í nótt en liðið er í rútuferð á leið til Mílanó. Þeir mæta Inter á morgun í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Börsungar þurftu að breyta ferðaáætlun sinni þar sem þeir gátu ekki flogið til Ítalíu eins og upphaflega var ráðgert vegna gossins í Eyjafjallajökli. Flugvellirnir í Barcelona og Mílanó voru báðir lokaðir í gær. Þeir ferðuðust alls 634 kílómetra í gær í tveimur rútum og gistu í nótt í Frakklandi. Í dag ferðast þeir síðan síðustu 350 kílómetrana. „Þetta er ekki óskastaða en það eru lið í neðri deildum sem ferðast í rútu í sautján klukkutíma. Undanúrslitaleikur í Meistaradeildinni hjálpar öllum að ná úr sér þreytunni,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Barcelona. Talsmaður UEFA sagði í gær að búið væri að tryggja að báðir undanúrslitaleikirnir fari fram á tilsettum tíma. Lyon ferðast frá Frakklandi til Þýskalands einnig með rútum - egm Gosið í Eyjafjallajökli sá til þess að Barcelona gat ekki flogið til Mílanó: Börsungar í rútuferð til Ítalíu Í RÚTU Messi og félagar fengu ekki að fara í flug vegna gossins. NORDICPH/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.