Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 42
22 19. apríl 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is ÚRSLITIN Vináttulandsleikur Ísland - Frakkland 28-31 (15-15) Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 8/4 (9/4), Arnór Atlason 6 (8), Róbert Gunnarsson 3 (5), Alexander Petersson 3 (6) Vignir Svavarsson 3 (5), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (2), Snorri Steinn Guðjónsson 2 (4), Sturla Ásgeirsson 1 (1). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/2 Úrslitakeppni kvenna Valur - Fram 20-19 (9-7) Mörk Vals (skot): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5/2 (9/2), Ágústa Edda Björnsdóttir 4 (6), Arndís María Einarsdóttir 2 (2), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (5), Hrafnhildur Skúladóttir 2 (7/1), Katrín Andrésdóttir 1 (3), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4). Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 15/1 Hraðaupphlaup: 3 (Rebekka, Hildigunnur, Arndís) Fiskuð víti: 3 (Anna 2, Hildigunnur) Utan vallar: 4 mín. Mörk Fram (skot): Pavla Nevarilova 5 (5), Karen Knútsdóttir 4/1 (13/1), Marthe Sördal 3 (3), Stella Sigurðardóttir 3 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (5/1), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (6). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1 Hraðaupphlaup: 5 (Pavla 2, Karen, Stella, Marthe) Fiskuð víti: 2 (Karen, Stella) Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Arnar Sigurjónssomn og Svavar Ólafur Pétursson, áttu fínan dag. Enska úrvalsdeildin BLACKBURN - EVERTON 2-3 0-1 Mikel Arteta (3.), 1-1 Steven N‘Zonzi (68.), 1-2 Yakubu Aiyegbeni (78.), 2-2 Jason Roberts (80.), 2-3 Tim Cahill (89.). MAN CITY - MAN UNITED 0-1 0-1 Paul Scholes (92.). STOKE - BOLTON 1-2 1-0 Dave Kitson (12.), 1-1 Matthew Taylor (84.), 1-2 Matthew Taylor (87.). Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton. SUNDERLAND - BURNLEY 2-1 1-0 Fraizer Campbell (24.), 2-0 Darren Bent (40.), 2-1 Steven Thompson (81.). TOTTENHAM - CHELSEA 2-1 1-0 Jermain Defoe (14.), 2-0 Gareth Bale (43.), 2-1 Frank Lampard (91.) Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður hjá Tottenham á 78. mínútu PORTSMOUTH - ASTON VILLA 1-2 1-0 Michael Brown (9.), 1-1 John Carew (16.), 1-2 Nathan Delfouneso (81.). WIGAN - ARSENAL 3-2 0-1 Theo Walcott (40.), 0-2 Mikaël Silvestre ( 47.), 1-2 Ben Watson (79.), 2-2 Titus Bramble (88.), 3-2 Charles N’Zogbia (90.) STAÐAN: Chelsea 35 24 5 6 86-32 77 Man United 35 24 4 7 78-27 76 Arsenal 35 22 5 8 78-39 71 Tottenham 34 19 7 8 62-34 64 Man City 34 17 11 6 69-42 62 Aston Villa 34 15 13 6 48-35 58 Liverpool 34 16 8 10 54-33 56 Everton 35 14 12 9 57-48 54 Birmingham 35 12 11 12 35-43 47 Fulham 34 11 10 13 35-37 43 Stoke City 34 10 13 11 33-37 43 Blackburn 35 11 10 14 37-53 43 Sunderland 35 10 11 14 46-53 41 Bolton 35 9 8 18 38-63 35 Wigan 35 9 8 18 33-66 35 Wolves 35 8 10 17 28-51 34 West Ham 34 7 10 17 41-57 31 Hull City 34 6 10 18 32-70 28 Burnley 35 7 6 22 37-74 27 Portsmouth 35 6 6 23 29-62 15 KÖRFUBOLTI „Menn eru ferskir og bíða eftir leiknum,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, rétt áður en hann fór á æfingu í gær þar sem átti að fínpússa hlutina fyrir fyrsta leik gegn Snæfelli í úrslitarimmunni. Leikurinn verður í sláturhúsinu í Keflavík og hefst klukkan 19.15 í kvöld. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu sigur í fyrsta leik. Heimavöllur- inn hefur verið sterkur hjá okkur í vetur, við erum eina liðið sem vann heimaleik í undanúrslitum,“ sagði Guðjón en Keflavík lagði granna sína í Njarðvík 3-1 í und- anúrslitum. Þröstur Leó Jóhannsson er meiddur og leikur væntanlega ekki með heimamönnum í kvöld. „Svo hefur Draelon (Burns) verið á öðrum fætinum en hann verður í lagi fyrir leikinn. Hann meiddist aðeins á móti Njarðvík en það er ekkert sem stoppar hann.“ Snæfellingar komust í úrslita- einvígið með því að leggja KR í hörkuspennandi einvígi í undanúr- slitum. Snæfell vann oddaleikinn í DHL-höllinni en Guðjón var ekki mikið að spá í þeim leikjum. „Ég fylgdist vel með síðasta leiknum. Maður var ekkert farinn að spá í þessu fyrr en við vorum búnir að tryggja okkur sjálfir áfram. Ég horfði á síðustu tvo leik- ina en spáði meira í oddaleiknum,“ sagði Guðjón sem veit vel að hans menn þurfa að sýna sínar bestu hliðar til að leggja Snæfellinga. „Snæfell er hörkulið. Þeir hafa svaka mannskap og öll lið þurfa að spila mjög vel til að vinna þá. Þeir hafa fína breidd og frábær- an útlending sem leikstjórnanda. Þeir hafa mörg vopn og svo bind- ur Hlynur (Bæringsson) þá saman varnarlega.“ Hann býst við góðri mætingu á leikinn í kvöld. „Ég trúi ekki öðru en að fólk komi á svona leiki. Þetta er það sem þetta snýst um svo ég býst við að hann verði þétt setinn bekkurinn hjá okkur,“ sagði Guð- jón. Annar leikur liðanna verður á fimmtudagskvöld í Stykkishólmi og svo verður aftur farið yfir til Keflavíkur á laugardag. Það lið sem nær að vinna þrívegis hamp- ar Íslandsmeistaratitlinum. - egm Keflvíkingar taka á móti Snæfelli í kvöld í fyrstu viðureign liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn: Einu sem unnu heima í undanúrslitum SNÆFELL SÍÐASTA HINDRUNIN Keflvíkingar lögðu granna sína í Njarðvík í undanúrslitum en þessi mynd er úr öðrum leik liðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BUTTON Með kampavín. NORDICPH/GETTY Strákarnir okkar töpuðu með þriggja marka mun fyrir Frakklandi 28-31 á laugardag í öðrum vináttulandsleik þjóðanna á jafn- mörgum dögum. Franska liðið var öflugra á lokasprettinum á laugardag. „Við lærum af þessum leikjum og höldum áfram að þróa okkur. Við vorum að spila við frábært lið og í heildina getum við verið nokkuð sáttir,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson eftir seinni leikinn. Gekk það upp sem Guðmundur var að prófa í leiknum? „Það tókst að hluta til vel en að hluta til illa. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og þá sérstaklega sóknar- lega. Síðari hálfleikur var alls ekki nægilega góður. Við fengum á okkur of mikið af mörkum. Við gáfum vel eftir síðustu tíu mínúturnar. Það var of mikið af mistök- um og við vorum að reyna línusendingar sem ganga aldrei upp á móti þeim.“ Ísland var yfir lengst af yfir í fyrri hálfleik og náði mest þriggja marka forystu. Staðan í hálfleik var jöfn 15-15 en á loka- kaflanum reyndust gestirnir sterkari. „Því miður fór þetta eins og þetta fór. Við nýttum ekki upplagt tækifæri til að komast yfir og það var dýrt. Það misfórst dauðafæri og var það vendipunkturinn í leiknum að mínu mati. Á svipuðum kafla vorum við einum fleiri og nýttum það illa, fengum á okkur mörk strax. Svo kom hraðaupphlaup í kjölfarið þar sem við vorum ekki vakandi. Þetta var um átta mínútna kafli sem ég var óánægður með og þá gerðu þeir út um leikinn,“ sagði Guðmundur. Ólafur Stefánsson var markahæstur hjá Íslandi með átta mörk en Arnór Atlason skoraði sex. „Við erum komnir nær þeim. Það mikilvægasta sem við getum tekið út úr þessu er að við getum staðið í þeim. Það hefur vantað í hausinn á okkur í síðustu leikjum á móti þeim,” sagði Arnór eftir leikinn. „Þetta eru helvíti góðir handboltamenn en það þarf ekki töfra- brögð til að stöðva þá.“ GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON: ÍSLENSKA LIÐIÐ GAF VEL EFTIR SÍÐUSTU MÍNÚTURNAR Á LAUGARDAG Getum verið nokkuð sáttir og lærum af þessu > Næstu landsliðsverkefni í júní Næstu landsleikir Íslands verða í júní. Danir heimsækja okkur og leika tvo leiki sem fram fara 8. og 9. júní. Strákarnir okkar halda svo til Brasilíu og mæta heimamönnum í tveimur æfingaleikjum 16. og 18. júní. Brasilíumenn eru að berjast um sæti á HM í Svíþjóð á næsta ári og buðu Íslendingum í heimsókn til að búa sig undir þá baráttu. Íslendingar tryggðu sér sæti á HM með því að ná bronsinu á EM í Austurríki. FÓTBOLTI „Það var agaleysi og skortur á einbeitingu hjá mínum leikmönnum,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir tap gegn Wigan í gær. Arsenal var tveimur mörkum yfir í leiknum en Wigan átti magnaða endur- komu. Arsenal er nú sex stigum á eftir toppliði Chelsea og aðeins níu stig eftir í pottinum. „Það eina sem við getum gert er að reyna að vinna næsta leik. Manchester City og Tottenham eiga enn möguleika á að ná okkur svo við verðum að vinna allavega einn leik í viðbót,“ sagði Wenger svekktur eftir leik. - egm Titilvonir Arsenal horfnar: Úr sögunni HÖRÐ TÖK Stella Sigurðardóttir var tekin hörðum tökum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FORMÚLAN Bretinn Jenson Button á McLaren fagnaði sigri eftir kínverska kappaksturinn í gær. Veðurguðirnir tóku virkan þátt í keppninni og dekkjaskipti voru tíð. Button var í forystu nær allan tímann en Lewis Hamilton kom annar í mark, aðeins 1,5 sekúndum á eftir. Nico Rosberg varð í þriðja sætinu. Þetta var annar sigur Buttons í fyrstu fjórum mótum ársins og er hann með forystu í heildarstiga- keppninni, hefur 60 stig en Ros- berg er í öðru sæti með 50. - egm Kappaksturinn í Kína: Annar sigurinn hjá Button HANDBOLTI Valsstúlkur sigruðu Fram, 20-19, í fyrsta slag Reykja- víkurliðanna í úrslitaviðureign N1-deildar kvenna í handbolta. Leikurinn fór fram í Vodafone- höllinni og náðu Valsstúlkur að klára leikinn undir lokin en þær voru ávallt skrefinu á undan Fram í leiknum. „Þetta var ansi sárt og svekkj- andi tap. Mér fannst við allt- af vera að bíða eftir því að við myndum stíga upp en það gerðist ekki. Þær áttu þetta skilið í dag. Við höfum oft spilað betur en við spiluðum heldur ekkert illa. Okkur vantaði bara þetta extra bæði í vörnina og sóknarleik- inn. Þetta var alltof kaflaskipt hjá okkur, stundum vorum við að spila góða vörn og stundum góða sókn,“ sagði Íris Björk Símonar- dóttir, markvörður Fram, eftir leikinn í gær. Íris Björk átti góðan leik í markinu hjá Fram og varði fimmtán skot. „Ég átti fínan leik en hefði samt átt að verja nokkra til viðbót- ar sem að ég er mjög sár yfir að hafa ekki tekið. En núna er bara næsta verkefni á þriðjudaginn og mér líst vel á þann leik. Ég trúi ekki öðru en að við klárum þann leik. Mér finnst við eiga svo mikið inni, Vals-liðið spilaði betur en við í dag en nú er komið að okkur,“ sagði Íris ákveð- in að lokum „Ég var mjög ánægður með liðið og mér fannst við leiða leik- inn nánast allan tímann. Í fyrri hálfleik áttum við fimm eða sex dauðafæri á móti Írisi Björk sem við náðum ekki að nýta og stað- an hefði getað verið öðruvísi í hálfleik. Þú getur ekki leyft þér að missa svona mörg færi á móti svona sterku liði eins og Fram,” sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, sáttur eftir sigurinn í gær. Liðin mætast að nýju á þriðjudag- inn en Stefán segir að sitt lið megi búast við erfiðum leik. „Næsti leikur verður erfiður og örugglega erfiðari en þessi. Nú þurfum við bara að setjast niður í kvöld og fara yfir þennan leik og skoða hvað má fara betur. Vörnin gekk vel upp hjá okkur í dag og sóknarleikurinn var ágæt- ur á köflum. En við vitum það að okkar styrkur er markvarsla, vörn og hraðaupphlaup en við ætlum aðeins að skoða sóknar- leikinn,” sagði Stefán Arnarson ánægður í leikslok. - rog Valsstúlkur unnu fyrsta leikinn með naumindum Valur tók á móti Fram í fyrstu viðureigninni um Íslandsmeistaratitil kvenna. Heimastúlkur unnu þar nauman sigur en þrjá leiki þarf til að verða meistari.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.