Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 19. apríl 2010 11 Heelen fyrir fæturna Henta vel fyrir hin ýmsu fótavandamál og auka vellíðan stoðhlífar Fyrirbyggja og meðhöndla óþægindi og eymsli við íþróttaiðkun sport Kröftug rakameðferð fyrir hendur og fætur mýkjandi Í samvinnu við Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Setbergi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík - Lifið heil www.lyfja.is - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Setbergi - Spönginni - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísaf rði - Bolungarvík - Blönduósi - TÁSUDAGAR 19.–21. apríl Lyfja Laugavegi mánudaginn 19. apríl kl. 13–16 Lyfja Lágmúla mánudaginn 19. apríl kl. 17–20 fótaaðgerðafræðingur veitir ókeypis ráðgjöf EFNAHAGSMÁL Íbúðalánasjóður tapaði 3,2 millj- örðum króna í fyrra og stendur eiginfjárhlut- fall hans í þremur prósentum. Þetta er verri niðurstaða en búist var við, að sögn Guðmund- ar Bjarnasonar, forstjóra sjóðsins. Heildarútlán sjóðsins námu 757 milljörðum í lok árs. Guðmundur segir að í skugga aðstæðna hafi verið ákveðið að færa fleiri eignir inn á varúðar- reikning. Guðmundur hefur fundað með Árna Páli Árnasyni félagsmálaráðherra um stöðuna. Hann segir eiginfjárhlutfallið pólitíska ákvörð- un sem taka þurfi í samráði við eftirlitsaðila. Eigi það að vera fjögur prósent þurfi ríkissjóður að leggja Íbúðalánasjóði til þrjá milljarða króna, væntanlega í formi skuldabréfaútgáfu. Rúma sex milljarða þarf til að hækka hlutfallið í fimm prósent. „Telji menn þrjú prósent ásættanleg þá halda menn áfram að reka sjóðinn við þessar aðstæður,“ segir hann. Íbúðalánasjóður á rúmar fimm hundruð íbúð- ir víða um land. Rúmlega hundrað þeirra eru á Reyðarfirði og Egilsstöðum, sem sjóðurinn lagði fé til í tengslum við álversframkvæmdir á Aust- urlandi. „Það voru miklar kröfur til sjóðsins þar enda lánuðu bankarnir ekki svo glatt út á land. Hefðum við ekki gert það hefði eitthvað verið sagt,“ segir Guðmundur. - jab GUÐMUNDUR BJARNASON Forstjórinn segir Íbúða- lánasjóð hafa verið nær þann eina sem lánaði til byggingaframkvæmda í kringum álversframkvæmdir á Austurlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ríkissjóður gæti þurft að setja sex milljarða króna í Íbúðalánasjóð: Staða Íbúðalánasjóðs verri en búist var við MALTA, AP Kaþólska kirkjan mun grípa til aðgerða til að vernda börn og unglinga fyrir misnotkun, að sögn Benedikts páfa. Benedikt átti fund með hópi manna sem höfðu verið fórnar- lömb kynferðislegar misnotkun- ar innan kaþólsku kirkjunnar á Möltu. Hann sagði mönnunum einnig að kirkjan gerði allt sem í hennar valdi stæði til að rannsaka kynferðisafbrotamál. Páfinn var með tárvot augu og sagðist vera stoltur af mönnunum fyrir að hafa greint frá misnotkuninni. - þeb Páfinn um kaþólsku kirkjuna: Mun vernda börnin betur VIÐSKIPTI Icelandair Group tekur sæti Bakkavarar Group í Úrvals- vísitölunni í dag. Ákveðið var á hluthafafundi Bakkavarar í mars- lok að taka félagið af markaði og gera það að einkahlutafélagi. Síð- asti dagur félagsins sem skráð hlutafélag var á föstudag. Hlutabréf Icelandair Group voru hluti af Úrvalsvísitölunni þegar fimmtán fyrirtæki mynd- uðu hana en þau duttu út þegar ný vísitala, sem samanstóð af hluta- bréfum þeirra sex fyrirtækja sem mest er verslað með, var tekin upp í byrjun árs 2009. - jab Nýtt félag í Úrvalsvísitöluna: Icelandair inn fyrir Bakkavör VÉL Í BIÐSTÖÐU Hlutabréf Icelandair Group verða aftur hluti af Úrvalsvísitöl- unni eftir rúmt ár úti í kuldanum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið ákærður af lög- reglustjóranum á Suðurnesjum fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kveikja í bíl, sem eyðilagð- ist í eldinum. Maðurinn játaði sök við þingfestingu málsins. Brennuvargurinn braut rúðu í bílnum í ágúst 2008, hellti bensíni inn í hann og bar eld að. Eigandi bílsins gerir einkarétt- arkröfu í málinu þess efnis að maðurinn greiði honum skaða- og miskabætur að upphæð tæplega 1,4 milljónir króna með vöxtum. - jss Notaði bensín við íkveikju: Játaði að hafa kveikt í bíl DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur úrskurðað karlmann, sem reyndi að smygla tæpum fjórum kílóum af amfetamíni inn með flutninga- skipi í janúar, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 23. apríl. Maðurinn vann hjá Samskip- um. Hann flutti efnin sjóleiðis erlendis frá. Daginn eftir komu skipsins handtók lögreglan hann í Sundahöfn. Hann reyndist þá vera með efnin innanklæða. Hafði hann verið að sækja þau út í skipið. - jss Framlengt á dópsmyglara: Með 4 kíló af amfetamíni Lestrinum lokið Lestri á rannsóknarskýrslu Alþingis í Borgarleikhúsinu lauk um hádegi í gær. Lesturinn tók um 146 klukkustundir og það var leikarinn Guðjón Davíð Karls- son sem las síðustu blaðsíðu hennar. Um 60 þúsund manns fylgdust með beinni útsendingu á vefnum. RANNSÓKNARSKÝRSLA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.