Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 8
8 19. apríl 2010 MÁNUDAGUR – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is Gildir til 30. apríl 15% verðlækkun LAMISIL ONCE 2.393 kr. 2.034 kr. 15% verðlækkun VECTAVIR frunsuáburður 1.697 kr. 1.442 kr. HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA / WWW.N1.IS SUMARDEKKIN ERU SKEMMTILEGRI LÁTTU OKKUR SKIPTA UM FYRIR ÞIG Meira í leiðinni 15. APRÍLNAGLANA AF! Stærstu hluthafar bank- anna skulduðu 7.100 millj- arða íslenskra króna þegar efnahagslífið hrundi haust- ið 2008. Danskur sérfræð- ingur segir lánveitingar bankanna til tengdra félaga hafa verið óeðlilegar. Heildaráhættuskuldbindingar stóru bankanna þriggja, auk Straums, SPRON og Sparisjóðabankans, námu 14.250 milljörðum króna í bankahruninu í október 2008. Eig- endur bankanna og aðilar tengdir þeim skulduðu helming fjárins og eru stærstu umsvifamestu skuldar- ar bankanna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Í skýrslunni kemur fram að svo virðist sem bein tengsl full- trúa helstu eigenda í stjórnum við- skiptabankanna við æðstu stjórn- endur þeirra hafi leitt til þess að fjölmargar ákvarðanir um stórar lánveitingar hafi verið teknar án efnislegrar skoðunar líkt og kraf- ist var. Þá voru lán veitt eigendun- um án trygginga. Jørn Astrup Hansen, fyrrver- andi forstjóri Sjóvinnubankans í Færeyjum og formaður stjórnar endurskipulagningarfélags í eigu danska ríkisins, segir í fylgiskjali við skýrslu rannsóknarnefndar- innar, eigendur bankanna hafa setið við hlaðborð. Þeir hafi nýtt sér aðstöðuna og haft greiða leið að lánsfé. Hansen segir ákvarðanir banka- stjórnarmanna vafasamar og bera vott um vinargreiða. Dæmi um vafasamar fyrirgreiðslur segir hann lán Kaupþings til Antonius- ar P. Yerolemou, stjórnarmanns í Kaupþingi og Bakkavör. Bakkavör heyrði undir Existu, stærsta eig- anda Kaupþings. Á þessum tíma var eigið fé Yerolemous og fyrir- tækja hans neikvætt um 46,3 millj- ónir evra. Hansen segir Yerolemou hafa því átt að víkja úr banka- stjórninni. Hansen nefnir sömuleiðis lán- veitingar Glitnis til FL Group. Hann segir þær hafa farið óform- lega fram, hafi oft ekki farið fyrir lánanefnd bankans. FL Group var lengi stór hluthafi í Glitni og átti menn í stjórn bankans. Í ljósi þess hafi bankastjórn Glitnis í raun átt að koma saman og fjalla um lán- veitingarnar. Slíkir gjörningar voru þvert á dönsk lög um fjár- málastarfsemi. Þá er ótalið að lánanefnd í dönsku fjármálafyrir- tæki hefði ekki einu sinni veitt FL Group lán, að sögn Hansens, sem dregur í efa að þessi aðstaða sam- ræmist íslenskum lögum um fjár- málafyrirtæki. jonab@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx Álitaefni er hvort bankarnir hefðu ekki betur dregið frá skráðu eig- infé lán sem veitt voru með veði í hlutabréfum þeirra sjálfra. Rann- sóknarnefnd Alþingis bendir á að skort hafi á umræðu um þetta mál í tengslum við endurskoðun reikn- inga fjármálafyrirtækja. Í skýrslu rannsóknarnefndar- innar er bent á að lán bankanna gegn veði í eigin bréfum eða ígildi þeirra hafi hækkað eigið fé þeirra og stækkað efnahagsreikning án þess að nýtt fjármagn hafi komið á móti. „Jafnframt hefur þetta haft áhrif á eiginfjárhlutfall og áhættugrunn fjármálafyrirtækjanna, sem er grundvöllur og mælikvarði á að heimila útlánahættu gagnvart stórum lántakendum,“ segir þar og bent á að trygging sú sem fjár- málafyrirtæki fær með veði í eigin bréfum sé „ákaflega haldlítil“ því veruleg hætta sé á að fyrirtækið láti hjá líða að ganga að slíku veði þegar veðþekjan lækkar samhliða lækkun á markaðsverði hlutabréfa í fjármálafyrirtækinu. „Við fall fjármálafyrirtækis virka slík útlán í reynd ekki sem hluti af eiginfé, sem ætlað er að verja kröfuhafa félagsins, því að þau verða að engu.“ Rannsóknarnefndin bendir á að lítið hafi farið fyrir umfjöllun um það hvort fjármálafyrirtæki hefðu átt að draga lán með veði í eigin hlutabréfum frá eiginfé sínu, en ljóst sé að endurskoðendur þeirra hafi talið að ekki bæri að gera það. Bent er á álit prófessors Frøy- stein Gjesdal við Verslunarháskól- ann í Bergen að samkvæmt norsk- um lögum, byggðum á reglum Evrópuréttarins, skuli draga lán til kaupa á eigin hlutabréfum frá eiginfé fjármálafyrirtækis. - óká Í KAUPÞINGI Við miðlaraborðið í Kaup- þingi í desember 2008. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að bankarnir hefðu betur dregið frá eiginfé sínu lán sem veitt voru gegn veði í hlutabréfum þeirra sjálfra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Umræðu skorti um áhrif veða í eigin bréfum á eiginfjárgrunn banka: Framkvæmdin önnur en í Noregi FRÁ AÐALFUNDI GLITNIS Náin tengsl voru á milli æðstu stjórnenda Glitnis og helstu eigenda. Þorsteinn M. Jónsson, sem situr vinstra megin við forstjóra Glitnis, sat í stjórn bankans í krafti eignarhlutar FL Group. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Eigendur bankanna sátu við hlaðborð Landsbankinn lánaði Nordic Partn- ers 65,5 milljarða króna frá byrjun árs 2007 fram til loka september 2008. Þetta er 508 prósenta aukn- ing á tæplega tveggja ára tímabili. Nordic Partners skuldaði bankan- um 78,5 milljarða í bankahruninu. Fram kemur í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis að lánin hafi verið að mestu vegna kaupa á hótel keðju í Danmörku, þar á meðal D‘Angleterre-hótelinu haust- ið 2007, og kaupa á matvælafyrir- tækinu Hamé í Tékklandi í árs- byrjun 2008. Landsbankinn var nær eini lán- ardrottinn Nordic Partners en heildarskuldir félagsins námu í kringum hundrað milljarða króna. Rannsóknarnefndin segir lána- nefnd bankans hafa verið tilbúna til að taka þónokkra áhættu með veit- ingu láns upp á 12,1 milljarð króna til félagsins, sem var umfram verð- mat á hótelunum. Lánið átti að vera tímabundið, eða þar til Royal Bank of Scotland endurfjármagnaði það. Það gekk ekki í gegn vegna kreppunnar. Athafnamaðurinn Gísli Reynis- son stýrði Nordic Partners frá upphafi. Þegar hann lést í fyrravor flosnaði félagið upp og hefur skila- nefnd Landsbankans unnið að því að taka hótelin yfir ásamt einka- þotuleigu félagsins. Aðrar eignir félagsins hafa skipt um hendur. - jab D‘ANGLETERRE-Fjármálakreppan olli því að Landsbankinn sat uppi með milljarðalán til Nordic Partners vegna kaupa á danskri hótelkeðju. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Landsbankinn lánaði tólf milljarða til hótelkaupa: Átti að vera tímabundið lán milljarð- ar króna voru skuldir eigenda gömlu bank- anna og tengdra aðila við bankahrunið 2008. 7.100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.