Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 HÖNNUNARSÝNINGIN SALON DEL MOBILE í Mílanó hófst 14. apríl síðastliðinn. Þar ber fyrir augu margt merkilegt, meðal annars þennan sérstæða stól eftir Fabio Novembre sem er í líki and- litsgrímu. „Það er ekkert sem ég get ekki verið án í lífinu,“ segir Sigríður heimspekilega og lítur yfir sviðið. „Ég reyni að minnsta kosti að verða ekki háð neinu – en viðurkenni að ég hlakka alltaf til þess þegar ég fer að sofa á kvöldin að vakna næsta morg- un til að fá mér kaffi.“ Hún kveðst nýlega búin að átta sig á að það gangi ekki lengur að drekka kaffi á kvöldin. Það sé ávísun á andvöku. Kaffivélin á heimilinu heitir Krups. Þetta er espressovél og Anna Sigríður getur valið hversu sterkt kaffið er. „Ég fæ mér alltaf það sterkasta,“ segir hún og kveðst oft ekki drekka nema þennan eina bolla á dag. „Ég vil hafa kaffið hressandi. Bæði vakna ég vel af því og það kemur allri líkamsstarfsem- inni af stað,“ lýsir hún og kveðst alltaf kaupa Lavassa. „Yfirleitt drekk ég Qualita Rossa en ef ég vil gera mjög vel við mig fæ ég mér Crema e Gusto. Það er algert sæl- gæti,“ segir hún dreymandi. „Svo fæ ég mér 15 ml af kaffirjóma út í og það er oft eina mjólkurafurð- in sem ég læt ofan í mig yfir dag- inn.“ Anna Sigríður kveðst hafa lært söng á Ítalíu og þar kynnst þessu sterka Lavassakaffi. Skyldi hún hafa keypt vélina góðu þar líka? „Nei, ég fékk hana frá prestinum mínum og konunni hans. Ég vinn sko í Fríkirkjunni í Reykjavík og þetta er brúðkaupsgjöf frá þeim hjónum Hirti Magna Jóhannssyni og Ester Margréti Magnúsdóttur. Þú mátt trúa því að það eru góðar og hlýjar hugsanir sem ég sendi þeim á hverjum einasta morgni þegar ég fæ mér kaffi.“ gun@frettabladid.is Hlakkar til að vakna á morgnana í kaffisopann Söngkonan Anna Sigríður Helgadóttir á hlýlegt heimili með mörgum fallegum hlutum. Þegar hún er spurð hvað þar sé í mestum metum kemur í ljós að kaffivélin hennar er í efsta sæti vinsældalistans. „Stundum er ég búin að taka allt til á kvöldin og þarf bara að ýta á einn takka á morgnana,“ segir Anna Sigríður. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON. Loksins komið Eden matarstellið og bláa sveitastellið lækkað verð Opið: má-fö. 12:30 -18:00, Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 - www.nora.is Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Takmarkað magn af IQ-Care heilsudýnum og Proflex stillanlegum rúmum á sértilboði frá framleiðanda Proflex 2x80x200 með okkar bestu IQ-CARE heilsudýnu kr. 339.900 - verð áður kr. 429.000 Proflex 2x90x200 með okkar bestu IQ-CARE heilsudýnu kr. 349.900 - verð áður 459.000 Listh Fermingartilboð sjá www.svefn.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.