Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 19.04.2010, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 19. apríl 2010 13 Öll fjölskyldan velkomin! Komdu í heimsókn og kynntu þér fjölbreytta námsmöguleika og glæsilega aðstöðu. Skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Á S B R Ú - S Í M I : 5 7 8 4 0 0 0 - W W W . K E I L I R . N E T Opinn dagur hjá Keili, fi mmtudaginn 22. apríl kl. 12-16 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á eftir að hafa var- anleg áhrif á íslenskt þjóðlíf, því að þar segir af óhugnanlegri nákvæmni frá því hvernig „til- raunin Ísland“ fór út um þúfur. Þar segir í löngu máli frá stórkostlega illa reknu þjóðfélagi. Þar er spill- ingin þykk og vanhæfnin altæk. Stjörnulögfræðingar liðinnar glópagullaldar kalla það reynd- ar „múgsefjun“ þegar almenn- ingi gefst færi á að virða fyrir sér stjórnarfar á Íslandi síðustu ára- tugina og dirfist að hneykslast en ætli nærtækara sé ekki að tala hér um „siðbót“. Óhjákvæmileg siðbót Enginn þeirra sem léku aðalhlut- verkin í þessum leik á afturkvæmt. Einstaklingarnir eru hrifnir með í þessum feiknum og berast með flaumnum, hver í áttina að sínum óhjákvæmilega stað. Ekkert verð- ur sem áður. Þeir atburðir sem við lifum nú í kjölfar Skýrslunnar eru stærri og meiri en svo að nokkur einstaklingur fái stöðvað þá eða snúið þeim sér í hag. Þó þeir reyni. Nokkrir lykilþátt- takenda hafa brugðist við Skýrsl- unni þó að flestir þeirra reyni enn að fela sig inni í gosmekkinum, nú þegar þeir geta ekki lengur dulist inni í Icesave-moldviðrinu. Því eins og segir í Jobsbók 34:22: „Ekkert það myrkur er til eða niðdimma þar sem illvirkinn geti falist.“ Ekki byrjaði það vel. Það var beinlínis líkamlega óþægilegt að sjá Geir Haarde birtast daginn eftir Skýrslu eins og sjálfan Pont- íus Pílatus. Hann sagði nei. Nei og nei og nei-nei-nei: ekki ég, ekki við, og alls ekki Davíð. Þegar maður heyrði og sá þennan Herra Hrun svona gersamlega ósnortinn af öllu endurlifði maður þessa skelfingar- daga veturinn 2008 þegar hann var daglegur gestur í sjónvarpi að full- vissa okkur um endaleysur. Og ekki tók betra við þegar Ólafur Ragnar Grímsson kom í viðtal í útvarpinu. Hann virtist telja að þjóðaratkvæðagreiðsl- an um Icesave hefði veitt honum slíkt endurnýjað umboð til sjálfs- réttlætinga að hann gæti með gamalkunnum mælskubrögðum sópað burt þeim áfellisdómi sem er að finna um hann í Skýrslunni. Hann reyndi að láta líta svo út að siðferðishluti Skýrslunnar væri ómarktækur út af missögn um brall hans með Al-Thani ættinni í Katar (en Ólafur hefur eins og kunnugt er unnið um árabil ötul- lega að inngöngu Íslands í Asíu) en hinn „eiginlegi hluti“ hreins- aði hann af ábyrgð. Hann skynj- aði ekki hinn þunga dyn Skýrsl- unnar. Þarna mistókst honum að finna samhljóminn með þjóðinni á örlagastundu – og á eftir að reyn- ast honum dýrkeypt. Fari þau vel Illugi Gunnarsson og Björgvin G. Sigurðsson hafa báðir ákveð- ið að horfast í augu við raunveru- lega stöðu sína og láta af þing- mennsku. Gott hjá þeim, fari þeir vel. Og Þorgerður Katrín. Heyrst hefur að ósanngjarnt sé að hún skuli gjalda fyrir lánabrask eig- inmanns síns, en málið snýst ekki um það. Í merkri ræðu sinni á Flokksstjórnarfundi Sjálfstæðis- flokksins tók hún á sig ábyrgð á stefnu- og aðgerðaleysi ríkisstjórn- ar Geirs Haarde og virtist afsögn hennar fyrst og fremst vera út af þeim áfellisdómi sem störf þeirrar ríkisstjórnar hlýtur í Skýrslunni. Hún dregur sem sé sínar eðlilegu pólitísku afleiðingar af því sem þar stendur. Gott hjá henni. Fari hún vel. Rétt eins og Ingibjörg Sólrún gerði í sinni ræðu hjá Samfylking- unni: Hún hafði manndóm til að standa frammi fyrir því fólki sem trúði henni til þess á sínum tíma að vera í fararbroddi við siðbót íslensks samfélags og segja: Ég brást bæði sjálfri mér og ykkur og kjósendum. Gerum ekki lítið úr því sem þessar konur hafa gert. Þær hafa gert afneiturum erfiðara um vik, skapað hollan þrýsting á aðra þá sem brugðust í aðdraganda hruns- ins – Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson og alla hina sem tóku afdrifaríkustu ákvarðanirnar um íslenskt efnahags- og fjármálalíf. Og Bjarna Benediktsson sem telur sig hafa gert hreint fyrir sínum dyrum, vafningalaust, en er nokkurn veginn einn um það. Hann var flæktur í eitt ógeðfelld- asta gróðabrall glópagullaldarinn- ar, þegar Sjóvá var tæmt. Að ekki sé talað um banksterana sem nú segja: það átti að líta eftir mér, ég var bara villingur, ég var alltaf að bíða eftir því að einhver stoppaði mig. Þeir eru sinnar og okkar ógæfu smiðir. Þeir eiga nú loksins að reyna að haga sér eins og fullorðnir menn. Þeir eiga að koma heim með sinn rangfengna auð og skila honum, játa syndir sínar, finna sér heiðarlega vinnu, temja sér dyggðir, leita ljóssins. Því að ekkert það myrkur er til þar sem þeir geti falist. Langþráður draumur Reykja-víkurborgar um að halda sér- staka barnamenningarhátíð verð- ur að veruleika við setningu fyrstu Barnamenningarhátíðar í Reykja- vík í dag, en hátíðin verður haldin dagana 19. til 25. apríl. Börnin í borginni fá þá daga ein- stakt tækifæri til að sýna hvað í þeim býr á hinum ólíku sviðum lista- og menningar en dagskráin er undirbúin af börnum, fyrir börn. Um 1.300 tíu ára börn taka þátt í setningarhátíðinni í Hljómskála- garðinum ásamt Fíusól, sirkuslista- mönnum og götuleikhúsfólki. Að hátíðinni koma grunnskólar í borg- inni, leikskólar, tónlistar- og mynd- listarskólar, bókasöfn, listasöfn og aðrar menningarstofnanir og svo fjölmargir aðrir með spennandi verkefni. Listsköpun barna verður sýnileg á óvæntum stöðum eins og á botni Vesturbæjarlaugar, á inn- kaupakerrum í matvöruverslunum og í Strætó. Leik- og grunnskólar borgarinnar munu iða af lífi með sýningum og opnum húsum þar sem foreldrum og öðrum aðstand- endum barna verður boðið upp á spennandi dagskrá. Börnin leggja land undir fót og taka yfir aðrar stofnanir en þeirra eigin á hátíðinni. Þannig syngur 300 leikskólabarna þjóðkór í Háskólabíó og nemendur úr Háteigsskóla frum- flytja frumsamda óperu „Jörðina okkar“ í Hallgrímskirkju. Barna- menningarhátíðinni lýkur með stór- um tónleikum með lögum af Vísna- bókarplötunum Einu sinni var og Út um græna grundu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þann 25. apríl næstkomandi. Þema hátíðarinnar að þessu sinni verður forvitni og kennir ýmissa forvitnilegra grasa í dagskránni. Ítarlegt yfirlit yfir alla dagskrár- liði hátíðarinnar er aðgengilegt á slóðinni barnamenningarhatid.is. Ég hvet fjölskyldur til að taka öflugan þátt í fyrstu Barnamenn- ingarhátíðinni í Reykjavík og njóta þess hvað börnin okkar í borginni eru hugmyndarík, skapandi og skemmtileg. Barnamenningarhátíð hefst í dag Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri Menning Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG „Ekkert það myrkur er til …“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.