Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 12
12 5. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Vistvænar samgöngur Kristján Möller Samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra HALLDÓR Með ólíkindum RÚV greindi frá því á mánudag að daginn áður en sérstakur saksóknari framkvæmdi húsleit hjá Byr, hafi Jón Björnsson fært allar eignir sínar yfir á nafn konu sinnar, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri. Sigrún var greinilega öskuvond yfir því að verið væri að fjalla um málið, kallaði það með „hreinum ólíkind- um“ að þetta væri „það samfélag sem við viljum kalla yfir okkur“. Allt upp á borð Í sömu andrá sagði Sigrún hins vegar að þessi löggerningur hefði verið til að hafa allt á hreinu svo málið mætti liggja „lýðum ljóst fyrir“. Fyrst Sigrúnu er svona áfram um að allt sé upp á borðum, hefði hún þá ekki átt að fagna því að fá að útskýra málið í fjölmiðlum? Allt að sama brunni Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagðist eftir ríkisstjórnarfund vonast til að farsæl niðurstaða næðist í launamálum Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Er það ekki nokkuð borðleggjandi? Í fyrsta lagi kannast enginn við að hafa samið um launahækkun við Má. Í öðru lagi virðist enginn vilja veita honum launahækkun og í þriðja lagi hefur Már Guðmundsson sagt að hann kæri sig ekki um launahækkun. Það þyrfti að minnsta kosti ansi einbeittan brotavilja til að klúðra þessum samningum. bergsteinn@frettabladid.is Samgöngur og hvers kyns flutningar eru þau svið sem hafa einna mest áhrif á umhverfi okkar og eitt brýnasta verkefnið sem stjórnvöld hvar sem er í heiminum standa frammi fyrir er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engin stjórnvöld eru undanskilin í því verkefni. Enginn einstaklingur er heldur undanskilinn. Í dag hefst átakið „Hjól- að í vinnuna“ og því kjörið að hrinda aðgerðum af stað. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands er lögð áhersla á umhverfismál og við þurfum að skipa málum þannig að til dæmis iðnaður og flugstarfsemi standist kröfur um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Þetta á einnig við um sjávarútveg og aðrar samgöngugrein- ar. Í dag geta þeir starfsmenn samgöngu- ráðuneytisins sem þess óska skrifað undir samgöngusamning við ráðuneyt- ið. Tilgangurinn er að greiða fyrir því að starfsmenn nýti sér vistvænar sam- göngur, gangi, hjóli eða noti almennings- samgöngur til að sækja vinnu. Þeir sem skuldbinda sig til þess afsala sér rétti til að fá greiddan bílastæðakostnað en fá þess í stað árlegan styrk vegna kostnaðar við árskort í strætó eða vegna hjólreiða eða göngu. Með þessu móti sýnum við í verki vilja til framlags til að ná árangri í baráttunni fyrir betra loftslagi. Þá vil ég nefna tilraunaverkefnið með repju sem orkugjafa hér á landi. Siglinga- stofnun hefur með rannsóknum sýnt fram á að unnt er að rækta hérlendis repju og framleiða úr henni olíu sem nota má á skipsvélar. Er talið að fá megi orku- gjafa fyrir allt að 10% af eldsneyti skipa- flotans. Okkur vantar aðeins herslu- muninn til að unnt sé að hrinda þessu af stað. Mun ég fela starfshópi að útfæra hugmyndir um verkefnið og fjármögnun þess. Hér að framan hef ég nefnt örfá atriði sem unnt er að hrinda í framkvæmd í þágu þess að bæta umhverfi okkar. Við þurfum að tileinka okkur þann hugsunar- hátt sem margir hafa bent á að framlag okkar hvers og eins skiptir máli. Við eigum að hugsa hnattrænt og um leið að hegða okkur í samræmi við það og leggja fram okkar skerf hvar sem við erum. Aðeins þannig næst árangur. Aðgerðir okkar hafa áhrif – við getum byrjað núna. Bætum andrúmsloftið SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Í tæplega tvö ár hefur tillaga um stofnun millidómstóls verið til umræðu. Nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur, núverandi dómsmálaráðherra, lagði þetta til við þáverandi ráðherra í júní 2008. Nefndin lagði til að stofnaður yrði í Reykjavík dómstóll með að minnsta kosti sex dómurum, sem fengi það gamla heiti Landsyfirréttur, en það var millidómstóll Íslendinga í rúma öld, frá 1800 til 1919. Hæstiréttur var þá í Danmörku. Rökin fyrir því að koma á millidómstigi hafa verið tvenns konar. Annars vegar hefur verið vísað til þess mikla álags, sem er á Hæsta- rétti. Hins vegar, og það var meginröksemdin fyrir hrun, er nauð- synlegt að koma á millidómstigi til að uppfylla kröfur Mannrétt- indasáttmála Evrópu um beina sönnunarfærslu fyrir dómi, þ.e. að hlustað sé á vitni og sönnun- argögn skoðuð í réttarhaldinu. Hæstiréttur hefur til þessa ekki lagt sjálfstætt mat á vitnisburð og málsgögn, heldur látið sönnunar- færsluna fyrir héraðsdómi duga. Það hefur meðal annars orðið til þess að málum er að hluta eða í heild vísað heim í hérað á ný, eins og gerðist til dæmis í Baugsmálinu. Verði komið á millidómstigi verður beina sönnunarfærslan tryggð. Hægt verður að áfrýja dómum hér- aðsdómstólanna til Landsyfirréttar, en Hæstiréttur mun fjalla um tiltölulega fá mál, sem hafa mikla þýðingu og fordæmisgildi. Báðar röksemdirnar með millidómstigi eiga við, en sú sem snýr að álagi á dómstólana hefur fengið aukið vægi eftir bankahrunið. Gríðarlegur fjöldi mála vegna hrunsins mun koma til kasta dómstól- anna á næstu misserum og árum. Páll Hreinsson, hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndar Alþingis, líkti þessu við „risaflóð- bylgju dómsmála“ í Fréttablaðinu í gær. Eini viðlagaundirbúningur hins opinbera til að mæta þeirri bylgju væri að fjölga héraðsdómurum um fimm. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra upplýsti hér í blaðinu að hún biði svara frá Hæstarétti og dómstólaráði við fyrirspurn um hvort þörf væri talin á að huga að álagi á dómsvaldið. Varla fer á milli mála á hvaða lund þau svör verða. Ráðherrann segir að nú þurfi að huga að því hvort hægt sé að koma millidómstiginu á. Jafnvel fyrir bankahrun, þegar meira svigrúm var í fjármálum ríkisins, var talað um að millidómstóll væri of dýr, en talið er að hann kosti um 160 milljónir króna á ári. Það eru ekki miklir peningar í samhengi við önnur útgjöld ríkisins vegna bankahrunsins. Flest rök hníga að því að í þessu efni eigi ekki að spara. Framkvæmdarvaldið og Alþingi verða að sjá til þess að dómskerfið ráði við holskefluna vegna hrunsins. Greið afgreiðsla dómsmála stuðlar að því að flýta uppgjörinu og að þjóðin geti aftur farið að horfa fram á veg. Skjót málsmeðferð er líka í sjálfri sér mannréttindamál og tryggir að þeir, sem ákærðir eru, þurfi ekki að bíða dóms óeðlilega lengi. Síðast en ekki sízt verður að tryggja beina og milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi. Til að tryggja mannréttindi verður að kosta því til sem þarf. Millidómstig er nauðsyn, bæði vegna uppgjörs eftir hrun og til að tryggja mannréttindi. Nú þarf aftur Landsyfirrétt Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.