Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 22
Frappógrunnur 1/3 espresso og 2/3 mjólk – kælt. Lakkrís frappó 3 sprautur cane-síróp 1 msk. Nóa lakkrískurl Setjið sírópið og lakkrískurlið í glas, fyllið það svo af klökum og hellið frappógrunninum yfir. Öllu skellt saman í blandara. Athugið að þenn- an þarf að blanda heldur vel svo lakkrísinn festist ekki í rörunum. Súkkulaðisælkerans frappe Tvær litlar Hafliðaplötur (eða það sem er til af súkkulaði, 25 eða 50 gramma súkkulaðiplötur) 2 sprautur vanillu-síróp 1 sprauta súkkulaði-síróp Setjið súkkulaðið og sírópið í glas og fyllið það svo af klökum. Hellið frappógrunni yfir og blandið vel í blandara. Íslatte Setjið tvær matskeiðar af hrásykri í latte-glas. Hellið einu skoti af espresso ofan á. Fyllið upp í glasið með mjólk. Öllu hellt í hristara ásamt 3-4 klökum og hrist vel saman. Hrist- ið saman og hellið í gegnum sigtið á hristaranum í latte-glasið yfir 3-5 nýja klaka og berið fram með röri. ÍÞRÓTTA-OG ÓLYMPÍUSAMBANDIÐ stendur fyrir vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna í áttunda sinn og rúllar átakið af stað miðvikudaginn 5. maí. Nú er sólin farin að skína og margir nýjungagjarnir Íslend- ingar í óðaönn við að skipta út sjóðandi latte-bollum fyrir sval- andi frappuchino. Frappuchino dregur nafn sitt af vinsæla kaffi- drykknum cappuchino, en munur- inn á því og venjulegu ískaffi er að frappuchino er sett í blandara og blandað þar til það verður að krapi. Það er svo bragðbætt með alls kyns sírópi og bragðefnum allt eftir því hvað smekkur fólks segir til um. - sv Ískaffi með hækkandi sól Ekki eru mörg ár síðan ískaffið hóf innreið sína í kaffihús Íslendinga. Til eru margar útgáfur af þessum vinsæla drykk og segir Hildur Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Te & Kaffi í Pennanum Akureyri, að svokallað „Frappuchino“ sé vinsælast þessa dagana. Rakel Þorleifsdóttir Akureyrarmær veit ekkert betra heldur en að sitja úti í sólinni yfir námsbókunum með lakkrís-frappuchino frá Te og kaffi. ÞRJÁR GÓÐAR UPPSKRIFTIR Ævintýralegar sumarbúðir fyrir 12-16 ára Staðsetning: Alviðra í Ölfusi Tími: 11.-15. ágúst 2010. ,,Þetta var ótrúlega skemmtilegt. Ég eignaðist fullt af vinum... og leiðbeinendurnir voru líka æði.” · Hlutverkaleikir · Kvöldvökur · Ferðir · Frábær skemmtun Unnið verður með málefni sem tengjast mannréttindum og hjálparstarfi með hlutverkaleikjum og hópverkefnum. Einnig verður mikið lagt upp úr leikjum, útivist, kvöldvökum og annarri skemmtun. Skráning á raudikrossinn.is. Nánari upplýsingar á jon@redcross.is eða í síma 5704000. Frábærar sumarbúðir fyrir alla unglinga! Förum heilbrigð inn í sum- arið er yfirskrift heilsuvik- unnar sem nú stendur yfir í Mosfellsbæ. Með þátttöku í happdrætti á toppi þriggja fella í nágrenni bæjarins er hægt að freista gæfunnar ef menn ganga þangað upp. Brennókeppni verður annað kvöld klukkan 20 á sparkvelli Lágafellsskóla og heilmikil heilsuhátíð við íþróttamiðstöðina að Varmá á laugardag milli 12 og 14. Þar verður meðal annars fjölskyldu- og skemmtihlaup fyrir unga sem aldna og frítt er í sund fyrir alla í Varmár- laug frá 10 til 15. - gun Lágafell, sem er næst á myndinni, er í fellaþrennunni sem hægt er að safna. Heilbrigð inn í sumarið Brennókeppni annað kvöld og fræðslu- og skemmtidagskrá á laugardag eru viðburðir tengdir heilsuviku í Mosfellsbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.