Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2010 3
Golfarar eru meðal þeirra sem
finna til fiðrings þegar vorsólin
sendir geisla sína yfir láð og nálin
á hitamælinum stígur. Hinir eru
líka til sem lengi hafa látið sig
dreyma um að iðka það sport en
ekki komið sér af stað. Nú er tæki-
færi fyrir þá að láta drauminn ræt-
ast. Hótel Hamar í Borgarnesi er
inni á golfvelli. Það efnir til nám-
skeiðs í næstu viku fyrir þá sem
eru að stíga sín fyrstu skref í golf-
inu og líka hina sem vilja hressa
upp á kunnáttuna í greininni. Að
sjálfsögðu er gist og snætt á Hótel
Hamri og þeirrar þjónustu notið
sem þar er boðið upp á.
„Við gerðum tilraun með svona
námskeið í fyrra og hún gekk mjög
vel svo við ákváðum að endurtaka
leikinn,“ segir Hjörtur hótelstjóri.
Hann segir 20 manns komast að
á námskeiðinu og enn sé laust
pláss.
Hjörtur telur námskeiðið henta
vel hjónum sem séu mislangt á veg
komin í golfinu. „Slíkt er
ótrúlega algengt,“
segir hann. „Oftast
er það hann sem
er vanur en hún
ekki. Við fengum
þó tvö pör í fyrra
þar sem því var
öfugt farið.“
Mæting á námskeið-
ið er klukkan 18 12. maí.
Þá verður byrjað á skráningu og
kvöldverði og eftir hann er fyrir-
lestur en dagskráin endar í heitu
pottunum. Á uppstigningardag
skiptast á fyrirlestrar og verk-
legar æfingar og dagurinn endar
á kvöldvöku í léttum dúr þar sem
góðir gestir deila reynslu sinni í
golfinu. Á föstudeginum er kennt
fram á hádegi og síðan geta gestir
haldið hvert á land sem
er, eða framlengt
dvölina í sveita-
sælu Borgar-
fjarðar.
Hjörtur segir
golfvöl l inn á
Hamri koma vel
undan vetri. „Hann
er bara tilbúinn og í
þessum töluðu orðum er verið
að bera á grínin í sól og þrettán
stiga hita. Ef veðráttan verður eitt-
hvað svipuð næstu daga á völlur-
inn eftir að styrkjast mikið á einni
viku.“ gun@frettabladid.is
Golf og gisting í sveitinni
Hótel Hamar í Borgarnesi ætlar að efna til tveggja daga grunnnámskeiðs í golfi á Hamarsvelli 12. til 14.
maí. Hjörtur Árnason hótelstjóri segir það bæði fyrir byrjendur og hina sem vilja læra meira.
Hótelið er inni á vellinum. MYNDIR/HÓTEL HAMAR
Skráning í
sumarbúðirnar
stendur yfi r
LAGERSALA
5/5 miðvikudagur kl: 16 - 19
6/5 fi mmtudagur kl: 16 - 19
7/5 föstudagur kl: 16 - 19
Rýmum til á lager
DIM DÖMU OG HERRA
UNDIRFATNAÐUR
Mikið úrval af SOKKABUXUM
ÝMSAR SNYRTIVÖRUR
MEDICO - heildverslun
Akralind 3 - 201 Kópavogi
ÚTI
LÍFS
NÁM
SKEIÐ
FYRIR 8-12 ára
www.utilifsskoli . is
Unga Reykjavík
Í kvöld kl. 20:30 kynna Björk Vilhelmsdóttir og Oddný
Sturludóttir Ungu Reykjavík, stefnu Samfylkingarinnar
í málefnum barna. Valgerður Halldórsdóttir formaður
barnahóps Velferðar vaktarinnar og Ásgeir Beinteinsson
skólastjóri ávarpa fundinn sem verður að Hallveigarstíg 1.
Umræður og fyrirspurnir. Verið öll velkomin!