Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2010 3 Golfarar eru meðal þeirra sem finna til fiðrings þegar vorsólin sendir geisla sína yfir láð og nálin á hitamælinum stígur. Hinir eru líka til sem lengi hafa látið sig dreyma um að iðka það sport en ekki komið sér af stað. Nú er tæki- færi fyrir þá að láta drauminn ræt- ast. Hótel Hamar í Borgarnesi er inni á golfvelli. Það efnir til nám- skeiðs í næstu viku fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í golf- inu og líka hina sem vilja hressa upp á kunnáttuna í greininni. Að sjálfsögðu er gist og snætt á Hótel Hamri og þeirrar þjónustu notið sem þar er boðið upp á. „Við gerðum tilraun með svona námskeið í fyrra og hún gekk mjög vel svo við ákváðum að endurtaka leikinn,“ segir Hjörtur hótelstjóri. Hann segir 20 manns komast að á námskeiðinu og enn sé laust pláss. Hjörtur telur námskeiðið henta vel hjónum sem séu mislangt á veg komin í golfinu. „Slíkt er ótrúlega algengt,“ segir hann. „Oftast er það hann sem er vanur en hún ekki. Við fengum þó tvö pör í fyrra þar sem því var öfugt farið.“ Mæting á námskeið- ið er klukkan 18 12. maí. Þá verður byrjað á skráningu og kvöldverði og eftir hann er fyrir- lestur en dagskráin endar í heitu pottunum. Á uppstigningardag skiptast á fyrirlestrar og verk- legar æfingar og dagurinn endar á kvöldvöku í léttum dúr þar sem góðir gestir deila reynslu sinni í golfinu. Á föstudeginum er kennt fram á hádegi og síðan geta gestir haldið hvert á land sem er, eða framlengt dvölina í sveita- sælu Borgar- fjarðar. Hjörtur segir golfvöl l inn á Hamri koma vel undan vetri. „Hann er bara tilbúinn og í þessum töluðu orðum er verið að bera á grínin í sól og þrettán stiga hita. Ef veðráttan verður eitt- hvað svipuð næstu daga á völlur- inn eftir að styrkjast mikið á einni viku.“ gun@frettabladid.is Golf og gisting í sveitinni Hótel Hamar í Borgarnesi ætlar að efna til tveggja daga grunnnámskeiðs í golfi á Hamarsvelli 12. til 14. maí. Hjörtur Árnason hótelstjóri segir það bæði fyrir byrjendur og hina sem vilja læra meira. Hótelið er inni á vellinum. MYNDIR/HÓTEL HAMAR Skráning í sumarbúðirnar stendur yfi r LAGERSALA 5/5 miðvikudagur kl: 16 - 19 6/5 fi mmtudagur kl: 16 - 19 7/5 föstudagur kl: 16 - 19 Rýmum til á lager DIM DÖMU OG HERRA UNDIRFATNAÐUR Mikið úrval af SOKKABUXUM ÝMSAR SNYRTIVÖRUR MEDICO - heildverslun Akralind 3 - 201 Kópavogi ÚTI LÍFS NÁM SKEIÐ FYRIR 8-12 ára www.utilifsskoli . is Unga Reykjavík Í kvöld kl. 20:30 kynna Björk Vilhelmsdóttir og Oddný Sturludóttir Ungu Reykjavík, stefnu Samfylkingarinnar í málefnum barna. Valgerður Halldórsdóttir formaður barnahóps Velferðar vaktarinnar og Ásgeir Beinteinsson skólastjóri ávarpa fundinn sem verður að Hallveigarstíg 1. Umræður og fyrirspurnir. Verið öll velkomin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.