Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 26
5. MAÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● poulsen
Nítján hundruð fimmtíu og eitthvað-fílingurinn verður allsráðandi á
planinu við Poulsen næsta laugardag, 8. maí.
Amerísku kaggarnir, hvítu bolirnir og sólgleraugun verða áberandi
og tónlistin frá sjötta áratugnum mun glymja í eyrum gesta.
„Það verður allt gert til að endurvekja gömlu stemninguna frá rokk-
tímabilinu á sjötta áratugnum,“ segir Ragnar Matthíasson. „Við verð-
um með pepsí, popp og prins, allt á tíkall til að minna á gamla verðið
sem einu sinni var. Þetta verður svona American graffiti-dagur.“
Þessi viðburður er einn af mörgum sem
fyrirtækið Poulsen stendur fyrir á
árinu til að minnast aldaraf-
mælisins.
- gun
Skeifan 2
Sími: 530 5900
www.poulsen.is
Verkfæri
Hinn danski Valdimar Poulsen
járnsteypumeistari kom með
drift inn í íslenskt athafnalíf
fyrir einni öld og stofnaði fyrir-
tæki sem er orðið eitt af þeim
rótgrónustu í landinu.
Upphaflega var Poulsen járn-
steypufyrirtæki og stærsta verk-
efnið sem ráðist var í á fyrstu ár-
unum var kirkjuklukka í Fríkirkj-
una í Hafnarfirði. Síðan tóku við
skrúfur og vélahlutir fyrir skipa-
iðnaðinn því allt gat Poulsen smíð-
að sem beðið var um og hafði um
tíu manns í vinnu árið 1914. Þá
var fyrirtækið á Hverfisgötu 6 í
Reykjavík. Stundum stóðu eldtung-
urnar upp úr strompinum og ná-
grannarnir kærðu karlinn. Morg-
unblaðið fjallaði um málið og gat
þess að smiðjan væri meðal mikil-
vægustu fyrirtækja í bænum, hún
sparaði svo mikinn gjaldeyri með
því að framleiða það sem annars
þyrfti að flytja inn. Í vöruskortin-
um á kreppuárunum fór meistari
Poulsen í að útvega það sem vant-
aði, hvort sem það voru varahlut-
ir, fræ til garðyrkju, ljósavélar eða
krukkur til niðursuðu.
Þessa sögu rekur Ragnar
Matthíasson, framkvæmdastjóri
Poulsen. Hann getur þess einn-
ig að fyrst hafi fyrirtækið heit-
ið Valdimar Poulsen, síðan Vald.
Poulsen, þá V. Poulsen og frá því
að hans fjölskylda keypti það 2001,
einfaldlega Poulsen. „Við keyrum á
því,“ segir hann glaðlega og telur
upp eigendurna sem eru, auk hans
sjálfs, Matthías Helgason, faðir
hans, Lovísa Matthíasdóttir, syst-
ir hans, og Kristján E. Jónsson,
tengdasonur Lovísu. „Þetta er orðið
stórt og mikið fjölskyldu fyrirtæki
og við störfum öll saman,“ segir
Ragnar og tekur fram að þau séu
þriðju eigendur fyrirtækisins á
þessu hundrað ára tímabili.
Ragnar segir nútíðina kallast á
við fortíðina að því leyti að Poul-
sen vilji allra manna vanda leysa.
„Fyrirtækið var alltaf mikilvirkt
í innflutningi og sölu á varahlut-
um. Framan af var það vegna þjón-
ustu við iðnaðinn í landinu, ekki
síst fiskvinnslu og áliðnað, auk
þess sem það seldi baðinnrétting-
ar í tuttugu og fimm ár. Eftir að
fjölskyldan tók við rekstrinum
2001 markaði fyrirtækið sér aðra
stefnu og hefur fært sig meira inn
í bílavarahlutageirann og hefur
líka verið leiðandi í innflutningi á
heitum pottum.“
Í varahlutageiranum er fjöl-
skyldan á heimavelli því þau eru
fyrrum eigendur Bílanaust, sem
seldi varahluti í allar gerðir bif-
reiða. Þá visku og þær áhersl-
ur færði fjölskyldan yfir í Poul-
sen. „Við seljum bremsuklossa og
borða, olíu- og smursíur, hjólaleg-
ur, vatnsdælur og hluti í stýriliði,
allt það sem er að slitna í bílunum,“
segir Ragnar og tekur fram að um
gott verð sé að ræða á varahlutun-
um þannig að mikið sé að gera.
- gun
Eldtungurnar stóðu
upp úr strompinum
Ragnar framkvæmdastjóri og lagerstjórarnir Álfheiður Vilhjálmsdóttir og Elín Ragnarsdóttir bera saman bækur sínar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Vörunúmerin eru mörg á lagernum en þar er allt í röð og reglu.
„Þungamiðja starfseminnar hefur lengi
legið í innflutningi og sölu á varahlut-
um,“ segir framkvæmdastjórinn Ragnar.
Aftur til fortíðarinnar
Poulsen maí 2010 | Útgefandi: Poulsen | Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ragnar Matthíasson | Ljósmyndir: Frétta-
blaðið | Heimilisfang: Skeifunni 2, 108 Rvk. | Sími: 530 5900 | vefsíða: www.poulsen.is
Þrír bræður úr fjölskyldunni
sem rekur Poulsen eru að gerast
hluthafar í fyrirtækinu um þess-
ar mundir og bætast þar í hóp
þeirra sem fyrir eru. Þetta eru
þeir Reynir, Lúðvík og Baldvin
Smári Matthíassynir. Allir starfa
þeir hjá fyrirtækinu nú þegar,
Lúðvík og Reynir í innkaupadeild
og Baldvin Smári á lager.
Samheldni fjölskyldunnar er
mikil. Hún tengist Bílanausti
sem hún rak í fjörutíu ár fram til
1999 er hún seldi það N1. Syst-
kinin Ragnar og Lovísa Matthías-
börn stofnuðu þá fyrirtækið ABC
Tækni og hófu innflutning á heit-
um pottum. Þegar þau ákváðu að
festa kaup á Poulsen árið 2001 og
flytja í Skeifuna 2, gekk ABC inn
í það fyrirtæki.
Sú fjölskylda sem fór til ólíkra
starfa þegar Bílanaust var selt
hefur nú sameinast á ný. - gun
Fjölskyldan sameinuð
Baldvin, Reynir og Lúðvík Matthíassynir hafa ákveðið að verða með í eigenda-
hópi Poulsen. MYND/ÚR EINKASAFNI