Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 26
 5. MAÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● poulsen Nítján hundruð fimmtíu og eitthvað-fílingurinn verður allsráðandi á planinu við Poulsen næsta laugardag, 8. maí. Amerísku kaggarnir, hvítu bolirnir og sólgleraugun verða áberandi og tónlistin frá sjötta áratugnum mun glymja í eyrum gesta. „Það verður allt gert til að endurvekja gömlu stemninguna frá rokk- tímabilinu á sjötta áratugnum,“ segir Ragnar Matthíasson. „Við verð- um með pepsí, popp og prins, allt á tíkall til að minna á gamla verðið sem einu sinni var. Þetta verður svona American graffiti-dagur.“ Þessi viðburður er einn af mörgum sem fyrirtækið Poulsen stendur fyrir á árinu til að minnast aldaraf- mælisins. - gun Skeifan 2 Sími: 530 5900 www.poulsen.is Verkfæri Hinn danski Valdimar Poulsen járnsteypumeistari kom með drift inn í íslenskt athafnalíf fyrir einni öld og stofnaði fyrir- tæki sem er orðið eitt af þeim rótgrónustu í landinu. Upphaflega var Poulsen járn- steypufyrirtæki og stærsta verk- efnið sem ráðist var í á fyrstu ár- unum var kirkjuklukka í Fríkirkj- una í Hafnarfirði. Síðan tóku við skrúfur og vélahlutir fyrir skipa- iðnaðinn því allt gat Poulsen smíð- að sem beðið var um og hafði um tíu manns í vinnu árið 1914. Þá var fyrirtækið á Hverfisgötu 6 í Reykjavík. Stundum stóðu eldtung- urnar upp úr strompinum og ná- grannarnir kærðu karlinn. Morg- unblaðið fjallaði um málið og gat þess að smiðjan væri meðal mikil- vægustu fyrirtækja í bænum, hún sparaði svo mikinn gjaldeyri með því að framleiða það sem annars þyrfti að flytja inn. Í vöruskortin- um á kreppuárunum fór meistari Poulsen í að útvega það sem vant- aði, hvort sem það voru varahlut- ir, fræ til garðyrkju, ljósavélar eða krukkur til niðursuðu. Þessa sögu rekur Ragnar Matthíasson, framkvæmdastjóri Poulsen. Hann getur þess einn- ig að fyrst hafi fyrirtækið heit- ið Valdimar Poulsen, síðan Vald. Poulsen, þá V. Poulsen og frá því að hans fjölskylda keypti það 2001, einfaldlega Poulsen. „Við keyrum á því,“ segir hann glaðlega og telur upp eigendurna sem eru, auk hans sjálfs, Matthías Helgason, faðir hans, Lovísa Matthíasdóttir, syst- ir hans, og Kristján E. Jónsson, tengdasonur Lovísu. „Þetta er orðið stórt og mikið fjölskyldu fyrirtæki og við störfum öll saman,“ segir Ragnar og tekur fram að þau séu þriðju eigendur fyrirtækisins á þessu hundrað ára tímabili. Ragnar segir nútíðina kallast á við fortíðina að því leyti að Poul- sen vilji allra manna vanda leysa. „Fyrirtækið var alltaf mikilvirkt í innflutningi og sölu á varahlut- um. Framan af var það vegna þjón- ustu við iðnaðinn í landinu, ekki síst fiskvinnslu og áliðnað, auk þess sem það seldi baðinnrétting- ar í tuttugu og fimm ár. Eftir að fjölskyldan tók við rekstrinum 2001 markaði fyrirtækið sér aðra stefnu og hefur fært sig meira inn í bílavarahlutageirann og hefur líka verið leiðandi í innflutningi á heitum pottum.“ Í varahlutageiranum er fjöl- skyldan á heimavelli því þau eru fyrrum eigendur Bílanaust, sem seldi varahluti í allar gerðir bif- reiða. Þá visku og þær áhersl- ur færði fjölskyldan yfir í Poul- sen. „Við seljum bremsuklossa og borða, olíu- og smursíur, hjólaleg- ur, vatnsdælur og hluti í stýriliði, allt það sem er að slitna í bílunum,“ segir Ragnar og tekur fram að um gott verð sé að ræða á varahlutun- um þannig að mikið sé að gera. - gun Eldtungurnar stóðu upp úr strompinum Ragnar framkvæmdastjóri og lagerstjórarnir Álfheiður Vilhjálmsdóttir og Elín Ragnarsdóttir bera saman bækur sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vörunúmerin eru mörg á lagernum en þar er allt í röð og reglu. „Þungamiðja starfseminnar hefur lengi legið í innflutningi og sölu á varahlut- um,“ segir framkvæmdastjórinn Ragnar. Aftur til fortíðarinnar Poulsen maí 2010 | Útgefandi: Poulsen | Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ragnar Matthíasson | Ljósmyndir: Frétta- blaðið | Heimilisfang: Skeifunni 2, 108 Rvk. | Sími: 530 5900 | vefsíða: www.poulsen.is Þrír bræður úr fjölskyldunni sem rekur Poulsen eru að gerast hluthafar í fyrirtækinu um þess- ar mundir og bætast þar í hóp þeirra sem fyrir eru. Þetta eru þeir Reynir, Lúðvík og Baldvin Smári Matthíassynir. Allir starfa þeir hjá fyrirtækinu nú þegar, Lúðvík og Reynir í innkaupadeild og Baldvin Smári á lager. Samheldni fjölskyldunnar er mikil. Hún tengist Bílanausti sem hún rak í fjörutíu ár fram til 1999 er hún seldi það N1. Syst- kinin Ragnar og Lovísa Matthías- börn stofnuðu þá fyrirtækið ABC Tækni og hófu innflutning á heit- um pottum. Þegar þau ákváðu að festa kaup á Poulsen árið 2001 og flytja í Skeifuna 2, gekk ABC inn í það fyrirtæki. Sú fjölskylda sem fór til ólíkra starfa þegar Bílanaust var selt hefur nú sameinast á ný. - gun Fjölskyldan sameinuð Baldvin, Reynir og Lúðvík Matthíassynir hafa ákveðið að verða með í eigenda- hópi Poulsen. MYND/ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.