Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 38
MARKAÐURINN 5. MAÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR8
Ú T T E K T
Hún er dökk myndin sem dreg-
in er upp af íslensku viðskiptalífi
og umhverfi þess allt frá einka-
væðingu bankanna 2002 í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis um
bankahrunið, sem kom út fyrir
þremur vikum.
Eftir einkavæðingu gömlu ríkis-
bankanna sem stjórnvöldum voru
þóknanlegir tók við að því er virð-
ist óheftur vöxtur þeirra langt
út fyrir landsteina með nýja og
áhættusækna stjórnendur við
stýrið. Eftir einkavæðinguna
tuttugufölduðust bankarnir að
stærð á sjö árum og urðu eigend-
ur þeirra stærstu skuldararnir.
Stjórnvöld stóðu hjá og gerðu
lítið til að sporna við þróuninni
og verja þjóðina gegn hugsanleg-
um skakkaföllum. Þvert á móti
var æ fleiri dyrum hrundið upp
og hindrunum velt úr vegi til að
auðvelda bönkunum að tútna út,
svo sem með lækkun bindiskyldu
bankanna auk þess sem látið var
hjá líða að nýta heimildir í EES-
samningum til að sníða þeim
þrengri stakk. Þeir sem töldu
sig sjá hvert stefndi og létu í sér
heyra voru jafnharðan kveðnir
niður sem kverúlantar, gleðispill-
ar í góðri veislu. Þetta átti jafnt
við Vilhjálm Bjarnason, fram-
kvæmdastjóra Samtaka fjárfesta,
sem erlendra greinenda á borð við
Lars Christensen, forstöðumann
greiningardeildar Danske Bank
árið 2006.
Í skýrslunni kemur fram að
einmitt þá hefði átt að grípa til
aðgerða. Það hefði getað komið
í veg fyrir fall bankanna. „Inn-
grip síðar hefði þó getað minnk-
að skaðann af bankahruninu,“
segir þar. Greinar um veikleika
íslenska fjármálageirans höfðu
hins vegar lokað dyrum bankanna
víða og urðu þeir að leita sér ann-
arra leiða til að fjármagna sig.
Í kjölfarið hófu bankarnir
sókn á nýja markaði með innláns-
reikningum á meginlandi Evrópu.
Varnaðarorð eftirlitsaðila í Bret-
landi og Hollandi gegn Icesave-
reikningum Landsbankans voru
látin sem vind um eyru þjóta.
Ekkert er dregið undan í
skýrslu rannsóknarnefndarinn-
ar. Stjórnmálamenn og þeir sem
eitt sinn töldust til auðkýfinga fá
sinn skerf, stjórnendur bankanna
fá skell, bankastjórar Seðlabank-
ans eru þar sakaðir um vanrækslu
og eftirlitsaðilar, jafnt veikburða
Fjármálaeftirlit sem endurskoð-
endur bankanna, fá þunga dóma.
SKÝRSLAN ER LÆKNINGATÆKI
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra sagði við útkomu skýrsl-
unnar þungan áfellisdóm yfir
stjórnkerfinu, stjórnmálum og
öllum þeim sem í henni er fjall-
að. Hún benti á að í kjölfar einka-
væðingar bankanna hafi ítrekuð
hagstjórnarleg mistök átt sér stað.
Bankarnir hafi fengið að vaxa
óáreittir á sama tíma og kynt
hafi verið undir þenslu, eigna-
bólu og ójafnvægi í efnahagslíf-
inu. Við þetta hafi fótunum verið
kippt undan fjármálastöðugleik-
anum, atvinnulífinu og heimilum
landsins.
Skýrslan boði kaflaskil. Hrun
bankanna hafi kallað á grundvall-
arendurskoðun margs í samfélag-
inu. Því megi líta á skýrsluna sem
verkfæri til úrbóta. Glórulaus
áhætta með þjóðarbúið að veði í
samfélagstilraun verði ekki tekin
á ný, að sögn Jóhönnu. „Við skul-
um gera það heilt sem brotið er,
hreinsa það sem sýkt er og nýta
skýrsluna sem lækningatæki í
samfélaginu,“ bætti forsætisráð-
herra við að lokum.
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN LÍFGUÐ VIÐ
Háskóli Íslands stóð fyrir funda-
röð alla daga síðustu viku um þann
lærdóm sem draga má af rann-
sóknarskýrslu Alþingis. Þórólfur
Matthíasson, prófessor í hagfræði
við Háskólann, tók undir með Jó-
hönnu að hagstjórnarleg mistök
hefðu átt sér stað allt frá einka-
væðingu bankanna sem leiddi til
falls þeirra og efnahagslífsins.
Máli sínu til stuðnings benti hann
á byggingu Kárahnjúkavirkjun-
ar, skattalækkanir ríkisstjórnar-
innar og hækkun á lánshlutfalli
Íbúðalánasjóðs þegar síst skyldi.
Það hafi leitt til háþrýstings í hag-
kerfinu. Við það bættust aðgerð-
ir stjórnvalda, sem rímuðu illa
við þau ráð sem Seðlabankinn
greip til og hleypa átti loftinu úr
hagkerfinu.
Þórólfur benti á að í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis
hefðu ekki verið birtar ráðlegg-
ingar um næstu skref. Þau átti
hann sjálfur: „Eitt það helsta sem
við höfum lært af bankahruninu
er nauðsyn einnar stofnunar sem
metur áhrif hins opinbera á hag-
kerfið. Það réttlætir endurstofn-
un Þjóðhagsstofnunar,“ sagði
hann og minntist stofnunarinnar
sem gert hafði þjóðhagsspár óháð
stjórnvöldum hvers tíma. Undir
þetta sjónarmið tók breski hag-
fræðingurinn Robert Wade í grein
í Fréttablaðinu á mánudag.
Þjóðhagsstofnun, sem var sett
á laggirnar árið 1974 og heyrði
undir forsætisráðherra, veitti
ríkisstjórn og Alþingi ráðgjöf í
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Forsætisráðherra les í einu af níu bindum rannsóknar-
skýrslu Alþingis. MARKAÐURINN/GVA
Stjórnvöld, stjórnendur gömlu bankanna, endur-
skoðendur og eftirlitsaðilar fá lélega einkunn í
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um banka-
hrunið. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson leitaði svara
við því hvaða lærdóm viðskiptalífið geti dregið af
skýrslunni.
Hvað getur viðskiptalífið lært af
rannsóknarskýrslu Alþingis?
„Íslendingar þurfa
að temja sér agaðri
vinnubrögð. Góðar
ákvarðanir þurfa að
vera byggðar á rökum
og gögnum en ekki
tilfinningum,“ segir
Guðrún Johnsen, lekt-
or í viðskiptadeild Há-
skólans í Reykjavík.
Guðrún bendir á að
skýrsluhöfundar hafi
viðhaft ströng aka-
demísk vinnubrögð
og ekki haldið neinu
fram sem þeir hafi
ekki getað stutt með gögnum
og rökum. Slík vinnubrögð þurfi
að innleiða bæði í stjórnsýsluna
og atvinnulífið. „Í skýrslunni
er ekki stokkið til og tilfinn-
ingasemi látin ráða för
við greiningu efnisins.
Það er ekki bjóðandi
að stjórnendur fyrir-
tækja hagi sér með
öðrum hætti,“ segir
hún og vitnar í hluta
skýrslunnar þar sem
því er lýst hvernig
einn bankastjóranna
hafi stýrt bankanum í
gegnum farsíma sinn.
Guðrún segir að
meint innsæi og brjóst-
vitið eitt hafi í sumum
ti lvikum ráðið för
fyrir hrun. „Þeir sem geta beitt
innsæi þurfa að búa yfir mikilli
reynslu og mjög mikilli grein-
ingarhæfni. Það kemur ekki á
einni nóttu,“ segir hún.
Mikilvægt að temja
sér betri vinnubrögð
GUÐRÚN JOHNSEN
Akademísk vinnubrögð
þarf að innleiða í atvinnu-
lífið, að sögn lektors við
HR.
20 mismunandi bækur
sem dæma þarf af
kápunni.
UMHVERFISVOTTUÐ
PRENTSMIÐJA
50 kassar utan um
augnakonfekt.
5.000 umslög af
heppilegri stærð.
2.000 bæklingar
með afar djúpum
pælingum.