Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 40
MARKAÐURINN 5. MAÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR10 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Hér mætti segja að kominn væri forstjórabíll handa forstjóranum sem hefur gaman af því að keyra. Bíllinn hefur allt til að bera sem prýða þarf ökutæki sem hvaða for- stjóri sem er gæti verið stoltur af því að ferðast um á. Að auki er ríf- andi kraftur í bílnum og hann ótrú- lega lipur miðað við hvað hann er stór og þungur. Stærð og þyngd gerir svo náttúrlega líka að verk- um að hann er stöðugur eins og klettur, jafnvel þó svo ekið sé á miklum hraða. Ljóst má vera að Volvo-inn (sem fullu nafni heitir Volvo S80 SE Turbo og er af árgerð 2006) er mikið tryllitæki og krafturinn yf- irdrifinn, 200 hestafla vél, 2,5 lítr- ar að stærð. Bíll sem þessi nýtur sín vel á hraðbrautum meginlands Evrópu og mætti segja að hann sé í kjörumhverfi sínu upp úr 120 kíló- metra hraða. En það myndi undir- ritaður náttúrlega ekki geta vitnað um, enda 90 kílómetra hámarks- hraði á Hellisheiðinni. Þungur bíll með stóra bensínvél er vitanlega ávísun á töluverða eldsneytisnotkun, en þar ræður líka aksturslagið nokkru. Þótt bíll- inn sé sjálfskiptur er líka hægt að smella „gírstönginni“ til hægri og skipta sjálfur um gír með því að hnika henni ýmist fram eða aftur. „Geartronic“ skipting Volvo gerir því að verkum að hægt er að mót- orbremsa, eða, eins og undirrit- aður prófaði, að láta bílinn renna niður Kambana í sjötta og fimmta gír og horfa á bensíneyðsluna detta um stund niður í núll lítra á hundraðið. Í prufuakstrinum var bensín- eyðslan 10,8 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri, en líklegt má telja að bíllinn eyði á milli 14 og 15 lítrum á hundraðið innanbæjar, allt eftir því hvað ökumaðurinn er þungur á inngjöfinni. Aksturstölva bílsins er líka næm á aksturslag ökumannsins og lagar bíllinn sig fljótt og vel að honum. Þeir sem eru mjúkir á inngjöfinni fá virðulega upptöku í stórum bíl, en aðeins ákveðnari meðhöndlun kallar fljótt fram villidýrið sem undir húddinu býr. Stjórntæki ökumanns eru þægi- leg og má þar sem dæmi nefna skriðstillinguna (e. cruise control) sem er í stýrishjólinu. Hún er eink- ar meðfærileg. Þá er hægt að stilla hraða bílsins nákvæmlega með hnöppunum, hægja á og gefa í, svona ef einhver skyldi kjósa að aka á nákvæmlega 96 kílómetra hraða. Bíllinn er rúmgóður og innrétt- ingin smekkleg. Ljóst leður í sætum og viðarinnrétting. Rafmagn í sætum, hljómkerfið stórgott, 17 tommu álfelgur og hvaðeina. Þá spillir ekki fyrir hvernig spegl- arnir leggjast upp að hliðum bílsins þegar honum er læst, hvernig bíll- inn „man“ hvernig síðasti ökumað- ur vill hafa sæti og spegla stillta, fyrirstöðuskynjari í afturstuðara, og margvíslegur annar búnaður ökumanni til hægindaauka. Bíllinn er náttúrlega ekki alveg nýr en er fyrir mestanpart eins og nýr. Hann getur verið hvort heldur sem er virðulegur eða villtur og hann sker sig úr á götu fyrir glæsileika sakir. Það er mat undirritaðs að hvaða forstjóri sem er gæti verið stoltur af því að aka á þessum bíl og blundi í honum lít- ill akstursíþróttamaður þá kemur hann til með að hafa gaman af því líka. YFIR HEIÐINA MEÐ ÓLA KRISTJÁNI Fyrir fólk sem ann akstri Vovo S80 SE Turbo, árgerð 2006 Ásett verð: 4.590.000 krónur Ekinn: 33.160 km Lengd: 485,1 cm Breidd: 189,3 cm Litur: Svartur Sætafjöldi: 5 Þyngd: 1.553 kg Burðargeta: 607 kg Slagrými: 2.521 cm3 Afl: 147,0 kW Eldsneyti: Bensín H E L S T U S T A Ð R E Y N D I R VOLVO S80 SE TURBO Kraftmikill kaggi sem eftir er tekið. Í það minnsta er prufuöku- maður bílsins ekki frá því að augu „unglingspilta á öllum aldri“ hafi stundum fylgt honum eftir þar sem hann átti leið um. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Óli Kristján Ármannsson blaðamaður tekur til kostanna notaða bíla og metur hvort þeir fái staðið undir því að kallast forstjórabílar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur sýnt fram á að það er bæði tæknilega mögulegt og fjárhagslega hagkvæmt að nýta kísilryk sem fellur til við fram- leiðslu járnblendiverksmiðjunn- ar á Grundartanga til að fram- leiða háhitaeinangrun. Notagild- ið er mikið og er einangrunin til dæmis nýtt í kerfóðringar og hafa íslensk álver sýnt vinnunni áhuga. Stofnað hefur verið sprota- fyrirtækið Háhiti um framleiðslu þessarar háhitaeinangrunar og stefnt er að því að setja upp verk- smiðju á Akranesi innan skamms. Slík verksmiðja gæti skapað tíu til tólf störf í upphafi. Guðbjörg Óskarsdóttir, verk- efnisstjóri hjá Nýsköpunarmið- stöð, segir að hugmyndin hafi vaknað haustið 2008, eða í miðju hruninu. Þá hafi verið í anda tím- ans að dusta rykið af gömlum hugmyndum. Ein slík var að nýta þetta innlenda hráefni sem fellur til í töluverðu magni við fram- leiðslu járnblendis hjá Elkem á Grundartanga. Guðbjörg útskýrir að einangr- unin sem um ræðir sé ekki að- eins mjög hitaþolin heldur sé hún sterkari en sú sem til þessa hefur verið nýtt í álverum hér. „Marg- vísleg notkun kemur til greina og sérstaklega í samhengi við nálægð framleiðslunnar við há- hitanotkun bæði í iðnaði og orku- framleiðslu hérlendis. Tækifærin eru fjölmörg,“ segir Guðbjörg. - shá FYRIRTÆKIÐ FRÁ GRUNDARTANGA Kísilryk (SiO2) er selt sem íblöndunarefni í sement. Framleiðsla er yfir 20 þúsund tonn á ári. Lengi var það urðað í malarnámum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Snjöll nýting innlends hráefnis í áliðnaði Íslenskir sóldýrkendur eiga þess- um mönnum mikið að þakka, þeim Guðna Þórðarsyni í Sunnu og Ingólfi Guðbrandssyni í Útsýn, frumkvöðlum í sólarlandaferð- um hér á landi. Það var kalsalegt um að litast þegar þessi mynd var tekin af „kóngunum í ferðaskrif- stofubransanum“ á Austurvelli veturinn 1969 – og kannski ekki nema von að þeir félagarnir leit- uðu út í sólina. Utanlandsferðir voru ekki algengar í þá daga en nú er öldin önnur. Rúmlega 400 þúsund Íslendingar fara nú um Leifsstöð á ári hverju. Sólkonungar að vetri LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/ JÓN BIRGIR PÉTURSSON Þrátt fyrir miklar fréttir af iPad- spjaldtölvunni er hún langt í frá sú eina í heimi. Microsoft kynnti frumgerð fyrstu tölvunnar árið 2001 og hafa þær verið til í ýmsu formi um nokkurra ára skeið þótt lítið hafi farið fyrir vinsæld- um þeirra. Öðru máli gegnir nú enda búast tæknispekúlantar úti í hinum stóra heimi við að iPad- spjaldtölvan muni valda byltingu í tölvunotkun. Hér eru nokkrar tölvur sem sumir telja geta veitt Apple harða samkeppni á nokkuð heitum markaði: HANVON TOUCHPAD Kínverska tæknifyrirtækið Han- von, sem er umsvifamikið á lestölvumarkaðinum, setti nýverið á markað spjaldtölvu undir nafn- inu Hanvon B10 Touchpad. Tölvan er með rúman 25 cm (horn í horn) stóran snertiskjá og vegur tæpt kíló. Tölvan keyrir á stýrikerfinu Windows 7, er með 250 GB harð- an disk, Wi-Fi, SD-minniskortar- auf, sjónvarpstengi og 1,3 MP vef- myndavél. HEWLETT-PACKARD SLATE Bandaríski tæknirisinn HP gaf það út fyrir nokkru að hann hygð- ist gera sig stóran á spjaldtölvu- markaðinum. Tölvan er væntanleg á markað í haust. Gert er ráð fyrir að hún keyri Windows 7 og eru tækniskríbentar erlendra tíma- rita á því að hún geti veitt iPad- inum harða samkeppni. Þeir telja þó ólíklegt að hún muni keppa við iPad-tölvuna þar sem Apple-fólk kaupir almennt ekki vörur ann- arra. Þegar hefur verið gefið út að Slate-spjaldtölvan muni styðja við Flash-tækni, með minniskorta- rauf, USB-tengi og VGA-mynda- vél að framan og 3 MP-myndavél að aftan. Skjárinn er ívið minni en í öðrum spjaldtölvum, eða rétt rúmir 20 cm horn í horn. Reikn- að er með því að rafhlaðan dugi í fimm klukkustundir. ICD GEMINI Gemini-tölvan frá bandaríska tæknifyrirtækinu ICD hefur fengið nokkra athygli í netmiðl- um upp á síðkastið. Búist er við að hún komi á markað í ágúst og segja þeir sem hafa fengið for- skot á sæluna að tölvan geti velgt Apple undir uggum. Hún keyrir á Android-stýrikerfinu frá Google, styður við Flash-tæknina og þykir skila sínu jafnt í vídeóglápi sem netrápi. Framan á tölvunni verð- ur 2,0 MP myndavél en 5,0 MP að aftan. Skjárinn er um 28 cm horn í horn. NÝTT OG VÆNTANLEGT Spjald- og töflutölvur sem komn- ar eru á markað: Töflutölvurnar eru sumar hverjar með snertiskjá en áfast lyklaborð og geta því nýst betur en tölva með innbyggðu og óþægilegu lyklaborði: Asus Eee Pad, Lenovo IdeaPad S10-3t, Fusion Garage JooJoo, Archos 9 PCtablet, Camangi WebStation. Nokkrar væntanlegar: Dell Mini 5, Microsoft Courier, Notion Ink Adam, ExoPC Slate, Axiotron Modbook Pro, MSI Tegra 2 Tab- let, Freescale Smartbook Tablet. Þá hefur netrisinn Google greint frá því að tölva frá fyrirtækinu sé væntanleg á markað. - jab Tölvuframleiðendur komnir í gírinnÚ R F O R T Í Ð I N N I varmadaela.is • S: 823-9448 FRÁBÆRT fyrir sumarbústaðinn Sparið ca70% af rafhitunarkostnaði með varmadælu Panasonic fyrir 70m2 Verð frá 228.000,- kr. m/vsk Panasonic fyrir 115m2 Verð frá 327.000,- kr. m/vsk Kortalán valitor 5 ára ábyrgð á kælipressu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.