Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag 5. maí 2010 — 104. tölublað — 10. árgangur „Ég dvaldi í litlum há kóheiti H Skar út grasker og gekk í hús með fjölskyldunni UPPLÝSINGAR O Sögurnar... tölurnar... fólkið... 10 6 8-9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 Miðvikudagur 5. maí 2009 – 5. tölublað – 6. árgangur Gnúpur í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis Fjárfestingarfélagið Gnúpur var fyrsta fjármálafyrirtækið sem fór á hliðina í kreppunni. Bankarnir héldu félaginu á lífi. Slökkt verður á öndunarvélinni fljólega og félagið gert upp. Evran í lægð Gengi evrunnar hefur ekki mælst lægra gagnvart bandaríkjadal í meira en ár. Erfiðri skuldastöðu Grikklands og fleiri evruríkja er þar helst kennt um. Björgunarpakki handa Grikklandi, sem samþykktur var um helgina, íþyngir evrunni. Í gær var gengi hennar gagnvart dollar komið í 1,3 en var rúmlega 1,5 í nóvember. H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins (ESB) á að skoða stofn- un nýs matsfyrirtækis sem mun meta lánshæfi ríkja og fyrir- tækja innan ESB. Þetta segir Mi- chel Barnier, sem fer með mál- efni innri markaða sambandsins. Hann fundaði með efnahags- og viðskiptanefnd ESB í gær og sagði Fitch, Moody‘s og Standard & Poor‘s hafa gert Grikkjum erfitt fyrir, að sögn Financial Times Pláss fyrir fjórða matið Rannsóknarskýrsla Alþingis: Hvað getur viðskiptalífið lært af skýrslunni? Yfir Heiðina með Óla Kristjáni: Á tvö hundruð hestafla tryllitæki Joseph Stiglitz: Ekki tími fyrir viðskiptastríð 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Markaðurinn Allt Poulsen MIÐVIKUDAGUR skoðun 12 HJÚSKAPARLÖG Ekkert er því til fyrirstöðu að prestum þjóðkirkj- unnar verði heimilað að gefa saman samkynhneigð pör í hjóna- band, að mati 82 presta, djákna og guðfræðinga sem skrifa undir grein um ein hjúskaparlög í blaðinu í dag. Greinarhöfundar segja að það sé hlutverk biskups og kenningar- nefndar að taka afstöðu til frum- varpsins um ein hjúskaparlög á Íslandi. Þeir minna á að sænska kirkjan hafi þegar samþykkt hjónaband samkynhneigðra. „Við teljum mikilvægt að þjóð- kirkjan fylgi því fordæmi, hafi áfram vígsluvald og stuðli þannig að áframhaldandi samfylgd kirkju og þjóðar í hjúskaparmálum.“ - bs / sjá síðu 13 82 prestar og guðfræðingar: Samkynhneigð pör fái að giftast Hollur og hagkvæmur samgöngumáti Átaksverkefninu Hjólað í vinnuna hrundið af stað. tímamót 14 FÓLK Osama bin Laden býr við góðan húsakost í Íran og er verndaður af írönskum stjórn- völdum. Hann er mikill áhugamaður um fálka en fálkasala er ein helsta tekju- lind Al Kaída- samtakanna. Þetta fullyrð- ir Alan Parrot, aðalsöguhetj- an í íslensku heimildarmyndinni Feathered Cocaine eftir þá Þorkel Harð- arson og Örn Marinó Arnarson. Fréttastöðin Fox News fjallaði ítarlega um heimildarmyndina á vefsíðu sinni en meðal þeirra sem staðfesta sögu Parrots er fyrrum leyniþjónustumaðurinn Robert Baer sem persóna George Cloon- ey í kvikmyndinni Syriana var byggð á. - fgg / sjá síðu 18 Íslensk heimildarmynd: Osama í góðu yfirlæti í Íran Yfi r í Kastljósið Útvarpskonan Margrét Erla Maack tekur við af Ragnhildi Stein- unni Jónsdóttur í Kastljósinu. fólk 26 TRYGGINGAMÁL „Það er aldrei við- unandi að fólk misnoti velferð- arkerfið og sérstaklega ekki á tímum sem þessum,“ segir Sig- ríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, þar sem herör var skorin upp gegn bótasvindli. Að sögn Sigríðar hefur fjöldi bótasvikamála þrefaldast frá því að Tryggingastofnun tók fyrir um ári upp stóraukið eftirlit með sam- keyrslu gagna innan stofnunarinn- ar og athugunum starfsmanna. Sigríður nefnir sem sérstaklega svæsið dæmi um bótasvindl tvær fimm barna fjölskyldur þar sem fjölskyldufeðurnir hafi skráð sig til málamynda utan heimilisins. Það hafi þeir gert til að fá aukinn barnalífeyri og meðlagsgreiðsl- ur sem þeir sjálfir hafi síðan ekki endurgreitt eins og þeim bæri að gera. „Okkar eftirlitsfólk fann aðra fjölskylduna inni á Facebook. Það er kona sem á fjögur börn með manninum og eitt með öðrum. Hún segir að maðurinn búi ekki hjá þeim en hann hjálpi þeim af og til. En svo fannst Facebook-síða þess- arar konu þar sem hún var með „litla krílið“ eins og hún sagði í „mömmu og pabba rúmi“ og mynd af henni með barnið og sveran trú- lofunarhring. Þá var hún spurð um þennan trúlofunarhring og þetta „rúm mömmu og pabba“. Við göng- um svona langt,“ lýsir Sigríður. Þessi fjölskylda fékk að sögn Sigríðar yfir 700 þúsund krónur á mánuði í bætur. Verulegan hluta þess hafi þau ekki átt rétt á að fá. „Þetta er algerlega óviðunandi. Við hundeltum þetta fólk og látum það ekki í friði,“ segir forstjóri TR sem kveður eftirlitsstarfinu fjöt- ur um fót að mega ekki samkeyra gögn með gögnum annarra stofn- ana. „Við eigum í ákveðnum erfið- leikum en það er verið að vinna að lausn þeirra með félags- og trygg- ingamálaráðuneytinu og það er skilningur á þessu þar.“ - gar Bótasvikarar gripnir í bólinu á Facebook Fjöldi bótasvikamála þrefaldaðist eftir að Tryggingastofnun skar upp herör gegn svindli fyrir ári. Svæsnasta dæmið er foreldrar fimm barna sem fengu yfir sjö hundruð þúsund krónur á mánuði þar til þeir afhjúpuðu sig á Facebook. HLÝTT Í VEÐRI Í morgunsárið má búast við lítils háttar vætu V- og NV-til en það léttir heldur til er líður á daginn. Horfur eru á hæg- um SV- eða breytilegum áttum og hlýjast verður suðaustantil. veður 4 12 9 12 8 16 STJÓRNSÝSLA Allt bendir til að til- laga um að Má Guðmundssyni seðlabankastjóra verði bætt upp kjararýrnun í kjölfar ákvörðunar kjararáðs verði dregin til baka. „Ég geri ráð fyrir því. Ríkis- stjórnin virðist mjög ákveðin í þessu máli,“ segir Lára V. Júlíus- dóttir, formaður bankaráðs Seðla- bankans. Tillagan, sem var borin upp á fimmtudag, féll í grýttan jarðveg í samfélaginu. „Hlutirnir skerpast undir svona kringumstæðum. Uppi var ákveð- in staða og ég taldi að mér bæri að fylgja tilteknum fyrirheitum sem voru gefin en svo hefur það breyst,“ segir Lára. - bþs Tillaga um kjarabætur seðlabankastjórans verður líklega dregin til baka: Ólíklegt að laun Más hækki OSAMA BIN LADEN DULARFULLA KATTAHVARFIÐ Fjórir kettir hurfu sporlaust á einni viku af heimili Kristínar Jónasdóttur og Frímanns Lúðvíkssonar Buch í Mosfellsbæ. Köttur hvarf á sama tíma frá nágrannakonu þeirra. Frímann telur vísast að ókunnur dýraníðingur hafi unnið köttunum mein og óttast um þá þrjá ketti sem eftir eru á heimili hans. Sjá síðu 4 FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N Haukar komnir í forystu Haukar tóku í gær 2-1 forystu í einvíginu gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. íþróttir 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.