Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2010 19 Leikarinn Russell Crowe segist hafa kvænst konu sinni vegna þess að hún drykki ótæpilega líkt og hann. Eftir að hafa fengið eigin stjörnu við Hollywood Walk of Fame bað hann framleiðslu- fyrirtæki sitt um að halda veislu sér til heiðurs. „Yfirleitt halda þau hádegisverð að athöfninni lokinni, en ég vildi frekar halda gott teiti. Framleiðslufyrirtækið lét það eftir mér og ég og eigin- kona mín sátum til sjö um morg- uninn og drukkum vodka. Þess vegna giftist ég stúlkunni. Þetta var fjör.“ Vel kvæntur Russell VEL KVÆNTUR Russell Crowe er ham- ingjusamlega kvæntur. Leikarinn David Boreanaz, sem fer með hlutverk í sjónvarps- þáttunum Bones, hefur komið fram og viðurkennt að hafa hald- ið framhjá eiginkonu sinni til níu ára. „Hjónaband okkar hefur litast af svikum mínum. Ég vil koma hreint fram. Ég var óábyrgur,“ sagði leik- arinn, en orðrómur um meint samband hans og Rachel Utichel, fyrstu hjákonu Tigers Woods, kom fram í haust í fyrra. „Ég átti vingott við konu sem ég vil ekki nefna á nafn. Hún bað um pening og mér leið sem verið væri að kúga mig og fannst því best að koma hreint út.“ Ýmsir vilja meina að ástkon- an sem um ræðir sé einmitt Utichel. Hélt framhjá KEMUR HREINT FRAM David Boreanaz, sem fer með hlutverk í Bones, hélt framhjá eiginkonu sinni til níu ára. NORDICPHOTOS/GETTY Söngkonan Þórunn Antonía Magnús- dóttir er annar skipuleggjenda stelpuspurningakeppni sem haldin er á Óliver fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Þriðja keppnin fer fram í kvöld og hefst klukkan 21.00. „Ég og Hildur Sif, vinkona mín, erum að sjá um þessi kvöld. Okkur fannst oft spurningarnar í öðrum spurningakeppnum oft vera hálf leiðinlegar og of erfiðar fyrir fólk sem komið var í glas. Okkur datt því í hug að halda sérstakt stelpu- quiz þar sem við spyrjum um allt sem viðkemur lágmenningu, slúðri og fræga fólkinu,“ útskýrir Þórunn Antonía og tekur fram að karlmenn séu þó einnig velkomnir. Fjórar stúlkur þurfa að skipa hvert lið og að sögn Þórunnar Ant- oníu skapast oft mikill keppnisandi í liðunum. Flestar haga stúlkurnar sér þó vel og enn hefur ekki komið til illinda. „Það eru oft einhverjar tapsárar með, en þær verða bara að bíta í það súra epli. Við reynum að standa fagmannlega að þessu en keppnin verður oft mjög hörð og einu sinni vorum við beðnar um endurtalningu.“ - sm Hörð samkeppni milli stúlkna STELPUKVÖLD Söngkonan Þórunn Antonía Magn- úsdóttir er annar skipuleggjenda sérstakrar stelpuspurningakeppni. Andie MacDowell segist ekki vilja hætta að leika þrátt fyrir að vera komin á miðjan aldur. „Ég fæ kannski ekki lengur aðalhlut- verkin þar sem svo margar kvik- myndir fjalla um ungt fólk, en ég neita að hætta að leika á meðan ég hef gaman af því.“ MacDowell er orðin 52 ára gömul og segist sátt í eigin skinni. „Þegar ég starfaði sem fyrir sæta í nokkur ár átti ég orðið erfitt með að halda mér mjög grannri. Þegar umboðsmaður minn skipaði mér að grenna mig sagði ég honum að fólk yrði bara að taka mér eins og ég væri. Stuttu síðar gerði ég samning við Calvin Klein og fékk hlutverk í kvikmynd.“ Sátt við lífið SÁTT Andie MacDowell segist ætla að leika svo lengi sem hún hafi gaman af. NORDICPHOTOS/GETTY FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.