Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 27
poulsen ● fréttablaðið ●MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2010 3 Fyrirtækið Poulsen á langa og viðburðaríka sögu að baki eins og sést vel af meðfylgjandi ljósmyndum sem blaðamaður fékk aðgang að. Saga Poulsen hefst árið 1910 þegar danski járnsteypumeistarinn Valdimar Poulsen stofnaði fyrir- tæki við Hverfisgötu. Hann byggði svo húsnæði undir fyrirtækið við Klapparstíg 29 árið 1926. Þar fór starfsemi Poulsen fram á þremur hæðum og risi næstu árin og er óhætt að segja að hún hafi staðið í blóma. Kaupmaðurinnn Ingvar Kjart- ansson tók við rekstri Poulsen árið 1946, nokkrum árum eftir andlát Valdimars og hélt um taumana frá árinu 1963 og til dauðadags árið 1990. Á öllum þessum tíma byggð- ist upp hið mikla og trausta orð- spor sem átti eftir að leggja grunn- inn að þeirri löngu vegferð sem Poulsen ehf. státar af í dag. Ingvar var jafnframt mikill framkvæmdamaður og stóð til dæmis að byggingu stórhýsis að Suðurlandsbraut 10. Þar fór starf- semi fyrirtækisins fram allar götur fram til ársins 2001. Frá árinu 2001 hefur Poulsen ehf. verið í eigu hluta af fjölskyldu Matthíasar Helgasonar og Elínar Ragnarsdóttur. Eftir eigendaskipt- in fluttist reksturinn í núverandi húsnæði að Skeifunni 2 í Reykja- vík en gólflötur þess er um 4.000 fermetrar. 8. M aí American Grafitti dagur hjá Pouls en Skeifan 2 Sími: 530 5900 www.poulsen.is Bón tilb oð 3.990,- Ef verslaðar eru bónvörur fyrir 10.000,- eða meira þá fylgir MP4 Spilari með. Ath takmarkað magn. Félagar úr Fornbílaklúbbi Íslands sýna stórglæsilega bíla. Ýrr verður á staðnum og mun hún sýna airbrush á stuttermabolum sem verða svo til sölu. Ameri an raf ti dvd diskurinn verður til sölu. Popp, gos, kaf og með því. frá kl . 10:0 0 til k l. 14: 00 ● VISSIR ÞÚ … ● Að Poulsen sér bílamálurum fyrir DuPont-efni og DuPont- tækniþjónustu. ● Að DuPont var fyrst til að framleiða sérstakt bílalakk til sprautunar. Duco-lakkið frá DuPont, sem kom á markaðinn í Bandaríkjunum 1923, stytti framleiðslutíma GM-bíls um rúmar þrjár vikur. ● Að áður en DuPont-lakkið kom á markaðinn voru flestir bílar svartir. Með DuPont-bílalakkinu 1923 gátu bílakaupendur valið milli fjölda lita í fyrsta sinn. Að árið 1925 þegar DuPont Duco-sellulósalakkið tók við af fernismálningu minnkaði þörf General Motors fyrir upphitaðar geymsluskemmur um 81 þúsund fermetra. ● Að þú getur sparað þér talsvert með því að kaupa bílavarahluti hjá Poulsen, til dæmis tímareimasett, kúplingar, dempara, bremsuhluti, vatnsdælur, síur, smurolíu, glussa, kælivökva, slithluti og fleira. ● Að sérhæfða smurolíu á nýjustu dísil-vélar bíla, báta og vélhjóla færðu hjá Poulsen. ● Að eitt mesta úrval landsins af kílreimum, flatreimum og alls konar iðnaðarreimum er hjá Poulsen. ● Að auk allra almennra verkfæra til tækja- og vélaviðgerða selur Poul- sen sérhæfð verkfæri og greiningartæki fyrir bílvirkja sem þjónusta nýjustu og fullkomnustu bílana á markaðnum. ● Að hjá Poulsen færðu réttu síuna fyrir heita pottinn. ● Að með því að heimsækja verslun Poul- sen í Skeifunni muntu sjá ýmsar nýjungar sem munu koma þér á óvart. Poulsen-vöru- listinn er ein þeirra. (Ath. Upplýsingar um Duco-lakkið eru úr bók fyrrum forstjóra GM, Alfred P. Sloan, JR. „My Years With General Motors“, útg. Doubleday. New York 1990.) Klapparstígur 29, sem varð aðsetur Vald. Poulsen árið 1926. MYND/PÉTUR THOMSEN Starfsmenn standa við hillur með vörum – varahlutir, verkfæri og fleira til sölu í verslun Poulsen árið 1967. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Saga Poulsen í máli og myndum Valdimar Poulsen og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.