Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 39
H A U S MARKAÐURINN Ú T T E K T 9MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2010 „Bankahrunið er dæmi um það hvað þeir lest- ir sem fylgt hafa mannkyninu alla tíð geta leitt okkur í ef við leyfum þeim að ná tökum á okkur,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um þann lærdóm sem viðskiptalífið getur dregið af rannsóknarskýrslunni. Hann segir græðgi, óhóf og hroka hafa verið ofarlega á blaði í viðskiptalífinu fyrir hrun. Vilhjálmur segir nauðsynlegt að halda í heiðri þær dyggðir sem mannkynið hafi á stundum iðkað, sérstaklega heiðarleika, hófsemi og heil- brigðan metnað. Hann telur ekki að breyta þurfi skólakerfinu til að koma í veg fyrir að viðskiptalífið fari aftur í sömu hjólförin. „Þetta snýst frekar um stöðu siðferðisboðskap- ar í samfélaginu,“ segir hann og bendir á að það skjóti skökku við að á sama tíma og kirkj- an hafi reynt að halda Íslendingum við efnið í siðferðismálum hafi hún átt undir högg að sækja síðustu ár. Mikilvægt að setja dyggðir á stall VILHJÁLMUR Á sama tíma og kirkjan hefur reynt að halda Íslendingum við efnið í siðferðismálum hefur hún átt undir högg að sækja. Það skýtur skökku við þegar mikilvægt er að halda dyggðir í heiðri, að sögn framkvæmdastjóra SA. MARKAÐURINN/GVA Viðskiptalíf og hagvísindi hafa fjarlægst rætur sínar og hafa síðustu ár verið í tak- mörkuðum tengslum við þann félagslega, sálræna og andlega veruleika sem forsend- ur þeirra og líkanagerð þarf að byggjast á, að sögn dr. Hauks Inga Jónassonar, sál- greinis og lektors í leiðtoga- og stjórnun- arfræðum við verkfræði- og náttúrufræði- svið Háskóla Íslands. Haukur bendir á að upphaflega hafi hag- fræðin verið nátengd siðfræði og helstu spurningar fræðanna tengst siðfræðileg- um spurningum um frelsi og réttindi fólks. Það hefur farið minna fyrir þessu á und- anförnum áratugum. „Oftrú meðal ann- ars á reiknigetu hefur að vissu leyti slitið menn lausa frá veruleikanum og þeim fé- lagslegu, sálrænu og andlegu viðfangsefn- um sem skipta fólk og samfélag mestu máli. Það eru takmörk fyrir því að hve miklu leyti hægt er að fella þann heim inn í útreikn- inga og það er grunnhyggin heimsmynd sem smættar allt mannlegt líf niður í ár- angur og verksækni,“ segir hann. Haukur bætir við að nytjahyggja ein dugi ekki til að útskýra þarfir nútímamannsins og að gagn- legt sé að endursmíða brýrnar á milli þess siðræna og þess hagræna. „Lykilmenn í við- skiptalífi og stjórnmálum gleymdu að hugsa um dyggðina, skylduna og um réttindi ann- arra,“ segir hann. Haukur heldur því fram að það hafi verið tilhneiging til að réttlæta slæma ákvarðanatöku með nytsemdarrök- um á kostnað virðingar fyrir raunverulegu innsæi, mikilvægi tilfinninga og þroskuð- um samskiptum í viðskiptum. Hann rifjar upp ummæli forstjóra sem situr undir al- varlegum ámælum í rannsóknarskýrslu Al- þingis, sem sagðist aftengjast öllum tilfinn- ingum þegar hann tæki ákvarðanir. „En er ekki innsæi í viðskiptum grundvallað meðal annars á tilfinningum. Þessi oftrú á til- tekna gerð greindar bendir á rof við einn mikilvægasta þátt í allri ákvarðanatöku – tilfinninguna.“ Fyrir háskólamenn er margt að læra af skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is, að mati Hauks. Í fyrsta lagi þurfi að endurbæta menntun í verk- og hagvís- indum og skyldum greinum. Þetta sé þó ekki séríslenskt vandamál. MIT-háskól- inn í Bandaríkjunum hafi til dæmis verið að endurskoða námsskrá sína. Þar á bæ sé verið að skoða hvernig hægt er að auka næmi nemenda fyrir siðferðilegri skyldu sinni sem sérfræðinga. Sams konar rýni á sér stað hjá Háskóla Íslands. „Sérfræði- þekking og fagmennska fela í sér að við beitum sérfræði okkar í þágu þess að byggja upp gott sam félag. Sérfræðiþekk- ing er því ekki einkamál eða einkaeign þess sem hefur hana heldur eitthvað sem sam- félagið gefur þér kost á að afla þér og við greiðum til baka með því að vera faglega treystandi,“ segir Haukur. Margvísleg önnur gæði skipta máli en veraldleg, að mati Hauks. Hann vitnar í Ágústínus kirkjuföður, sem sagði að auð- legð sem aðeins felst í því að eignast verald- leg gæði skapi tilfinningu fyrir óseðjandi fá- tækt. Og að þessa fátækt hafi hag- og mark- aðsfræðin gert að forsendu sinni. „Það eru góð tengsl við sitt innra líf, aðra og tilfinn- ing fyrir því að gera gagn sem skapar til- finninguna fyrir raunverulegum verðmæt- um. Stjórnendur og stjórnmálamenn skyldu því ekki aðeins horfa út á við heldur þurfa þeir líka að horfa inn á við og gaumgæfa hvað þeim gangi til. Margir þroskaðir at- hafnamenn skilja þetta vel. En sá sem er glámskyggn á sjálfan sig hvað þetta varð- ar er líklegur til að verða mistækur í at- hafnalífinu þó að honum gangi gott eitt til og þó að hann vinni samkvæmt þeim hag- og verkvísindalegu trúarkreddum sem honum hafa verið innrættar,“ segir Haukur. Tengja verður hagfræði á ný við veruleikann Byggja verður brýr á milli þess siðferðilega og hagræna. Auðlegð er meira en peningar, að sögn lektors við Háskóla Íslands. HAUKUR INGI Reikningsgetuhroki sleit fólk í við- skiptalífinu úr tengslum við veruleikann. MARKAÐURINN/STEFÁN Endurskoðendur hafa sloppið furðu vel þrátt fyrir að hafa brugðist við gerð ársreikninga banka og fjármálafyrirtækja fyrir hrun. Þetta er mat Bjarna Frímanns Karlssonar, lektors í reikningsskilum við viðskiptafræði- deild Háskóla Íslands. Bjarni hélt erindi í síðustu viku í fyrir- lestraröð Háskólans um lærdóma af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hann benti á að endurskoðendur hefðu ofmetið eignir bank- anna stórkostlega fyrir hrunið 2008 og ekki fært eignir þeirra niður að neinu ráði þrátt fyrir sterkar vísbendingar um lausafjár- vandræði. Þá hafi eigið fé bankanna verið stórkostlega ofmetið. Endurskoðendur hafi átt að gera sér grein fyrir því að bankarn- ir hafi lánað fyrir kaupum á eigin bréfum og með réttu átt að draga lánveitingarnar frá eigin fé. „Bókhaldsmeðferð var á mjög gráu svæði,“ sagði Bjarni en vildi þó ekki taka afstöðu til þess hvort endurskoðend- ur hafi brotið lög. Hann taldi þó fullvíst að óhæðið, fjöregg endurskoðenda, hafi beðið hnekki. Þótt margt orki tvímælis í alþjóð- legum reikningsskilastöðlum geti Íslending- ar ekkert við því gert. Þeir eigi ekki sæti í staðlaráðinu en geti reynt að láta rödd sína heyrast. Bjarni taldi ekki við menntun endurskoð- enda að sakast enda ekkert í náminu sem hvetji til bókhaldsbrellna. „Þvert á móti er alltaf púðri eytt í siðfræði og tekin dæmi af fyrirtækjum þar sem átt hafi verið við bók- haldið. Aldrei er talað um það með aðdáun. En það má eflaust gera betur. Ég er ekki frá því að efla þurfi siðfræðiþáttinn í nám- inu,“ sagði Bjarni og benti á að samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar komi fram að tvö endurskoðendafyrirtæki hafi séð um endur- skoðun þeirra sex fjármálafyrirtækja sem rannsökuð voru. Því styðji hann hugmyndir þess efnis að sami endurskoðandi skoði ekki reikninga fyrirtækja nema í þrjú ár í senn. „Mér finnst það mjög skynsamlegt. Þegar menn hafa í sjö ár endurskoðað sama fyrir- tækið geta þeir orðið húsblindir. Menn hætta að sjá hlutina.“ Endurskoðendur geta orðið blindir á bækurnar Hyggilegast er að endurskoðendur fari ekki yfir reikninga fyrir- tækja nema í þrjú ár í senn, að mati lektors í reikningsskilum. DEILT UM ENDURSKOÐUN Ekki er horft upp til bók- haldsbrellna í námi í reikningsskilum, að sögn Bjarna Frímanns Karlssonar, lektors við viðskiptafræðideild HÍ. MARKAÐURINN/STEFÁN efnahagsmálum. Á meðal annarra verkefna hennar var að semja þjóðhagsspár. Hún var gagnrýnd harkalega á níunda áratug síðustu aldar og mun hafa komið til tals að leggja hana niður í stuttri forsæt- isráðherratíð Þorsteins Pálssonar á árunum 1987 til 1988. Á endan- um var hún lögð niður í stjórnar- tíð Davíðs Oddssonar árið 2002, skömmu áður en Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru einka- væddir. RÓTTÆKAR BREYTINGAR FRAM UNDAN Talsverðar breytingar eru fyrir- hugaðar á íslensku fjármálalífi á næstunni, miðað við þau stjórn- arfrumvörp sem Gylfi Magnús- son, efnahags- og viðskiptaráð- herra, hefur lagt fyrir Alþingi eftir hrun. Þar á meðal eru breyt- ingar á lögum um fjármálafyrir- tæki þar sem tekið verður á kross- eignarhaldi, starfslokasamning- um, lánveitingum til tengdra aðila, lánum með veði í hluta- bréfum og réttindi smærri hlut- hafa styrkt í sessi. Þá verður eft- irlit styrkt, bæði innan bankanna og hjá eftirlitstofnunum. Gylfi sagði fyrir skömmu á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga um framtíð ís- lenska fjármálamarkaðarins að bankakerfið hér yrði smátt í snið- um um árabil. Þess yrði langt að bíða þar til bankarnir spryngju út með sama hætti og fyrir hrun, ef þeir gerðu það nokkurn tíma. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is 500 bæklingar með nýju sniði. 100 ferskir matseðlar sem ilma af framandi réttum. 40.000 öskjur utan um verðmætar afurðir fyrir markaði erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.