Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 14
14 5. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Helgi Ástbjartur Þorvarðarson pípulagningameistari, Frostafold 121, lést 28. apríl. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 7. maí kl. 13.00. Kristjana Hjartardóttir Friðsemd Helgadóttir Kristinn Sigurðsson Þorvarður Helgason Lilja Guðmundsdóttir Hrönn Helgadóttir Kristján Þór Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Guðbjörnsson framreiðslumeistari Miðvangi 41, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði sunnudaginn 2. maí. Verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. maí kl. 15.00. Guðbjörn Steinþór Ólafsson Anna Elísabet Ólafsdóttir Kristján Sigurmundsson Ólafur Rúnar Ólafsson Oddný Kristinsdóttir Helgi Þór Ólafsson Ingibjörg Jóhannesdóttir Jóhann Valgarð Ólafsson Einar Örn Kristinsson Áslaug Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, Jóhanna Hrönn Ármannsdóttir varð bráðkvödd á heimili sínu í Kaupmannahöfn fimmtudaginn 8. apríl. Útför hennar fór fram frá Fossvogskapellu í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þakka samúð og velvilja sem ég hef notið við fráfall móður minnar. Holger Sigmar Heltoft. Hvatningar- og átaksverkefnið Hjólað í vinnuna hefst í dag og stendur til 25. maí en þetta er í áttunda skipti sem því er hrundið af stað. Steinunn Sig- urðardóttir, sérhæfður aðstoðarmað- ur hjá Endurhæfingu, hefur tekið þátt frá upphafi. „Við vorum nokkur hjá Endurhæfingu sem hjóluðum í vinn- una þegar átakið fór af stað á sínum tíma og fannst tilvalið að vera með. Þá voru nú ekki ýkja margir sem tóku þátt og svo fór að við lentum í þriðja sæti annað árið.“ Markmið átaksins hefur frá upphafi verið að vekja athygli fólks á hjólreið- um sem heilsusamlegum, umhverfis- vænum og hagkvæmum samgöngu- máta. Svo virðist sem því markmiði sé þegar náð en þegar verkefnið hófst árið 2003 voru þátttakendur 533 tals- ins. Í fyrra voru þeir hins vegar orðn- ir 8.041. Steinunn var þó byrjuð að hjóla í vinnuna löngu áður en átakið hófst. „Ég hjóla um fjögurra kílómetra leið á hverjum morgni eða átta kíló- metra á dag. Ég hef starfað í fimmt- án ár hjá Endurhæfingu, sem sérhæfir sig í endurhæfingu fyrir einstaklinga með fjölþættar fatlanir, en áður var ég að vinna í versluninnni Straumn- esi í Vestur bergi og þangað hjólaði ég líka.“ En hvað er það við hjólreiðarnar sem heillar? „Þetta er góð þjálfun sem kost- ar ekkert og gefur mikið frelsi. Mér er alveg sama hvernig viðrar og finnst yndislegt að fylgjast með fugla- og mannlífinu á leiðinni,“ segir Steinunn sem klæðir sig í ullar- og hlífðarföt ef veður gefur tilefni til. „Síðan get ég farið í sturtu á vinnustaðnum og eftir einn kaffibolla er ég til í slaginn.“ En ætli Steinunn leggi mikið upp úr útbúnaðinum? „Nei, hann skiptir mig litlu máli. Eiginmaðurinn, börn- in, barnabörnin og tengdabörnin gáfu mér hjól í fimmtugsafmælisgjöf. Það er því orðið þrettán ára gamalt og hefur dugað vel. Gírarnir eru hins vegar orðnir frekar leiðinlegir og líklega þyrfti ég að fara að skipta.“ Steinunn hjólar vor og sumar og langt fram á haust. Ef veður leyfir tekur hún hjólið líka fram á veturna. „Ég hef þó nokkrum sinnum dottið í hálku og nú síðast hótuðu börnin mín að læsa hjólið inni ef ég léti það ekki vera um miðjan vetur. Þá tek ég hins vegar fram mannbroddana og geng því bílinn vil ég bara nota spari. Hjólað í vinnuna verður formlega ræst klukkan 8.30 í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í dag og á Glerártorgi á Akureyri. Nánari upplýsingar um átakið er að finna á www.hjoladivinn- una.is vera@frettabladid.is ÁTAKSVERKEFNIÐ HJÓLAÐ Í VINNUNA: HRUNDIÐ AF STAÐ Í ÁTTUNDA SINN Hefur verið með frá upphafi ÚTIVERA, HREYFING OG FRELSI Steinunn starfar hjá Endurhæfingu og ætla níu starfsmenn fyrirtækisins að taka þátt í Hjólað í vinnuna í ár. Elskuleg eiginkona mín, Hrefna Guðrún Guðmundsdóttir lést á Dvalarheimilinu Víðihlíð í Grindavík, sunnudaginn 2. maí. Jarðarförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, miðvikudaginn 12. maí kl. 13.00. Guðbrandur Eiríksson, systkini hinnar látnu og aðrir vandamenn. Innilegar þakkir fyrir hlýjar kveðjur og vinarhug vegna andláts og útfarar bróður okkar, Arngríms Indriða Erlendssonar. Sérstakar þakkir til starfsfólks á sambýlinu Klettahrauni 17, hjúkrunarfólks og lækna. Sigurfljóð Erlendsdóttir Anna G. Erlendsdóttir Davíð V. Erlendsson Vignir Erlendsson Steinar R. Erlendsson Erla M. Erlendsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Lilja Hólmfríður Valdimarsdóttir lést fimmtudaginn 15. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigrún Jónsdóttir Alda Pálmadóttir Viðar Þórarinsson Jón Hólm Sigrúnarson G. Mjöll Stefánsdóttir Inga Rún Sigrúnardóttir Lilja Björk Viðarsdóttir Ásdís Erna Viðarsdóttir KARL MARX (1818-1883) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Öreigar allra landa sameinist! Þið hafið engu að glata nema hlekkjunum.“ Marx var áhrifamikill þýskur hag- fræðingur, heimspekingur og stjórnmálaspekingur. Hann skrif- aði Kommúnistaávarpið ásamt Friedrich Engels 1848 og var í fararbroddi við stofnun fyrstu alþjóðasamtaka verkalýðsins í London árið 1864. MERKISATBURÐIR 1625 Kristján IV. Danakonung- ur ræðst inn í Þýskaland. 1639 Brynjólfur Sveinsson er vígður Skálholtsbiskup. 1646 Karl I. Englandskon- ungur gefst upp fyrir þinghernum í Skotlandi. 1945 Guðmundur Kamban rit- höfundur er skotinn til bana í Kaupmannahöfn. 1949 Evrópuráðið er stofnað. 1970 Heklugos hefst og askan veldur gróðurskemmd- um, einkum norðan- lands. 1990 Ísland nær fjórða sæti í Eurovision með lag- inu Eitt lag enn, flutt af Stjórninni. Stofnfundur Samfylkingarinnar var haldinn 5.-6. maí 2000 og varð hún þá að formlegum stjórn- málaflokki á Íslandi. Samfylkingin er jafnaðamannaflokkur sem varð til við samruna Alþýðuflokksins, Alþýðu- bandalagsins, Samtaka um kvennalista og Þjóðvaka. Íslandshreyfingin gekk síðar til liðs við Samfylkinguna, eða í mars árið 2009. Samfylkingin bauð fram í fyrsta skipti í alþing- iskosningunum 1999 sem kosningabandalag og hlaut þá 26,8 prósent atkvæða en það var hæsta hlutfall atkvæða sem vinstri flokkur hafði fengið í áratugi hérlendis. Margrét Frímannsdóttir var í upphafi talsmaður flokksins en Össur Skarphéðinsson fyrsti kjörni formaðurinn. Formaður flokksins er nú Jóhanna Sigurðardóttir og varaformaður Dagur B. Egg- ertsson. Samfylkingin og Vinstri græn mynda nú ríkisstjórn Íslands. Heimild: www.wikipedia.org. ÞETTA GERÐIST: 5. MAÍ 2000 Samfylkingin formlegur flokkur DAGUR B. EGGERTSSON OG JÓHANNA SIGURÐAR- DÓTTIR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.