Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN 5. MAÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Pósthúsið vinnur nú að því að inn- leiða ISO 9001-gæðastjórnunar- staðalinn, sem rammar inn ákveðið ferli í stjórn fyrirtækisins. Hann- es Hannesson, framkvæmdastjóri Pósthússins, segir þetta lið í auk- inni skilvirkni fyrirtækisins. Pósthúsið, sem dreifir Frétta- blaðinu á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri, sérhæfir sig jafnframt í dreifingu á pósti og vörum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Það hóf fyrir skömmu að innleiða gæða- stjórnunarstaðal í samstarfi við ráðgjafarstofuna 7.is, sem ætlað er að vera rammi um starfsem- ina, stjórnun og rekstur. Þá auð- velda verkferlar sem felast í inn- leiðingu staðlanna verklag og greiningu vandamála til að bæta reksturinn. „Við ætlum okkur stærri hluti í framtíðinni og erum að búa í haginn fyrir það,“ segir Hann- es og vísar til þess að hann telji ekki langan tíma þar til einkaleyfi ríkisins á almennum bréfapósti verður afnumið. Þegar það gerist verði Pósthúsið tilbúið að taka við þjónustunni. - jab Horft til framtíðar í kreppunni HANNES Pósthúsið verður tilbúið til að taka við dreifingu á almennum bréfapósti þegar einkaleyfi ríkisins á því verður afnumið, að sögn framkvæmdastjóra fyrir- tækisins. MARKAÐURINN/GVA Erlendir fjármagns- markaðir eru nú lokaðir Íslendingum og hluti Út- flutningsþings fjallar um þá möguleika sem íslensk fyrirtæki eiga á að út- vega sér fjármögnun og sækja á nýja markaði. „Við ætlum að taka stöðu á því hvernig bankarnir geta framvegis stutt við nýja útrás,“ segir Jón Ás- bergsson, framkvæmda- stjóri Útflutningsráðs. „Þótt við teljum ekki að það eigi að leggja í álíka vegferð og þá sem farin var þurfa menn peninga, aðstöðu og fjármögnun sinna verkefna. Heimurinn snýst áfram og þótt það hafi farið illa hjá okkur síð- ast þá er ekki komið að endalok- um mannlífs, hvorki hér né ann- ars staðar,“ segir Jón. Yfirskrift Útflutningsþings 2010 er Sóknarfæri í útflutn- ingi. „Við erum að efna til þessa málfundar til að draga athygli manna að mikilvægi gjaldeyr- isskapandi starfsemi,“ segir Jón. „Það er mikil- vægara en nokkru sinni fyrr að auka gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar.“ Þarna verði tekin stað- an á hinum ýmsu atvinnugrein- um. Meðal þeirra sem halda er- indi eru Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair, Rannveig Rist, forstjóri RioTintoAlcan á Ís- landi, Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka, Eldar Ástþórs- son, kynningarstjóri Gogoyoko. com, og Rúnar Ómarsson, fram- kvæmdastjóri Nikita. - pg Ný útrás bollalögð JÓN ÁSBERGSSON FRAM- KVÆMDASTJÓRI ÚTFLUTNINGSRÁÐS B A N K A B Ó K I N Samanburður á vaxtatöflum bankanna Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. AMarkaðsreikningur bundinn í tíu daga. BAð auki er 3% viðskiptagjald skuldfært mánaðarlega af heimild. CAð auki er 5% viðskiptagjald skuldfært mánaðarlega af heimild. DVaxtareikningur bundinn í sjö daga. EAð auki er 1,5% heimildargjald skuldfært mánaðarlega af heimild. FFer eftir því hvernig fyrirtækið er metið hjá MP. Aðeins eru greiddir vextir af nýttri heimild. GPM er bundinn í tíu daga. HEkkert heimildargjald. I0,25% úttektargjald Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum. Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja Markaðsreikningur 4,30%A 14,35%B 14%B Vaxtaþrep 5,55% 14,25%C 14%C Vaxtareikningur 5,60%D 14%E 14%E MP Sparnaður 12,45 til 5,85% 13,95% 13,95% F PM-reikningur 13,75 til 5,50% G 14,35% 15,90% H Netreikningur 5,70% I 15,2% 15,20% Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Rúmur helmingur af allri erlendri nýfjárfestingu sem komið hefur inn í landið frá því slakað var á gjaldeyrishöftum í lok október í fyrra hefur farið inn á innlánsreikninga í bönkunum. Erlendir aðilar hafa fjárfest hér á landi fyrir 15,9 milljarða króna frá 1. nóvember í fyrra til 8. apríl á þessu ári, sam- kvæmt gögnum frá Seðlabankanum. Þetta skref í afnámi gjaldeyrishaftanna fól í sér heimild til innstreymis erlends gjaldeyris til nýfjár- festinga og útstreymis gjaldeyris sem kann að leiða af því í framtíðinni. Fengu þá fjárfestar heimild án takmarkana til þess að skipta aftur í erlendan gjald- eyri söluandvirði eigna sem þeir fjárfesta í, ásamt fjármagnstekjum af þeim. Af heildarinnflæði erlends fjármagns frá í nóv- ember fór rúmur 8,1 milljarður króna inn á inn- lánsreikninga en tæpir 6,2 í fjárfestingar í atvinnu- rekstri. Tæpir 1,6 milljarðar króna fóru í viðskipti með skráða fjármálagerninga, þar á meðal hlutabréf og skuldabréf, og í fasteignakaup. Á sama tíma hefur útflæði sem leyft var á sama grunni aðeins verið 31 milljón króna. Innstreymið á erlendu fjármagni var mest í nóvember og desember, 4,5 milljarðar króna hvorn mánuð, en úr því dró eftir því sem á leið, líkt og sést á töflunni hér til hliðar. „Þetta eru ekki háar tölur, þær eru mun lægri en við hefðum viljað sjá,“ segir Gylfi Magnússon, efna- hags- og viðskiptaráðherra. Hann bendir á að fjárfest- ingar erlendra aðila hér sé einn af óvissuþáttunum sem nefndir eru í skýrslu starfshóps Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS) vegna annarrar endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda og sjóðsins. Gylfi segir mikilvægt að auka fjárfestingar hér, hvort heldur er innlendra og erlendra aðila. Það skipti máli bæði fyrir hagvöxt og geti dregið úr atvinnu- leysi. „Við verðum að gera okkar besta til að skapa umhverfi sem hvetur til fjárfestinga,“ segir Gylfi. Tryggvi Tryggvason, framkvæmdastjóri eigna- umsýslu og ráðgjafar hjá Saga Capital fjárfesting- arbanka, segir innflæðið meira en hann hafi búist við. Hann rifjar upp að margir hafi verið efins um að þessi fyrstu skref í afnámi gjaldeyrishafta myndu skila miklu. Tryggvi segir háa bankavexti freista fjárfesta en telur ekki útilokað að eitthvað af fénu bíði þess að fara í fjárfestingar. „Ég reikna með að þeir peningar sem liggja í innlánum og ríkisskulda- bréfum muni að einhverju leyti rata út í atvinnulífið eftir því sem vextir lækka,“ segir hann. Bankavextir freista erlendra fjárfesta Helmingur nýfjárfestingar erlendra aðila hefur farið á inn- lánsreikninga. Viðskiptaráðherra segir innflæði ekki mikið. B E I N E R L E N D F J Á R F E S T I N G 19 90 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 500 400 300 200 100 0 Mánuður Upphæð 2009 Nóvember 4,5 Desember 4,5 2010 Janúar 2,0 Febrúar 3,4 Mars 1,5 Samtals: 15,9 m illjarðar Marel þarf að greiða fimm millj- óna króna sekt vegna þess að hafa ekki tilkynnt um innherja- upplýsingar í aðdraganda kaupa Columbia Wanger Asset Manage- ment á 5,2 prósenta hlut í Marel í september í fyrra. Fjármálaeftir- litið (FME) kynnti ákvörðun sína þar að lútandi í gær. Fram kemur í ákvörðun FME að innherjaupplýsingar hafi myndast vegna kaupanna 23. september þegar stjórn Marels heimilaði og tók ákvörðun um útgáfu nýrra hluta og sölu eigin bréfa til Columbia. „Mat Marel var að innherjaupplýsingar hefðu ekki myndast fyrr en að kvöldi 25. september. Þá hafi legið fyrir að kaupandi hafði fullan hug á að eignast bréfin,“ segir í ákvörð- un FME. Í tilkynningu Marel í gær er áréttað að málið varði fyrst og fremst formsatriði og snúist um lagatúlkun. Þrátt fyrir ágreining sem væri uppi í málinu um túlk- un á viðkomandi ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti myndi Marel ekki aðhafast frekar. - óká FME sektar Marel • Hagstæðar afborganir • Söluaðilar geta valið um lán með breytilegum vöxtum eða vaxtalaus • Söluaðilar greiða ekkert þjónustugjald af Kortalánum • VALITOR greiðir út til söluaðila annan virkan dag eftir að sala fer fram FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • fyrirt@valitor.is • www.valitor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.