Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 VeStfirðir í máli og myndum verða til umfjöllunar á námskeiði á vegum �ndur� menntunar �ásk�la �slands sem �efst mánu� daginn 10. maí næstkomandi. Nánar á end� urmenntun.�i.is. „Ég dvaldi í litlum háskólabæ sem heitir Hannover í New Hampshire en mágkona mín býr þar. Við heim- sóttum þau yfir hrekkjavöku og það var rosalega skemmtileg upp- lifun,“ segir Dagmar Heiða, hjúkr- unarfræðingur og annar eigandi Fullfrísk líkamsræktar. Fjölskyldan klæddi sig öll í bún- inga, skar út grasker og gekk í hús, en Dagmar á tvö börn, fimm ára son og tveggja ára dóttur. „Ég var norn, maðurinn minn Dexter með blóðsletturnar úti um allt, sonur minn Bósi ljósár og sú yngsta, sem þótti þetta ekki síst skemmti- legt, var grasker,“ segir Dagmar en hrekkjavökudagurinn byrjar á því að húsið er skreytt í hrekkja- vökustíl. „Sum húsin í hverfinu voru eins og í leikhúsi. Ein fjölskyld- an í nágrenninu var til dæmis búin að útbúa húsið þannig að það leit út eins og kirkjugarður og lét klessa bíl á tré og setti reyk- vél inn í bílinn til að skapa sem raunverulegasta stemningu. Við mágkona mín skárum út grasker og þeim var raðað út og kerti sett í. Fræin voru svo sett inn í ofn, með salti og olíu, sem var meiri háttar gott.“ Seinnipartinn er gengið í hús í nánasta umhverfi og ef fólk er ekki heima til að svara og gefa sælgæti eru körfur úti á palli með sælgæti. „Það var meiri háttar gaman að prófa að ganga í hús og sum heimilin voru búin að kaupa heilu kassana af nammi. Þannig voru margir sem biðu spenntir eftir því að fá krakkana í heim- sókn í búningunum og vel tekið á móti okkur alls staðar.“ Um kvöldið hittist fólk og borð- aði saman pitsur en þónokkrir Íslendingar búa í bænum. „Þetta var æðisleg ferð í það heila, við höfum komið þarna saman áður fyrir nokkrum árum en maðurinn minn bjó þarna þegar hann var lítill og bærinn er virkilega vina- legur og skemmtilegur. Hrekkja- vakan sjálf kom manni líka mikið á óvart og miklu skemmtilegri en öskudagur, þar sem fullorðna fólkið tekur líka svo virkan þátt í hátíðahöldunum.“ juliam@frettabladid.is Skar út grasker og gekk í hús með fjölskyldunni Dagmar Heiða reynisdóttir upplifði hvernig alvöru amerísk hrekkjavaka gengur fyrir sig en hún tók full- an þátt í deginum með eiginmanni og börnum þegar hún dvaldi hjá skyldfólki í Bandaríkjunum. Dagmar Heiða Reynisdóttir segir hrekkjavöku vera skemmtilega fyrir þær sakir að fullorðna fólkið tekur ekki síður þátt en börnin, bæði með því að skreyta heimilin og ganga í hús. Hér er Dagmar á vinnustaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UPPLÝSINGAR O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.