Fréttablaðið - 05.05.2010, Page 21

Fréttablaðið - 05.05.2010, Page 21
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 VeStfirðir í máli og myndum verða til umfjöllunar á námskeiði á vegum �ndur� menntunar �ásk�la �slands sem �efst mánu� daginn 10. maí næstkomandi. Nánar á end� urmenntun.�i.is. „Ég dvaldi í litlum háskólabæ sem heitir Hannover í New Hampshire en mágkona mín býr þar. Við heim- sóttum þau yfir hrekkjavöku og það var rosalega skemmtileg upp- lifun,“ segir Dagmar Heiða, hjúkr- unarfræðingur og annar eigandi Fullfrísk líkamsræktar. Fjölskyldan klæddi sig öll í bún- inga, skar út grasker og gekk í hús, en Dagmar á tvö börn, fimm ára son og tveggja ára dóttur. „Ég var norn, maðurinn minn Dexter með blóðsletturnar úti um allt, sonur minn Bósi ljósár og sú yngsta, sem þótti þetta ekki síst skemmti- legt, var grasker,“ segir Dagmar en hrekkjavökudagurinn byrjar á því að húsið er skreytt í hrekkja- vökustíl. „Sum húsin í hverfinu voru eins og í leikhúsi. Ein fjölskyld- an í nágrenninu var til dæmis búin að útbúa húsið þannig að það leit út eins og kirkjugarður og lét klessa bíl á tré og setti reyk- vél inn í bílinn til að skapa sem raunverulegasta stemningu. Við mágkona mín skárum út grasker og þeim var raðað út og kerti sett í. Fræin voru svo sett inn í ofn, með salti og olíu, sem var meiri háttar gott.“ Seinnipartinn er gengið í hús í nánasta umhverfi og ef fólk er ekki heima til að svara og gefa sælgæti eru körfur úti á palli með sælgæti. „Það var meiri háttar gaman að prófa að ganga í hús og sum heimilin voru búin að kaupa heilu kassana af nammi. Þannig voru margir sem biðu spenntir eftir því að fá krakkana í heim- sókn í búningunum og vel tekið á móti okkur alls staðar.“ Um kvöldið hittist fólk og borð- aði saman pitsur en þónokkrir Íslendingar búa í bænum. „Þetta var æðisleg ferð í það heila, við höfum komið þarna saman áður fyrir nokkrum árum en maðurinn minn bjó þarna þegar hann var lítill og bærinn er virkilega vina- legur og skemmtilegur. Hrekkja- vakan sjálf kom manni líka mikið á óvart og miklu skemmtilegri en öskudagur, þar sem fullorðna fólkið tekur líka svo virkan þátt í hátíðahöldunum.“ juliam@frettabladid.is Skar út grasker og gekk í hús með fjölskyldunni Dagmar Heiða reynisdóttir upplifði hvernig alvöru amerísk hrekkjavaka gengur fyrir sig en hún tók full- an þátt í deginum með eiginmanni og börnum þegar hún dvaldi hjá skyldfólki í Bandaríkjunum. Dagmar Heiða Reynisdóttir segir hrekkjavöku vera skemmtilega fyrir þær sakir að fullorðna fólkið tekur ekki síður þátt en börnin, bæði með því að skreyta heimilin og ganga í hús. Hér er Dagmar á vinnustaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UPPLÝSINGAR O

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.