Fréttablaðið - 05.05.2010, Blaðsíða 28
5. MAÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● poulsen
Skeifan 2
Sími: 530 5900
www.poulsen.is
Er brotin rúða
í bílnum?
Hafðu þá samband.
Við tjónaskoðum
fyrir öll
tryggingafélög.
Fyrirtækið Poulsen verður 100
ára nú í ár. Sigurður Örn Úlfars-
son, deildarstjóri bílrúðudeild-
ar, segir að þetta sé ábyrgðar-
mikið og skemmtilegt fag en
aukning innbrota í bíla sé hins
vegar mikið áhyggjuefni.
„Það er stöðug aukning innbrota í
bíla á milli ára,“ segir Sigurður og
getur þess að helst sé brotist inn
um hliðarrúður. „Frá 2008-2009
fjölgaði hliðarrúðubrotum um 100,
sem voru í langflestum tilvikum
innbrot. Fólk hefur þá notast við
hamar, steina og jafnvel spennt
rúðurnar upp. Það kom upp dæmi
í fyrra þar sem þjófarnir brutu
upp rúðu í bíl og höfðu ekkert upp
úr krafsinu nema sundföt og hand-
klæði. Fólk ætti því helst af öllu að
sleppa því að skilja nokkuð sýni-
legt eftir í bílnum hjá sér. Stuld-
ur á GPS-tækjum og öðru þess
háttar er hins vegar algengastur,
en þjófarnir virðast leggja ýmis-
legt á sig til þess að ná sér í nánast
hvað sem er.“
Þrátt fyrir háar tölur í hliðar-
rúðubrotum, sem eru yfirleitt allt-
af tengd innbrotum í bíla, segir
Sigurður að framrúðubrot séu
algengust.
Ekki eru mörg íslensk fyrir-
tæki sem hafa náð þeim áfanga
að halda upp á aldarafmælið sitt,
en því hefur Poulsen náð. Fyrir
utan bílrúðuskipti og annað sem
þeim tengist, sér fyrirtækið um
margt annað sem tengist bílum og
bílainnréttingum. Upphaflega lá
þungamiðja starfseminnar í inn-
flutningi og sölu á alls kyns vara-
hlutum í bíla og iðnaðarvélar, en nú
á síðustu árum hefur einnig bæst
við bílasprautun, bílainnréttingar
og svo rúðuísetningarnar. Fyrir-
tækið hefur um 30 manns í fullu
starfi og segir Sigurður að þrátt
fyrir ástandið í samfélaginu gangi
reksturinn gangi vel. „Þrátt fyrir
að fólk fari eins varlega í umferð-
inni og mögulegt er, brotna rúður
alltaf reglulega,“ segir Sigurður.
„Og þar liggja meðal annars okkar
viðskipti.“ - sv
Bílainnbrotum hefur
fjölgað mikið undanfariðÍsetning bílrúðna er mikil-vægur partur af heildaröryggi bifreiðarinnar og eru kröfur og
staðlar sífellt að verða strangari
og strangari.
Bílrúður verða að þola það mikla
álag sem verður þegar bíll lendir í
árekstri. Í bifreiðum nútímans eru
rúður orðnar stór partur af burðar-
verkinu sem kemur í veg fyrir að
bíllinn leggist saman. Einnig verða
þær að þola þann gríðarkraft sem
leysist úr læðingi þegar loftpúð-
ar opnast. Í Bandaríkjunum hafa
mörg banvæn slys orðið sem hafa
vakið umræðu slæmrar bílrúðu-
ísetningar.
Eitt nýlegt atvik í Bandaríkjun-
um leiddi til dauða 25 ára konu sem
kastaðist út um framrúðu bíls síns
við árekstur. Sérfræðingar töldu
að hefði framrúðan verið sett í á
réttan hátt, hefði það bjargað lífi
hennar. Bróðir konunnar hefur
talað á ráðstefnum bílrúðufram-
leiðenda í landinu og lýst yfir
áhyggjum sínum yfir því að í þeim
heimi sem við búum við í dag sé
öryggi sífellt farið að lúta í lægra
haldi fyrir kostnaði. Léleg fram-
leiðsla getur kostað mannslíf.
Öryggið í fyrirrúmi
Mikilvægt er að ísetning bílrúðna sé vel af hendi leyst. Bílrúður verða að þola það
álag sem verður við árekstur, þar sem þær eru stór hluti af burðarvirkinu sem hindrar
að bifreiðin leggist saman.
Sigurður Örn Úlfarsson, deildarstjóri bílarúðudeildar hjá Poulsen, segir starfsmenn
verkstæðisins hafa í nógu að snúast. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Innbrotum í bíla hefur fjölgað mikið að undanförnu að sögn Sigurðar.
● HVAÐ SKAL GERA EF BÍLRÚÐA BROTNAR?
● Hringja í Poulsen í síma 530 5900 og panta tíma í bílrúðuskipti. Poul-
sen sendir líka hvert út á land sem er – þá ber að hafa samband við
næsta viðurkennda bifvélaverkstæði.
● Gefa upp númer bílsins og hvar bíllinn er tryggður.
● Mæta með bílinn á þeim tíma sem gefinn er upp.
● Á verkstæðinu fyllist út tjónaskýrsla,
sem starfsmenn Poulsen aðstoða
þig við, sé þess óskað.
● Bíllinn verður tilbúinn seinni-
part dags og eini kostnaðurinn
er sjálfsábyrgð trygginganna.
Nokkur atriði sem hafa ber
í huga þegar skipta þarf um
framrúðu:
● Framrúðan skal vera framleidd
af upphaflegum bílrúðufram-
leiðanda
● Úrethanið á að vera samþykkt
til notkunar fyrir bílinn þinn
● Fara skal eftir ráðleggingum í
Safe Drive Away Time
● Ganga þarf úr skugga um að sá
sem setur rúðuna í bílinn þinn
hafi til þess tilskilin leyfi