Fréttablaðið - 05.05.2010, Síða 22

Fréttablaðið - 05.05.2010, Síða 22
Frappógrunnur 1/3 espresso og 2/3 mjólk – kælt. Lakkrís frappó 3 sprautur cane-síróp 1 msk. Nóa lakkrískurl Setjið sírópið og lakkrískurlið í glas, fyllið það svo af klökum og hellið frappógrunninum yfir. Öllu skellt saman í blandara. Athugið að þenn- an þarf að blanda heldur vel svo lakkrísinn festist ekki í rörunum. Súkkulaðisælkerans frappe Tvær litlar Hafliðaplötur (eða það sem er til af súkkulaði, 25 eða 50 gramma súkkulaðiplötur) 2 sprautur vanillu-síróp 1 sprauta súkkulaði-síróp Setjið súkkulaðið og sírópið í glas og fyllið það svo af klökum. Hellið frappógrunni yfir og blandið vel í blandara. Íslatte Setjið tvær matskeiðar af hrásykri í latte-glas. Hellið einu skoti af espresso ofan á. Fyllið upp í glasið með mjólk. Öllu hellt í hristara ásamt 3-4 klökum og hrist vel saman. Hrist- ið saman og hellið í gegnum sigtið á hristaranum í latte-glasið yfir 3-5 nýja klaka og berið fram með röri. ÍÞRÓTTA-OG ÓLYMPÍUSAMBANDIÐ stendur fyrir vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna í áttunda sinn og rúllar átakið af stað miðvikudaginn 5. maí. Nú er sólin farin að skína og margir nýjungagjarnir Íslend- ingar í óðaönn við að skipta út sjóðandi latte-bollum fyrir sval- andi frappuchino. Frappuchino dregur nafn sitt af vinsæla kaffi- drykknum cappuchino, en munur- inn á því og venjulegu ískaffi er að frappuchino er sett í blandara og blandað þar til það verður að krapi. Það er svo bragðbætt með alls kyns sírópi og bragðefnum allt eftir því hvað smekkur fólks segir til um. - sv Ískaffi með hækkandi sól Ekki eru mörg ár síðan ískaffið hóf innreið sína í kaffihús Íslendinga. Til eru margar útgáfur af þessum vinsæla drykk og segir Hildur Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Te & Kaffi í Pennanum Akureyri, að svokallað „Frappuchino“ sé vinsælast þessa dagana. Rakel Þorleifsdóttir Akureyrarmær veit ekkert betra heldur en að sitja úti í sólinni yfir námsbókunum með lakkrís-frappuchino frá Te og kaffi. ÞRJÁR GÓÐAR UPPSKRIFTIR Ævintýralegar sumarbúðir fyrir 12-16 ára Staðsetning: Alviðra í Ölfusi Tími: 11.-15. ágúst 2010. ,,Þetta var ótrúlega skemmtilegt. Ég eignaðist fullt af vinum... og leiðbeinendurnir voru líka æði.” · Hlutverkaleikir · Kvöldvökur · Ferðir · Frábær skemmtun Unnið verður með málefni sem tengjast mannréttindum og hjálparstarfi með hlutverkaleikjum og hópverkefnum. Einnig verður mikið lagt upp úr leikjum, útivist, kvöldvökum og annarri skemmtun. Skráning á raudikrossinn.is. Nánari upplýsingar á jon@redcross.is eða í síma 5704000. Frábærar sumarbúðir fyrir alla unglinga! Förum heilbrigð inn í sum- arið er yfirskrift heilsuvik- unnar sem nú stendur yfir í Mosfellsbæ. Með þátttöku í happdrætti á toppi þriggja fella í nágrenni bæjarins er hægt að freista gæfunnar ef menn ganga þangað upp. Brennókeppni verður annað kvöld klukkan 20 á sparkvelli Lágafellsskóla og heilmikil heilsuhátíð við íþróttamiðstöðina að Varmá á laugardag milli 12 og 14. Þar verður meðal annars fjölskyldu- og skemmtihlaup fyrir unga sem aldna og frítt er í sund fyrir alla í Varmár- laug frá 10 til 15. - gun Lágafell, sem er næst á myndinni, er í fellaþrennunni sem hægt er að safna. Heilbrigð inn í sumarið Brennókeppni annað kvöld og fræðslu- og skemmtidagskrá á laugardag eru viðburðir tengdir heilsuviku í Mosfellsbæ.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.