Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 18
„Hönnun er í raun gagnslaus, enda
eru þegar til milljónir stóla í heim-
inum undir rassana okkar. Enn
getum við þó tjáð okkur í gegnum
umhverfisvæna hönnun.“ Þetta lét
hönnuðurinn heimsfrægi Philippe
Starck hafa eftir sér á Alþjóðlegu
húsgagna- og hönnunarsýningunni
í Mílanó, sem lauk nú á dögunum.
Mörgum þótti Starck taka heldur
djúpt í árinni með þessum ummæl-
um, þótt flestir væru reyndar sam-
mála um að umhverfisvæn hönn-
un sé komin í tísku. Þetta sást
bersýnilega á sýningunni þar sem
meiri áhersla var lögð á notagildi
og endingu húsgagna heldur en oft
áður.
Sumir hönnuðanna bentu líka á
umhverfisvænt framleiðsluferli
hönnunar sinnar og aðrir léku sér
að því að útfæra tengsl umhverfis-
verndar og húsgagnahönnunar
með ýmsum hætti. Þannig mátti á
sýningunni sjá loftljós sem minntu
á fiskabúr eða tré og runna og stóla
sem líktust kaktusum, slöngum
eða öðrum skepnum svo dæmi séu
tekin. Þá tóku sumir hönnuðanna
mið af því að neytendur hafa
minna fé á milli handanna, með
því að sýna verk á sanngjarn-
ara verði.
Því má ef til vill segja að
innanhússlínur Armani, Mis-
soni, Versace and Bottega
Veneta, sem einkennd-
ust allar af þó nokkr-
um íburði, hafi komið
eins og skrattinn úr
sauðarleggnum en
þær ráku enda-
hnútinn á sýning-
una í Mílanó.
roald@frettabladid.is
Umhverfisvænt eina leiðin
Hin Alþjóðlega húsgagna- og hönnunarsýning fór fram í 49. skipti í Mílanó á dögunum. Umhverfsivæn
hönnun skipaði að þessu sinni stóran sess á sýningunni þar sem horft var til endingar og notagildis.
Stólar eftir Phillipe Starck.
Gestur skoðar stóla á húsgagna- og hönnunarsýningunni í Mílanó. NORDICPHOTOS/AFP
Hinn rómaði hönnuður Alessio Pappa teygir úr sér á sköpunarverki sínu sem vakti
mikla athygli.
Ítalski hönnuðurinn Mario Bellini bregður á leik með eitt af
verkum sínum, skálina Moon eða Tungl.
FERSK BER , myntulauf, engiferbita og sítrónubörk má frysta
með vatni í klakaboxum. Þannig verða til litríkir og skemmtilegir
klakar sem gaman er að nota í sódavatn, íste eða límonaði.
Stóll eftir Fabio Novembre.
Grænn
lampi.
KRASSANDI
INNRÉTTINGATILBOÐ
30% afsláttur
Á VERKSTÆÐI OKKAR
ÞAR AÐ AUKI
FRÍ SAMSETNING!
30%
ELDHÚS - BAÐ - ÞVOTTAHÚS - FATASKÁPAR
friform.is
Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is
www.raudakrosshusid.is |
Opið virka daga kl. 12-17
Dagskrá vikunnar
Rauðakrosshúsið
Allir velkomnir
Mánudagur 17. maí
VR atvinnuleitandi. Veistu hvað þér stendur til boða? - Þekkir þú
alla þá þjónustu sem VR býður atvinnulausum félagsmönnum upp á?
Umsjón: Bettý Vilhelmsdóttir frá VR. kl.12:30 -13:30
EFT og djúpslökun - Umbreyttu heftandi viðhorfum með EFT tækninni.
Umsjón: Viðar Aðalsteinsson, EFT sérfræðingur. kl.14:30-16:30
Þriðjudagur 18. maí
Qi–Gong kl. 12-13 Gönguhópur kl. 13-14 Íslenskuhópur kl. 13-14
Vinnum saman - Ný viðhorf (Býflugurnar) kl. 14-16
Skiptifatamarkaður / Barnaföt kl. 16-18
Miðvikudagur 19. maí
Tölvuaðstoð kl. 13.30-15.30 Briddsklúbbur kl.14-16
Lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur kl. 14-16
Skip án skipstjóra - Einstaklingur án markmiða er eins og skip án skip-
stjóra. Settu þér markmið og fylgdu þeim eftir. kl.12:30 -13:30
Majo Minnistækni - Ertu gleymin/n? Langar þig að læra einfaldar
aðferðir til að bæta minnið? Umsjón: Marinó Flóvent. kl.15:30-16:30
Fimmtudagur 20. maí
Saumasmiðjan kl. 13-15 Jóga kl. 15-16
Gönguhópur kl. 12.30-13.30 Hláturjóga kl. 15:30 -16:30
Heimatilbúið pasta - Lærðu að gera alvöru heimatilbúið pasta. kl.12:15-13:15
Ég rembist við að halda mér virkum - Fjallað er um mikilvægi þess að
halda virkni sinni í atvinnuleysi, um hugmyndir og ráð til að ná að vinda sig í
gang, líka þegar það er mjög erfitt.
Umsjón: Valgerður Magnúsdóttir, sálfræðingur. kl.13:30-15:00
Föstudagur 21. maí
Prjónahópur kl. 13-15 Skákklúbbur kl. 15:30-17
Föndur, skrapp myndaalbúm og kort - Taktu skæri með þér! kl.12 -14
Heilsa og hreyfing - Áttu erfitt með að halda þér við efnið þegar þú byrj-
ar í líkamsrækt og heilsueflingu? Vertu með í hópi sem hjálpar hverju okkar
að halda áfram. Fagleg ráðgjöf og eftirfylgni. kl.14-15
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is
sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is
sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is
sími 512 5447
Miðvikudaga
Bútasaumur endur-
speglar gleði og
húmor með litríkum
efnisbútum sem
raðað er saman á
skemmtilegan hátt.
Gamlir antíkstól-
ar geta til dæmis
gengið í endurnýj-
un lífdaga með litríku
bútasaumsáklæði.
www.designsde-
light.com