Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 30
 17. MAÍ 2010 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Byko heldur úti svokölluðu Ráða- góðu horni. Þar eru veitt góð ráð við ýmsu sem snýr að viðhaldi og smíðum. Þar eru meðal annars gefin góð ráð um viðhald og málun á eldra þak- stáli: ● Fjarlægið alla lausa málningu til dæmis með háþrýstiþvotti eða sköfun. Ef brúnir á málningunni, sem eftir situr, brettast upp þarf að fjarlægja þær með beittum sköfum, til dæmis kattarklóru fyrir bárujárn. Kattarklóran hentar einnig vel til að fjarlægja þykka málningu úr lágbáru. ● Allt ryð þarf að fjarlægja með vírburstun eða slípun. ● Salt og önnur óhreinindi þarf að þvo af fletinum fyrir málun. ● Vandið sérstaklega hreinsun í kringum nagla og samskeyti á plötum. ● Yfirfara þarf neglingu og skipta út lausum nöglum með skrúfu- nöglum. ● Blettamálið alla ryðbletti með viðeigandi ryðvarnargrunni. ● Að lokum eru málaðar tvær um- ferðir með viðeigandi þakmáln- ingu. Málning og við- hald á þakstáli Huga þarf að viðhaldi húsþaka með reglulegu millibili. Öfugt við það sem margir halda þá er best fyrir tré að vera snyrt á sumrin því þá koma fáar grein- ar út úr sárinu. Lífi trjáa má skipta í fjóra ald- ursflokka. Ungt tré, frá því það er fræ og þar til það fer að blómstra; kynþroska tré; á því skeiði þolir það miklar klippingar; fullþrosk- að tré sem stækkar hægt, af því á einungis á að klippa dauðar grein- ar og þær sem nuddast saman og hrörnandi tré sem ekkert má klippa af nema hætta stafi af greinum þess. Gott að klippa trén á sumrin Af fullþroska tré á að klippa dauðar greinar og þær sem nuddast saman. ● KRYDDJURTIR Í ÓVENJULEG- UM ÍLÁTUM Kryddjurtir er auðvelt að rækta og skemmtilegt er að finna undir þær óvenjuleg ílát. Þannig minnum við sjálf okkur á að nota ferskar kryddjurtir á hverjum degi. Notast má við gamlar dósir og krukk- ur en einnig fallega bolla úr gömlu stelli, kínverskar skálar og jafnvel matarskálar gæludýranna. Þeir sem eru sérstaklega nýjungagjarnir geta fundið óvenjuleg ílát á borð við gamlar brauðristar sem munu vafalaust vekja athygli gesta. Yfirburðir Fréttablaðsins algjörir! Fréttablaðið er með 180% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í febrúar til apríl 2010. Nýjasta könnun Capacent Gallup staðfestir hinn gríðarlega mun sem er á lestri Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 77,5% 27,7%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.