Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 36
20 17. maí 2010 MÁNUDAGUR
Spiderman-leikkonan Kirst-
en Dunst, 24-stjarnan Kiefer
Suther-land og þýska goðsögnin
Udo Kier eru meðal þeirra sem
hafa ákveðið að leika í næstu
kvikmynd danska sérvitrings-
ins Lars von Trier, Melancholia.
Þrátt fyrir að Trier hafi orð á
sér fyrir að vera fremur erfiður í
samstarfi þá virðist það ekki hafa
nein áhrif á stjörnurnar,
sem ólmar vilja vinna
með honum.
Að sjálfsögðu er
ekki gefið mikið
upp um hvað Mel-
ancholia fjallar en
síðasta kvikmynd
leikstjórans, Anti-
christ, fór ákaflega
fyrir brjóstið á
áhorfendum enda
þótti hún opinská
með eindæmum.
Stórstjörnur
til Trier
KIRSTEN DUNST
Elin Nordergren, fyrrum
eiginkona Tiger Woods,
hyggst ekki gefa neitt
eftir í skilnaði sínum
við besta kylfing heims.
Lögfræðingastóð mun koma
að sambandsslitum parsins.
Elin hefur líkt og skilanefndir
íslensku bankanna ráðið sér heil-
an her fjármálalögfræðinga sem
eiga að rannsaka hvort kylfing-
urinn hafi komið undan eignum.
Er Tiger grunaður um að hafa
gert það til að minnka það fjár-
hagslega tap sem hann verður
fyrir þegar skilnaðurinn geng-
ur í gegn. Lögfræðingastofunni
McGuire Woods hefur jafnframt
verið falið að rannsaka hvort Tiger
eigi einhverjar eignir eða fjár-
muni sem Elin hafi aldrei vitað
af. Samkvæmt sunnudagsútgáfu
Mirror starfar tvíburasystir Elin-
ar, Josefin, hjá McGuire Woods
en fyrirtækið sérhæfir sig í því að
hafa uppá földum milljörðum auð-
jöfra. Lögfræðingarnir bætast við
þann hóp sem Elin hefur ráðið sér
í Flórída.
Samkvæmt heimildarmanni
Mirror hefur það alltaf verið ljóst
að Elin ætli sér alls ekki að berjast
við Tiger um peninga heldur fari
hún fram á sanngjarna upphæð sem
talin er nema 240 milljónum punda
eða 46 milljörðum íslenskra króna.
„Hún vill einfaldlega vita hversu
mikla peninga Tiger á. Upphæðin
sem hún krefst er mjög sanngjörn,
þetta er þriðjungshlutur af því sem
hann hefur þénað á þeim árum sem
þau voru gift. Ég held reyndar að
Tiger eigi miklar eignir.” En eins
og frægt er orðið hélt kylfingur-
inn framhjá konu sinni með fjölda
kvenna.
Bandarískir skilnaðarsérfræð-
ingar spá því þó að Elin og Woods
verði skilin áður en árið 2010 er á
enda.
freyrgigja@frettabladid.is
Skilnaðarstríð Tiger og Elinar hafið
LJÓTUR SKILNAÐUR
Fjölmiðlaspekingar og lögfræðingar spá því
í bandarískum fjölmiðlum að skilnaður
Tiger Woods og Elinar Nordergren verði
fremur ljótur og ógeðfelldur þar sem allt
verði dregið fram í dagsljósið. Elin krefst
46 milljarða frá kylfingnum.
Þegar Hollywood-kvikmyndir eru gerðar krefst
það mikillar fórnfýsi af næsta nágrenni. Enda
fyllast heilu hverfin af æstum aðdáendum,
fjölmiðlafólki og ljósmyndurum og göturnar
eru yfirleitt flóðlýstar á næturnar fyrir tökur
ásamt mikilli umferð stórra tökubíla. Og þetta
veit gamanleikarinn Steve Carell. Hann brá því
á það ráð að kaupa blóm handa íbúum sem búa
í nágrenni við tökustað næstu myndar hans og
bauð þeim jafnframt að koma hvenær sem er og
gæða sér á ljúffengum veitingum þegar tökur
stæðu yfir.
Samkvæmt bandarískum vefmiðlum er ekki
gefið upp hvar þessi tökustaður er né um hvaða
mynd er að ræða. Samkvæmt heimildarmanni
einnar vefsíðunnar mæltist framtakið þó ákaf-
lega vel fyrir. „Hann heimsótti 24 hús sjálfur
og baðst fyrirfram afsökunar á því ónæði sem
hlytist af því að hafa tökulið í næsta nágrenni,“
segir heimildarmaðurinn en framtakið vakti
óskipta athygli og mikla kátínu. „Fólk var virki-
lega hrifið af því sem Steve gerði. Að hann
sem leikari og framleiðandi skyldi
hugsa um þeirra hag. Og blómvend-
irnir og veitingarnar voru rúsínan
í pylsuendanum. Nú er þetta bara
eins og hverfisveisla þar sem fólkið
í hverfinu kemur á tökustað, horfir
á kvikmyndastjörnurnar vinna sína
vinnu og fær sér að borða. Þetta er
ótrúlegt.“
Carell biðst afsökunar fyrirfram
UMHYGGJUSAMUR Steve Carell bar hag
fólksins í nágrenni við tökustað næstu myndar
hans fyrir brjósti og gaf þeim bæði blóm og
mat.
> ÆTLA AÐ GIFTAST
Bæði Russell Brand og Katy
Perry og svo Sienna Miller
og Jude Law hafa í hyggju
að ganga í það heilaga
í ár. Brand og Perry
ætla giftast í októb-
er á meðan Miller og
Law eru sögð vera
að skipuleggja sumar-
brúðkaup.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
2
2
11
folk@frettabladid.is