Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 42
26 17. maí 2010 MÁNUDAGUR Fylkisvöllur, Áhorf: 1.506 Fylkir Stjarnan TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–8 (7–7) Varin skot Fjalar 4 – Bjarni 3 Horn 8–4 Aukaspyrnur fengnar 15–21 Rangstöður 9–4 STJARNAN 4–5–1 Bjarni Þórður Halld. 4 Baldvin Sturluson 6 Daníel Laxdal 7 Tryggvi Sveinn Bjarn. 6 (62., Bjarki Páll 5) Atli Jóhannsson 6 Jóhann Laxdal 7 Halldór Orri Björnss. 7 Dennis Danry 6 Steinþór Freyr Þorst. 7 Hafsteinn Rúnar 6 Marel Baldvinsson 5 (70., Þorvaldur Árn. 5) *Maður leiksins FYLKIR 4–3–3 Fjalar Þorgeirsson 6 Kristján Valdimarss. 6 Valur Fannar Gíslas. 6 Einar Pétursson 7 (55., Þórir Hanness. 5) Tómas Þorsteinsson 6 *Ásgeir Börkur 8 Ólafur Ingi Stígsson 6 (74., Jóhann Þórh. 7) Andrés Már Jóh. 6 Kjartan Ág. Breiðdal 7 (61., Pape Faye 5) Ingimundur Níels 7 Albert Ingason 7 1-0 Ingimundur Níels Óskarsson (4.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (13.) 2-1 Albert Brynjar Ingason (70.) 3-1 Jóhann Þórhallsson (87.) 3-1 Einar Örn Daníelss. (7) *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Pantaðu í síma 565 6000 eða á somi.is * HANDBOLTI Patrekur Jóhannesson hefur ákveðið að þjálfa þýska liðið TV Emsdetten næsta tíma- bil og hann ætlar að taka með sér Valsmanninn Fannar Þór Frið- geirsson sem átti flott tímabil og frábæra úrslitakeppni. „Ég er ekki búinn að skrifa undir samning en ég mun gera það í vikunni. Ég er búinn að ná munnlegu samkomulagi við þá og búinn að klára mín mál gagn- vart Stjörnunni og vinnuveitanda mínum hjá Garðabæ,“ sagði Patr- ekur. Liðið á eftir að fara í umspil um sæti í úrvalsdeildinni þannig að það er ekki ljóst í hvaða deild liðið verður. „Ef þeir komast upp þá verður það erfitt verkefni að vera í sterk- ustu deildinni. Ef þeir komast ekki upp þá er það bara markmið- ið að fara beint upp,” segir Patr- ekur sem verður með tvo íslenska leikmenn hjá sér. „Ég legg mikla áherslu á að fá Fannar með mér. Hann er frábær leikmaður sem ég tel að passi vel inn í þýskan handbolta. Hann er það góður leikmaður og duglegur að æfa. Hreiðar á eitt ár eftir af samningnum og verður áfram,“ segir Patrekur sem ætlar þó ekk- ert að tala íslensku úti. „Ég mun alltaf tala þýsku. Þeir verða bara að læra þýskuna því það er algjört lykilatriði. Ég var búinn að segja Fannari það,” sagði Patrekur. - óój Patrekur þjálfar Emsdetten: Tekur Fannar með sér út PATREKUR JÓHANNESSON Þjálfar í Þýskalandi næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Barcelona tryggði sér spænska meistaratitilinn annað árið í röð eftir 4-0 sigur á Valla- dolid í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Lionel Messi skoraði tvö marka Barcelona í leiknum og skoraði því 34 mörk í spænsku deildinni á tímabilinu. Real Madrid varð að vinna sinn leik og treysta á að Barcelona misstigi sig en á endanum náðu Real-menn aðeins 1-1 jafntefli á móti Malaga. . Fyrsta mark Barcelona var sjálfsmark á 27. mínútu en fjór- um mínútum síðar kom Pedro Rodriguez liðinu í 2-0 eftir send- ingu Lionel Messi. Messi skoraði síðan þriðja markið á 62. mínútu og það fjórða á 76. mínútu. - óój Barcelona spænskur meistari: Öruggur sigur LIONEL MESSI Skoraði 2 mörk í gær og gerði alls 34 mörk. MYND/AP FÓTBOLTI Fylkir sigraði Stjörnuna í skemmtilegum knattspyrnuleik í gær. Mörk heimanna skoruðu þeir Ingimundur Níels Óskars- son, Albert Brynjar Ingason og Jóhann Þórhallsson en mark gest- anna skoraði Halldór Orri Björns- son úr aukaspyrnu. Leikurinn var mikil skemmtun og baráttan hörð en um 1.500 manns lögðu leið sína á völlinn í Árbæinn. Fylkismenn byrjuðu leikinn með látum en Ingimundur Níels Óskarsson kom heimamönnum yfir eftir að hafa sloppið í gegn- um vörn gestanna. Ásgeir Börkur Ásgeirsson átti flotta stungusend- ingu inn fyrir þar sem Ingimund- ur tók við boltanum kláraði færið sitt örugglega. Leikurinn fór á fullt og Stjörnumenn voru ekki lengi að snúa blaðinu við. Strax níu mínútum síðar svör- uðu gestirnir. Steinþór Freyr Þor- steinsson átti þá sprett upp völlinn og var brotið á honum rétt fyrir utan teig. Halldór Orri Björns- son tók spyrnuna og jafnaði leik- inn með fallegu skoti neðarlega í markhornið. Um miðjan fyrri hálfleik voru gestirnir heppnir að skora ekki sjálfsmark en þá átti fyrirliði Stjörnurnar Daníel Laxdal skot að eigin marki sem að Bjarni Þórð- ur Halldórsson þurfti að hafa vel fyrir í markinu hjá Stjörnunni. Gestirnir vildu svo fá vítaspyrnu fljótlega eftir jöfnunarmarkið en þá var Marel Jóhann Baldvinsson í baráttunni. Boltinn fór í hendina á Fylkismanni sem að lá í grasinu en ekkert var dæmt. Þeir áhorf- endur sem lögðu leið sína á leik- inn úr Garðabænum létu vel vita af óánægju sinni og öskruðu á Einar Örn Daníelsson ágæta dóm- ara leiksins. Staðan var jöfn 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja. Það var meira jafnræði með liðunum fyrrihluta síðari hálf- leiks en bæði lið fengu tækifæri til að komast yfir. Gestirnir voru nálægt því í tvígang að komast yfir en Halldór Orri Björnsson átti tvö skot í tréverkið með stuttu millibili. Annað mark Fylkis kom á 70. mínútu en þar var að verki Albert Brynjar Ingason sem skor- aði af stuttu færi eftir sendingu frá Andrési Má. Jóhann Þórhalls- son sem hafði komið inn á sem varamaður kláraði leikinn og gull- tryggði sigurinn fyrir Fylki eftir misheppnaða markspyrnu Bjarna Þórðar í marki gestanna. Leikur- inn rann út í sandinn og Fylkis- menn fögnuðu góðum sigri í mikl- um baráttuleik. Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylk- is, var að vonum sáttur í leikslok. „Þetta var sanngjarn sigur og við vorum bara klárlega betra liðið í þessum leik. Það var mikil barátta en við vorum bara betri. Skilaboð- in voru skýr fyrir leikinn, fara út á völl og sigra eins og við leggjum upp alla heimaleiki,” sagði Ólaf- ur en hann var búinn að lesa and- stæðingin vel og dæmið gekk upp hjá hans mönnum. „Við vitum hvernig Stjarn- an spilar og við náðum að loka á hættulegustu mennina þeirra enda náðu þeir ekki að skapa sér mörg færi í leiknum. Við áttum fullt af færum í leiknum og við vissum það að ef að við myndum vera þol- inmóðir myndu fleiri mörk koma. Þetta gæti ekki litið betur út og ég er mjög ánægður,” sagði Ólaf- ur Þórðarson. - rog Við vorum bara betri Fylkismenn eru með fullt hús á toppi Pepsi-deildar karla eftir annan 3-1 sigur- inn í röð nú á Stjörnumönnum í uppgjöri tveggja efstu liðanna í Árbænum. MARK EFTIR FJÓRAR MÍNÚTUR Ásgeir Börkur Ásgeirsson fagnar hér Ingimundi Níels Óskarssyni eftir að hann hafði komið Fylki í 1-0 á 4. mínútu á móti Stjörnunni í gær. Ásgeir Börkur lagði upp markið og var besti maður vallarins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI „Ég held aldrei áður séð jafn mikla einbeitingu og ákveðni í einu liði. Það voru 11 Selfosshjörtu sem voru inná vellinum, en ég gat ekki séð eitt hjarta hjá KR,“ sagði Sævar Þór Gísla- son eftir sögulegan 1- 2 sigur Selfyssinga á KR velli í gær- kvöldi. Sævar átti stór- an þátt í fyrsta markinu á 13. mínútu leiksins er hann slapp einn í gegnum vörn KR-inga og var felldur innan vítateigs af Lars Ivar Moldsked, mark- verði KR. Þorvald- ur Árnason, dómari, var viss í sinni sök og dæmdi víti og veifaði rauða spjaldinu á Mold- sked. Ingólfur Þórarins- son steig á vítapunktinn og skoraði. KR voru langt frá sínu besta í fyrri hálf- leik en fengu þó góð færi til að jafna leikinn. Fyrst var mark dæmt af Björgólfi Tak- efusa vegna rangstöðu og svo átti Baldur Sigurðsson skalla sem Jóhann Ólafur Sigurðsson varði vel í markinu. Selfyssingar nýttu sér gluf- ur í vörn KR í seinni hálfleik og Jón Daði Böðvarsson tvöfald- aði forystuna fyrir Selfyssinga á 53. mínútu með skoti af stuttu færi eftir góða fyrir- gjöf frá Sævari Þór. Annað rauða spjald kvölds- ins leit dagsins ljós þegar Agnar Bragi Magnússon brottvís- un fyrir háskalega tæklingu. KR náði að minnka muninn undir lokin með góðu skallamarki frá Baldri Sigurðssyni en sigur Selfoss var verð- skuldaður og ein óvænt- ustu úrslit í manna minnum stað- reynd. „Þetta var mjög slæmur ósigur hjá okkur. Ég er mjög ósáttur við frammistöðu minna manna í dag og það eru gríðarleg vonbrigði að byrja tímabilið með þessum hætti,“ segir Logi Ólafsson, þjálf- ari KR. „Við vorum óþolinmóðir en auðvitað erfitt að missa mann útaf snemma leiks. Okkur liggur of mikið á að sýna hvað við getum og bráðlætið varð okkur að falli.“ Aðeins eitt stig eftir leiki við nýliðana á heimavelli hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir KR-inga sem spáð er Íslandsmeistaratitlin- um. Selfyssingar munu hins vegar fagna vel og lengi ótrúlegum sigri í Vesturbænum. - jjk KR-ingar aðeins með eitt stig eftir heimaleiki gegn nýliðum Hauka og Selfoss: Ellefu Selfosshjörtu en ég sá ekki eitt hjarta hjá KR Staðan í deildinni Fylkir 2 2 0 0 6-2 6 Fram 2 1 1 0 4-2 4 FH 2 1 1 0 3-2 4 Stjarnan 2 1 0 1 5-3 3 Keflavík 1 1 0 0 1-0 3 Selfoss 2 1 0 1 3-4 3 Valur 1 0 1 0 2-2 1 KR 2 0 1 1 3-4 1 Breiðablik 2 0 1 1 2-3 1 Haukar 2 0 1 1 2-3 1 ÍBV 1 0 0 1 0-2 0 Grindavík 1 0 0 1 0-4 0 LOGI ÓLAFSSON KR-liðið hefur valdið miklum vonbrigðum. FRÉTTBLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.