Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 17. maí 2010 23 Breski gamanleikarinn Russell Brand var viðmælandi tímarits- ins Playboy fyrir skemmstu þar sem hann svaraði tuttugu lauf- léttum spurningum. Brand var meðal annars spurður út í það þegar hann var kynnir á MTV verðlaunahátíð- inni fyrir nokkrum árum og kallaði George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseta, þroska- hefta kúrekann og hlaut miklar skammir fyrir. „Ég hélt ekki að þetta mundi koma mér í vandræði, ég meinti þetta sem hrós. Ég var í raun ekki að setja út á hinn þroska- hefta Bush heldur að hrósa Bandaríkjamönnum fyrir að vera svo franmsæknir að leyfa þessum takmarkaða manni að stýra landinu í svo langan tíma. Í mínu heimalandi hefði Bush ekki einu sinni verið treyst fyrir skærum,“ sagði grínistinn. Hrósar Könum OPINSKÁR Russell Brand sat fyrir svör- um í tímaritinu Playboy fyrir skemmstu. NORDICPHOTOS/GETTY Tímaritið Radar birti nýverið röð smáskilaboða sem þeir segja Bones leikarann David Boreanaz hafa sent Rachel Uchitel, sem þekkt- ust er fyrir að vera hjákona Tiger Woods. Boreanaz og Uchitel áttu í sambandi stuttu áður en Woods kom til skjalanna, en Boreanaz átti á þeim tíma von á öðru barni sínu með eiginkonu sinni. Uchitel sagði skilaboðin hafa verið tekin úr sam- hengi og að samband hennar við leikarann hafi verið innilegra en skilaboðin beri vitni um. „Ég hef undir höndum myndbrot sem hann sendi mér þar sem hann tjáir mér ást sína. Ég sleit sambandinu að lokum því ég treysti honum ekki fullkomlega,“ sagði Uchitel. Treysti ekki Boreanaz ÁSTFANGIN Rachel Uchitel átti í sambandi við Bones leikarann David Boreanaz áður en hún hitti Tiger Woods. Sýningin Annað auga - Úr safni Péturs og Rögnu var opnuð á Kjar- valsstöðum fyrir helgi í tengslum við Listahátíð Reykjavíkur. Þar má sjá valdar ljósmyndir úr safni listsafnarans Péturs Arasonar og eiginkonu hans Rögnu Róberts- dóttur. „Ég hóf að safna verkum fyrir um fjörutíu árum og eru verk- in orðin eitthvað um níuhundruð talsins. Verkin eru flest eftir sam- tímalistamenn, bæði evrópska og bandaríska og flestir eru þeir enn á lífi,“ útskýrir Pétur. Aðspurður segist hann varla hafa pláss fyrir öll verk sín lengur því ekki komist þau fyrir á veggjunum heima hjá honum. „En einhvers staðar kemst þetta fyrir,“ segir hann og hlær. Inntur eftir því hvað heilli hann einna mest við nútímamyndlist segist hann eiga erfitt með að svara því. „Myndlist er vítt svið og ég veit ekki hvort það sé eitt- hvað eitt sem heillar mig meira en annað. En nú getur fólk komið og séð með eigin augum hvers konar ljósmyndir hafa heillað mig í gegn- um tíðina.“ Pétur segist duglegur að fylgj- ast með því sem gerist innan listaheimsins enda hljóti lista- verkasafnari að þurfa að fylgjast vel með. Hann fer oft utanlands vegna vinnu sinnar og reynir þá að sækja ýmsar listasýningar í leiðinni. „Það er kannski einhver árátta sem fylgir þessu, ég get ekki sagt annað, en maður verð- ur að hafa áhuga á því sem maður er að gera,“ segir Pétur sem lánar gjarnan verk sín til sýninga bæði hér heima og erlendis. „Það er misjafnt hvort það sé eitt verk eða mörg sem eru lánuð, en það er allt- af jafn gaman að sjá verkin sín á svona sýningum.“ - sm Pétur og Ragna eiga níuhundruð málverk STÓRSAFNARI Verk í eigu Péturs Arason- ar og eiginkonu hans, Rögnu Róberts- dóttur, eru sýnd á Kjarvalsstöðum í tengslum við Listahátíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Laust er í eftirfarandi flokka: Vatnaskógur 1. Gauraflokkur 3. - 7. júní 10 - 12 ára Örfá pláss laus 2. flokkur 8. - 14. júní 9 - 11 ára Fullbókað 3. flokkur 15. - 21. júní 10 - 12 ára Örfá pláss laus 4. Ævintýraflokkur 22. - 28. júní 12 - 14 ára Örfá pláss laus 5. flokkur 29. júní - 5. júlí 9 - 11 ára Nokkur pláss laus 6. flokkur 6. - 12. júlí 10 - 12 ára Laus pláss 7. Ævintýraflokkur 13. - 19. júlí 12 - 14 ára Nokkur pláss laus 8. flokkur 20. - 26. júlí, 10 - 12 ára Nokkur pláss laus 9. Unglingaflokkur 3. - 8. ágúst 14 - 17 ára Laus pláss (bæði kyn) 10. flokkur 9. - 15. ágúst 10 - 12 ára Laus pláss ATH. Einnig laust í feðgaflokka í lok sumars Tryggðu barninu þínu ánægjulega sumardvöl. sumarbúðir KFUM og KFUK Skráning og nánari upplýsingar í síma 588-8899 og á www.kfum.is KOMUM VINNUFÚSUM HÖNDUM TIL STARFA. KJÓSUM SAMFYLKINGUNA! Vekjum Reykjavík! Atvinnulausir Reykvíkingar hafa aldrei verið fl eiri. Samfylking- in sættir sig ekki við það. Borgin þarf að vakna, taka forystu og beita öllu afl i til að minnka atvinnuleysið og fl ýta endurreisninni. Samfylkingin vill markvissar aðgerðir atvinnumálum. 1. Átak í nýsköpun og nýtingu á tómu húsnæði 2. Endurnýjun í eldri hverfum og efl ing innviða 3. Samstillt vaxtarátak á öllu höfuðborgarsvæðinu 4. Tvöföldun viðhalds og auknar verklegar framkvæmdir 5. Vaxtarátak í græna geiranum Við verðum líka að hlúa að atvinnuleitendum og veita þeim öryggi. Annars getur atvinnuleysið valdið miklu andlegu tjóni! KJÓSUM MEIRI KRAFT OG ÖRUGGA ATVINNU Kynntu þér aðgerðaráætlun okkar á xsreykjavik.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.