Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 2
2 17. maí 2010 MÁNUDAGUR Hjálmar, eruð þið búin að stimpla ykkur inn fyrir kosn- ingar? „Við stimplum ekki fólk; Næstbesti flokkurinn er opinn öllum án tillits til stjórnmálaskoðana.“ Aðeins voru til stimplar með listabók- stöfum fjöggurra flokka af sjö í kjörklefa sýslumannsins í Kópavogi þegar kjósandi þar í bæ ætla að greiða utankjörfundar- atkvæði. Hjálmar Hjálmarsson er oddviti Næstbesta flokksins. SLYS Þyrla Landhelgisgæslunn- ar sótti göngumann sem datt á vesturhluta Esjunnar laust fyrir klukkan þrjú í gær og flutti hann á slysadeild. Maðurinn var við Heljaregg í Esju við klettaklifur ásamt tveim- ur félögum sínum þegar hann datt og er talið að hann hafi fallið að minnsta kosti sex metra. Ekki reyndist unnt að fara með börur að manninum og því var brugðið á það ráð að láta sigmann úr þyrlu Landhelgisgæslunnar síga niður til hans með lykkju og hífa hann um borð í þyrluna.. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans slapp maðurinn án alvarlegra áverka en hann var undir eftirliti á spítala í nótt. - jhh Þyrla sótti göngumann: Féll sex metra á Heljaregg í Esju Dagur gegn fordómum Alþjóðadagur gegn fordómum í garð samkynhneigðra er haldinn í sjötta sinn í dag. Í tilefni þess lýsti forseti Evrópuþingsins andúð sinni á for- dómum í garð samkynheigðra í gær. EVRÓPUÞINGIÐ FÓLK Rúmlega þrjátíu konum sem búa á gos- svæðinu við Eyjafjallajökul var boðið í dagsferð til Vestmannaeyja á föstudaginn. Konurnar hafa staðið í ströngu undanfarið eins og aðrir íbúar á svæðinu og var tilgangurinn með ferðinni að dreifa huga þeirra þann daginn. „Þetta var yndislegur dagur og það var vel tekið á móti okkur,“ segir Magðalena Jónsdótt- ir bóndi og ein kvennanna í ferðinni. Hún segir Árna Johnsen hafa skipulagt ferðina ásamt kvenfélögum í bænum. Konurnar voru sóttar í Bakkafjöru og siglt til Eyja í útsýnisbátnum Víkingi. „Það var mjög gott að vera með þessum konum, sem eru að ganga í gegnum sömu reynslu,“ segir Magðalena. Hún sagði einnig hafa verið hressandi að ræða við heimakon- urnar í Eyjum. „Þessar konur sem upplifðu margar gosið í Eyjum og komu svo strax aftur til þess að byggja upp, það var mjög jákvætt að heyra frá þeim.“ Þó að ferðin hafi átt að gefa konunum frí frá gosinu gekk það ekki alveg eftir þar sem aska fór að falla í Vestmannaeyjum þegar konurn- ar voru þar. „Við tókum það ekki inn á okkur, það er bara eitthvað sem við erum vanar. Eftir öskufallið var hins vegar ekki víst að við kæm- umst aftur til baka,“ segir Magðalena, en þar sem báturinn Víkingur tekur inn sjó sem kæli- vatn er hann ósjófær í öskufalli. Annar bátur var útvegaður á endanum og konurnar komust heim á tilsettum tíma. - þeb Rúmlega þrjátíu konur sem búa á gossvæðinu við Eyjafjöll deildu reynslu sinni með Eyjakonum: Lentu í öskufalli í gosfríi í Vestmannaeyjum TAÍLAND, AP Taílensk stjórnvöld hafna því að leita sátta við stjórn- arandstæðinga með fulltingi Sam- einuðu þjóðanna. Að minnsta kosti 31 hefur látist í átökum frá því á fimmtudag, þegar lögregla og herinn létu til skarar skríða gegn mótmælendum. Rauðstakkar hafa mótmælt í Bangkok um nokkurra mánaða skeið og krafist þess að for- sætisráðherra landsins segi af sér og að efnt verði til kosninga. Nattawut Saikua, einn af leið- togum Rauðstakka, sagði mótmæl- endur reiðubúna til að setjast að samningaborði með ríkisstjórn- inni með milligöngu Sameinuðu þjóðanna, að því gefnu að herinn myndi draga sig í hlé. Ríkisstjórn- in sló það af borðinu og sagði utan- aðkomandi aðila ekki eiga að skipta sér af innanríkismálum Taílands. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í rúmlega tuttugu héruðum um allt landið - einkum í norður- hluta þess, höfuðvígi mótmælanda, Yfirvöld hvöttu konur og eldra fólk að forða sér úr hverfum sem eru á valdi mótmælenda fyrir daginn í dag og hafa óskað eftir aðstoð Rauða krossins. - bs Að minnsta kosti 31 hafa týnt lífinu í óeirðum í Taílandi: Stjórnin þvertekur fyrir sátt MIÐBORG BANGKOK Mótmælendur brenndu bíldekk í miðborg höfuðborgar Taílands í gær. Útgöngubann tók gildi í gær og starfsmenn Rauða krossins voru sendir til hættulegustu staðanna að forða konum og eldra fólki burt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ORKUMÁL Fulltrúar kanadíska fyrirtækisins Magma Energy munu ganga á fund ráðherra í dag þar sem möguleg aðkoma ríkisins að málum HS Orku verður rædd. Ekki var tekin ákvörðun um sölu á hlut Geysis Green í HS Orku til Magma í gær. Boðað verður til blaðamannafundar um málið í dag. Ýmsar atlögur hafa verið gerð- ar að málinu og hefur ætíð slitnað upp úr viðræðum. Að þeim hafa, auk fulltrúa ríkisins og fyrirtæk- isins , komið fulltrúar l íf- eyrissjóðanna, Grindavíkur og Framtakssjóðs. E k k i h e f u r gengið saman og því var yfir- lýst stefna fyr- irtækisins að selja Magma Energy hlutinn. Sú hugmynd hefur mætt mik- illi andstöðu, ekki síst frá Vinstri grænum. Ögmundur Jónasson, þingmaður flokksins, lýsti eftir því í gær að salan yrði stöðvuð. Þá hefur Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýst yfir and- stöðu sinni á fyrirhugaðri sölu. Einnig má nefna að Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-lista í Reykjanesbæ, sameiginlegs lista Samfylkingar og Framsóknar- flokksins, hefur lýst því yfir að fyrirhuguð sala þýði að hagnaður af orkusölu flytjist úr landi. Guðrún Ágústa Guðmundsdótt- ir, oddviti Vinstri grænna í Hafn- arfirði, hyggst leggja fram tillögu í bæjarstjórn þess efnis að sam- félagsleg yfirráð í landi sveitarfé- lagsins verði tryggð. Þau mál eru á hendi opinbera hlutafélagsins Suðurlinda, sem heldur utan um náttúruauðlindir Hafnarfjarð- ar, Grindavíkur og Voga. Frétta- blaðið hefur heimildir fyrir því að sambærileg tillaga sé væntanleg í hinum sveitarfélögunum. Guðrún bendir á að þau svæði sem HS Orka skilgreini sem sín framtíðarvirkjunarsvæði séu innan marka bæjarfélaganna þriggja. Hún segir fráleitt að ætla sér að selja hlutinn nú til kanad- íska fyrirtækisins. „Það sýnir örvæntingu Reyk- nesinga að ganga frá sölunni nú til að fegra bókhaldið. Þeir eru bara að selja auðlindirnar til að bjarga sjálfum sér.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er allsendis óvíst hvort af samningum verður við ríkisvald- ið. Þykir sumum stjórnarliðum að ríkið eigi nóg með hluti sína í Landsvirkjun, Rarik og Orkubúi Vestfjarða, enda sé skuldsetning mikil í orkugeiranum. Aðrir líta á það sem prinsippmál að missa ekki auðlindir í erlenda eigu. kolbeinn@frettabladid.is Ríkisstjórnin skoðar aðkomu að HS Orku Ráðherrar funda með fulltrúum Magma Energy í dag um mögulega aðkomu ríkisins að HS Orku. Ekki tekin ákvörðun um sölu á hlut Geysis Green Energy til Magma í gær. VG Hafnarfirði vill að félagslegt eignarhald ráði orkunýtingu. GUÐRÚN ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR SVARTSENGI Vinstri græn í Hafnarfirði og Suðurnesjum vilja að öll framtíðarorkunýt- ing á svæði Suðurlinda, sem er í eigu Hafnarfjarðar, Grindavíkur og Voga, verði háð samfélagslegu eignarhaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GRIKKLAND, AP Grikkir ætla að skoða þann möguleika að lög- sækja bandaríska fjárfestinga- banka fyrir að hafa átt þátt í efnahagsvand- ræðum lands- ins. Þetta sagði George Papand- reou forsætis- ráðherra lands- ins í gær. Bæði rík- isstjórn og almenningur í Grikklandi hafa kennt fjár- festingabönkunum um að hafa átt þátt í efnahagshruninu þar með neikvæðum spám sínum. Forsætisráðherrann sagði þó fyrst nauðsynlegt að rannsaka hrunið til hlítar. Gríska þingið mun standa fyrir slíkri rannsókn. Þá sagðist hann ætla að beita sér fyrir sterkari löggjöf um fjár- málamarkaðinn. - þeb Vilja rannsaka gríska hrunið: Íhugar að lög- sækja banka GEORGE PAPANDREOU SJÁVARÚTVEGUR Alls hélt 321 bátur til strandveiða og alls voru 726 landanir í fyrstu viku strandveiði- vertíðarinnar, sem hófst fyrir viku. Fiskistofa veitti 407 leyfi til strandveiða en töluvert fleiri umsóknir eru í vinnslu. Hátt á fimmta hundrað tonn veiddust í vikunni. Mest hefur verið sótt í leyfi á svæði A, frá Eyja- og Mikla- holtshreppi til Súðavíkurhrepps, alls 172 leyfi. Næst á eftir kemur svæði D, frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps, þar sem gefin hafa verið út 122 leyfi. Afli strandveiðibáta er að mestu þorskur en tæpum 25 tonnum af ufsa hefur jafnframt verið landað auk minna magns í öðrum tegund- um, að því er fram kemur á vef Fiskistofu. Önnur vika strandveiða hafin: Yfir 300 bátar á strandveiðum Í ARNARSTAPAHÖFN Ólafur Ingason er einn þeirra sem var á strandveiðum í síðustu viku. Kristín Sólborg dóttir hans fór í túr með honum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í BAKKAFJÖRU Konurnar á leið um borð í bát sem flutti þær til Vestmannaeyja. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR SPURNING DAGSINS Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis). Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húðmeðferðar á fótum. Lamisil Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil Once. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að bera á báða fætur, jafnvel þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.