Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 8
8 17. maí 2010 MÁNUDAGUR 5.000 umslög af heppilegri stærð. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA 2.000 bæklingar með afar djúpum pælingum. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is 1 Hvað heitir lögfræðingurinn sem Sigurður Einarsson hefur ráðið sér? 2 Hvaða kvikmyndahúsi í höfuðborginni verður lokað um mánaðamótin? 3 Hvaða fyrrum knattspyrnu- maður er fluttur til landsins og starfar sem fótboltasérfræðing- ur hjá RÚV? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 EFNAHAGSMÁL Eva Joly segir að miðað við aðstæður gangi rann- sókn, vegna bankahrunsins, ágætlega. Þá sé eðlilegt að ekki sé skýrt frá þeirri rannsókn sem í gangi er opinberlega. Þetta kom fram í Silfri Egils í gær. Þá varaði hún við því að reynt yrði að gera lítið úr rannsókninni og störfum sérstaks saksóknara, Ólafs Þórs Haukssonar. Tilhneig- ingar í þá átt gætti í ummælum margra vegna fyrstu handtak- anna og kæra á hendur stjórn- enda Glitnis. Hún sagði ennfrem- ur að ekki mætti líta svo á að mál Landsbankans lægju óbætt hjá garði, þó lítið færi fyrir þeim nú. Sýna yrði þolinmæði. - kóp Joly segir miða eðlilega: Gera lítið úr rannsókninni EVA JOLY HEILBRIGÐISMÁL Nýtt hjúkrunar- heimili fyrir 60 heimilismenn verður tekið í gagnið í Garðabæ haustið 2012. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, og Árni Páll Árnason, félags- og trygg- ingamálaráðherra, undirrituðu samning um fjármögnun og upp- byggingu heimilisins í gær. Heimilið verður á Sjálandi og er áætluð stærð þess 4.500 fer- metrar. Í húsinu verður einnig svokallað þjónustusel, 1.500 fer- metra rými fyrir ýmsa þjónustu við eldri borgara, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, hárgreiðslustofu og fótaaðgerðastofu. Heildar- kostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður 2,16 milljónir. Fram- kvæmdir munu hefjast í haust. - sh Hjúkrunarheimili í Garðabæ: Nýtt heimili opni árið 2012 SVEITARSTJÓRNARMÁL Sjálfstæðis- flokkurinn í Reykjavík leggur megináherslu á það á komandi kjörtímabili að standa vörð um grunnþjónustu borgarinnar án þess að hækka skatta. Frambjóð- endur flokksins kynntu stefnuskrá hans fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar í gær. Flokkurinn segist vilja forgangs- raða í þágu fjölskyldna í borginni og að „gjöld fyrir grunnþjónustu verði áfram með þeim lægstu á landinu.“ Þá vill flokkurinn að sköpuð verði aukin tækifæri til atvinnusóknar með framkvæmdum og átaksverk- efnum, auk bættrar þjónustu við fyrirtæki og frumkvöðla. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri sagði borgarbúa verða að geta treyst því að borgin standi með þeim og standi vörð um þjón- ustu og öryggi fyrir börn og fjöl- skyldur, án þess að hækka skatta. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa sýnt að þetta væri hægt að gera. Flokkurinn segist vilja að hugað verði betur að lífsgæðum í hverf- um borgarinnar og að íbúar fái aukin áhrif með því að kjósa beint í hverfisráð og um forgangsröðun í fjárhagsáætlunum. - þeb Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kynnti stefnuskrá fyrir kosningarnar: Skattar verði ekki hækkaðir Í HLJÓMSKÁLANUM Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og aðrir fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins kynntu stefnuskrá flokksins fyrir komandi kosn- ingar í Hljómskálanum á laugardag. HEILBRIGÐISMÁL Haldi íslensk stjórnvöld áfram á sömu braut í lækkun lyfjaverðs munu stór- ir lyfjaframleiðendur hætta að setja ný lyf á markað hér á landi og jafnvel draga eldri lyf af markaði, segir Robin Turner, framkvæmdastjóri hjá sviss- neska lyfjafyrirtækinu Roche. Fyrirtækið er eitt af stærstu lyfjafyrirtækjum í heiminum í dag, og stærsti fram- leiðandi krabbameins- lyfja. Turner segir íslensk stjórnvöld ítrekað hafa tekið slæmar ákvarð- anir um lyfjamark- aðinn. Ekki gangi að lækka verðið hér niður fyrir ásættanlegt verð á stærri mörkuðum. Þá krefjist aðrir þess að fá lyf á sama verði og Íslendingar, sem gangi ekki upp fyrir lyfjafyrirtæki á borð við Roche. Roche er ekki eina lyfjafyrirtækið sem er búið að fá nóg af ástandinu á Íslandi, segir Turner. Önnur lyfjafyrirtæki séu í nákvæmlega sömu stöðu. Óvissa sem ríkt hefur hér á landi um lyfjaverð hefur einn- ig haft afar skaðleg áhrif, segir Turner. Það sé erfitt að ákveða hvort selja eigi ný lyf á Íslandi þegar umsamið verð sé lækkað einhliða af íslenskum stjórnvöld- um stuttu eftir að lyfin komi á markað. Óvissan jókst verulega eftir efnahagshrunið hér á landi haustið 2008. Turner segir að um tíma hafi litið út fyrir að stöðug- leika væri náð á ný. Þá hafi röð slæmra ákvarðana komið frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum og allt farið í sama farið aftur. „Við og okkar fulltrúar á Íslandi náðum engu sambandi við heilbrigðisráðherra eftir það, ráðherrann virðist kjósa einhliða ákvarðanir í stað þess að ræða málin,“ segir Turner. „Það hefur enginn spurt mig hvað Roche gæti gert til að koma til móts við Ísland í þeirri erfiðu stöðu sem land- ið er í dag. Það hefur ekki einu sinni reynt á hvort hægt væri að koma fram með skap- andi hugmyndir sem kæmu til móts við báða aðila. Þess í stað er ítrekað ákveðið ein- hliða að lækka verðið með litlum fyrirvara.“ Roche hefur fjár- fest talsvert á Íslandi, og gert tilraunir með krabbameinslyf hér á landi. Turner segir augljóst að ekki verði framhald þar á ef lyfin sem prófuð eru fari ekki í sölu hér á landi. Turner segir nauðsynlegt fyrir íslensk heilbrigðisyfirvöld að ræða málin á opinn hátt við full- trúa lyfjafyrirtækjanna. Í Dan- mörku hafi til að mynda verið samið um verðlækkun á lyfjum gegn því að samningur um lyfja- verð gildi í tvö til þrjú ár að lág- marki. Það sé stuttur tími, en skárra en það ástand sem ríkt hafi á Íslandi. brjann@frettabladid.is Stór lyfjafyrirtæki íhuga að hætta að selja lyf til Íslands Mikill óstöðugleiki á lyfjamarkaði á Íslandi gæti orðið til þess að ný lyf verði ekki sett á markað hér á landi segir framkvæmdastjóri lyfjarisa. Viljum sambærilegt verð og nágrannalöndin segir heilbrigðisráðherra. LYF Þróun og framleiðsla á lyfjum er kostnaðarsöm og óstöðugleiki á lyfsölumark- aði er þyrnir í augum lyfjafyrirtækja, segir framkvæmdastjóri hjá Roche-lyfjarisan- um. NORDICPHOTOS/AFP „Við höfum náð gríðar- legum árangri í lækkun útgjalda til lyfjakaupa án þess að það hafi bitnað á sjúklingum eða heilbrigðis- stofnunum,“ segir Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráð- herra. Ríkissjóður hafi sparað einn milljarð króna á síðasta ári með breyt- ingum á lyfjakaupum og niðurgreiðslu og til standi að spara 1,5 milljarða á yfirstandandi ári. „Það er ljóst að þetta kemur ein- hvers staðar niður, en ég hef enga trú á því að landið verði lyfjalaust vegna þessa,“ segir Álfheiður. Hún segir kröfu Íslendinga ekki þá að fá lyfin á lægra verði en aðrir, aðeins að fá sambærilegt verð og nágrannalöndin. „Það er misskilningur að þetta skipti sköpum varð- andi afkomu lyfjafyrirtækj- anna í heiminum, þetta er 300 þúsund manna markaður, sem er örmark- aður fyrir lyfjaiðnaðinn. Ég held að það séu ýkjur að þessi fyrirtæki íhugi að hætta að setja lyf á markað hér á landi.“ Álfheiður vísar því alfarið á bug að ekki sé haft samráð við lyfja- iðnaðinn í aðgerðum stjórnvalda. Þvert á móti hafi verið haft víðtækt samráð við lyfjafyrirtæki og lækna. Hef ekki trú á að landið verði lyfjalaust ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR ATVINNUMÁL Samiðn krefst þess að stjórnvöld ráðist í öflugt átak í uppbyggingu í orkumálum og stóriðju. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á þingi Samiðnar um atvinnumál á laugardag. Í ályktuninni segir að með átaki í stóriðju skapist forsendur fyrir viðsnúningi í íslensku efna- hagslífi og auknum hagvexti. Enn fremur segir að tryggja verði sjálfbærni í nýtingu auðlinda og að ekki verði gengið á rétt kom- andi kynslóða. - bs Samiðn um atvinnumál: Heimtar átak í virkjanamálum Það hefur enginn spurt mig hvað Ro- che gæti gert til að koma til móts við Ísland í þeirri erfiðu stöðu sem landið er í dag. ROBIN TURNER FRAMKVÆMDA- STJÓRI HJÁ ROCHE VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.