Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI17. maí 2010 — 114. tölublað — 10. árgangur
FASTEIGNIR.IS
17. MAÍ 2010
20. TBL.
Heimili fasteignasala hefur til sölu mikið endur-
nýjað 190 fermetra endaraðhús að Látraströnd
28 á Seltjarnarnesi.
H úsið er á þremur pöllum en komið er inn á neðsta pallinn. Þar er anddyri með flísum og stórum fataskáp. Gestasnyrting er flísalögð í hólf og gólf með skáp og innréttingu. Hol/gangur með parketi. Tvö barnaherbergi með parketi eru á pallin-um. Gengið er út á lóðina úr öðru herbergi. Þvottahús er með flísum á gólfi, innréttingu og þar má einnig ganga út á lóðina. Miðpallurinn er opin stofa með mik-illi lofthæð, parketi á gólfi og útgangi á lóðina. Falleg-ur arinn er í stofunni. Komið er upp á efsta pallinn úr stofunni. Þar er rúmgóð parketlögð borðstofa. Eldhús með flísum og fallegri innréttingu, hvít og úr eik. Sólskáli tengir á skemmtilegan hátt saman borðstofuna og eldhúsið. Á svefnherbergisgangi er hjónaherbergi með parketi, tvö herbergi með parketi og skápum, stórt baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, sturta og stórt nuddbaðkar.
Húsið hefur verið mikið endurnýjað síðastliðin ár.
Að sögn eiganda var húsið klætt að utan fyrir um 5
árum og frárennsli endurnýjað. Rafmagnstafla er ný
og rafmagn yfirfarið og endurnýjað að mestu. Innfelld
lýsing er í hluta hússins. Fyrir 2-3 árum voru nánast
öll gólfefni, innréttingar, innihurðir, baðherbergi o.fl.
endurnýjað. Ágætt útsýni. Sölusýning verður haldin í dag klukkan 16:30.
Mikið endurnýjað enda-raðhús á þremur pöllum
Fallegur arinn er í stofunni.
Húsið er mikið endurnýjað bæði að innan og utan.
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
FÆTUR húsmæðra og -feðra fá sjaldan frí. Meðan hend-
urnar vinna mikið verk í eldhúsinu fyrir kvöldmatartíma
er því ekki úr vegi að huga að tánum. Það má gera
með því að koma sér upp mjúkri mottu til að standa á.
Hilla fyrir helg b
Þ ð
Öfugt við marga unglinga hefur Sylvía Lind gaman af gömlum hlutum sem fylgt hafa fjölskyldunni. Kisan hennar heitir Snúlla.
FRÉTTABLAÐIÐ/GV
Allar vörur með 20% afslætti til 21 maí
í bústaði
híbýli og viðhaldMÁNUDAGUR 17. MAÍ 2010
3 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Fasteignir.is
Híbýli og viðhald
MÁNUDAGUR
skoðun 14
veðrið í dag
Heiðarleika
Veljum
framboð um
H-lista
í vor
Ólafur F. Magnússon
greiðir auglýsinguna
LAGADEILD
Metnaður og gæði
Umsóknarfrestur til 5. júní
Lagadeild
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Bæklingur
fylgir með
Börnin send á
Diskóeyju
Óttarr Proppé og
Bragi Valdimar
stilla saman
strengi sína.
fólk 30
Nýr prestur í
Fríkirkjunni
Frelsið og umburðarlyndið
innan Fríkirkjunnar hefur
ávallt höfðað til Bryndísar
Valbjarnardóttur.
tímamót 16
8
3 5
8
8
SVALT NORÐANLANDS Í dag
verður norðlæg eða breytileg átt,
víða 3-8 m/s. Búast má við lítils-
háttar rigningu við norðurströnd-
ina. Sunnanlands eru horfur á
skúrum, einkum síðdegis.
VEÐUR 4
FÓLK Hjónin Hannes Þór Bald-
ursson og Berglind Björk
Halldórsdóttir ákváðu að breyta
heimili sínu í gistiheimili til að geta
átt fyrir afborg-
unum af húsinu.
Fleiri húseig-
endur hafa gert
slíkt hið sama.
„Lánið hafði
hækkað svo
mikið og maður
var orðinn
þreyttur á því
að púla og púla
til að láta enda
ná saman,“ segir
Hannes Þór. Hjónin fluttu ásamt
börnum sínum þremur í íbúð í
næsta nágrenni. „Við erum nýbyrj-
uð og enn að ganga frá öllum til-
skyldum leyfum en við erum byrj-
uð að fá nokkrar bókanir og erum
bjartsýn fyrir sumarið,“ segir
Hannes Þór. -sm / sjá síðu 30
Breyta heimilinu í gistihús:
Bjartsýn fyrir
sumarið
HEILBRIGÐISMÁL Stór
lyfjafyrirtæki íhuga
alvarlega að hætta að
setja ný lyf á markað
hér á landi, og jafnvel
hætta að selja lyf sem
þau eru með í sölu í dag
vegna lækkandi lyfja-
verðs og óstöðugleika
á lyfjamarkaði hér á
landi.
„Það er ekki hægt að
lækka endalaust lyfja-
verðið á Íslandi, eins
og landið sé í einhvers
konar tómarúmi,“ segir
Robin Turner, fram-
kvæmdastjóri hjá sviss-
neska lyfjafyrirtækinu
Roche. Fyrirtækið er
eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims
og stærsti framleið-
andi krabbameinslyfja
í heiminum í dag.
„Það verður að horfa
á heildarmyndina, það
getur vel verið að það
sé hægt að ná hagræð-
ingu, en ríkisstjórnin á
Íslandi er ekki að beita
réttum aðferðum. Þeir
taka einhliða ákvarð-
anir hverja annarri vit-
lausari, og hafa ekkert
samráð við okkur eða
önnur lyfjafyrirtæki.
Þá er ekki hægt að kom-
ast að niðurstöðu sem
gengur upp fyrir báða
aðila,“ segir Turner.
Hann segir ófremd-
arástand hafa ríkt á lyfjamark-
aðinum á Íslandi undanfarið. Þar
skipti ekki síst máli að heilbrigð-
isráðherra hafi ítrekað tekið ein-
hliða ákvarðanir, breytt fyrri
ákvörðunum fyrirvaralaust og
án samráðs.
„Það er augljóst að ef lyfja-
verðið fer undir ákveðið lágmark
hefur mitt fyrirtæki engin önnur
úrræði en að hætta við að setja
tiltekin lyf á markaði á Íslandi,“
segir Turner. Þá sé líklegt að
hætt verði að selja ákveðin lyf
sem hafi verið í sölu á Íslandi fari
verðið undir ákveðið lágmark.
Þó íslenski lyfjamarkaðurinn
sé lítill er ekki hægt að bjóða
lægra verð hér en annars staðar
í Evrópu, segir Turner. Ástæðan
er sú að bjóðist betri verð hér en
á margfalt stærri mörkuðum sé
einfaldlega gerð krafa þar um að
fá lyfin á jafn lágu verði.
Hann segir Roche fráleitt eina
fyrirtækið sem sé búið að fá nóg.
Önnur stór lyfjafyrirtæki séu í
sömu stöðu, og þar hljóti menn að
íhuga málin á sama grundvelli.
Álfheiður Ingadóttir heilbrigð-
isráðherra segir kröfu Íslendinga
ekki að fá lyfin á lægra verði en
aðrir, aðeins að fá sambærilegt
verð og nágrannalöndin.
„Það er misskilningur að þetta
skipti sköpum varðandi afkomu
lyfjafyrirtækjanna í heiminum,
þetta er 300 þúsund manna mark-
aður, sem er örmarkaður fyrir
lyfjaiðnaðinn. Ég held að það séu
ýkjur að þessi fyrirtæki íhugi að
hætta að setja lyf á markað hér á
landi.“ - bj / sjá síðu 8
Íhuga að sniðganga Ísland
Alþjóðleg lyfjafyrirtæki gætu hætt við að setja lyf á markað hér á landi vegna lækkandi lyfjaverðs og óstöð-
ugleika segir talsmaður lyfjarisa. Ráðherra segir þetta ýkjur enda Ísland örmarkaður fyrir lyfjafyrirtæki.
FÉLAGSMÁL „Þetta var fyrst og fremst falleg stund
sem við héldum til að minnast þeirra sem fallið
hafa frá,“ segir Gunnlaugur I. Grétarsson, for-
maður samtakanna HIV-Ísland.
Samtökin stóðu fyrir árlegri minningarguðs-
þjónustu vegna þeirra sem látist hafa úr alnæmi
í Fríkirkjunni í gær. Kveikt var á 38 kertum,
einu fyrir hvern þeirra Íslendinga sem látist
hafa, segir Gunnlaugur.
„Þetta er alltaf meiri minningardagur en bar-
áttudagur. Við komum saman og áttum fallega
stund,“ segir Gunnlaugur.
Hann segir að talsvert hafi verið rætt um for-
dóma í Fríkirkjunni í gær. Bæði þá fordóma sem
þeir sem látist hafa úr alnæmi þurftu að glíma
við, og þá fordóma sem þeir sem sjálfir eru með
sjúkdóminn þurfa að eiga við hjá sjálfum sér.
- bj
Árleg minningarguðsþjónusta um þá sem látist hafa úr alnæmi í Fríkirkjunni:
Kveiktu á kertum til minningar
MINNTUST LÁTINNA Samtökin HIV-Ísland stóðu fyrir minningarathöfn um þá Íslendinga sem látist hafa úr alnæmi í Fríkirkj-
unni í gær. Gestir kveiktu á einu kerti fyrir hvern af þeim 38 sem látist hafa úr sjúkdóminum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ég held að
það séu
ýkjur að þessi
fyrirtæki íhugi
að hætta að
setja lyf á
markað hér á
landi.
ÁLFHEIÐUR
INGADÓTTIR
HEILBRIGÐIS-
RÁÐHERRA
HANNES ÞÓR
BALDURSSON
FH með montréttinn
FH vann 1-0 sigur á Hauk-
um í fyrsta Hafnarfjarðar-
slagnum í 36 ár.
íþróttir 27