Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 46
30 17. maí 2010 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2. getraun, 6. í röð, 8. málmur, 9.
knæpa, 11. til dæmis, 12. tala, 14. kál,
16. klafi, 17. traust, 18. óðagot, 20.
49, 21. þjappaði.
LÓÐRÉTT
1. merki, 3. borðaði, 4. víbrator,
5. mein, 7. skúfur, 10. tunna, 13.
hnoðað, 15. munnur, 16. tíðum, 19.
eldsneyti.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gátu, 6. áb, 8. tin, 9. krá,
11. td, 12. númer, 14. salat, 16. ok,
17. trú, 18. fum, 20. il, 21. tróð.
LÓÐRÉTT: 1. tákn, 3. át, 4. titrari, 5.
und, 7. brúskur, 10. áma, 13. elt, 15.
túli, 16. oft, 19. mó.
SJÓNVARPSÞÁTTURINN
„Þátturinn Út og suður er alveg
ótrúlega skemmtilegur. Mér
finnst svo gaman að kynnast
því hvað fólk er að gera annars
staðar á landinu, þess utan þá
er Gísli sjálfur svo skemmtilegur.
Ég má helst ekki missa af þætti
og dreymir um að eignast alla
seríuna.“
Sonja Bent, fatahönnuður.
Færst hefur í aukana að fólk breyti
heimilum sínum í gistheimili til að
afla aukatekna eða til þess eins að
geta staðið undir afborgunum.
„Lánið hafði hækkað svo mikið
og maður var orðinn þreyttur á
því að púla og púla til að láta enda
ná saman þannig að við ákváðum
að flytja út og breyta heimilinu í
gistiheimili,“ segir Hannes Þór
Baldursson sem rekur gistiheim-
ilið Our House ásamt eiginkonu
sinni Berglindi Björk Halldórs-
dóttur. „Við höfðum ekki efni á að
búa í húsinu lengur þannig að við
ákváðum að fara þessa leið í stað
þess að reyna að selja það. Við fjöl-
skyldan fluttum því út og búum nú
hérna við hliðin á,“ segir Hannes
Þór. Hjónin eiga saman þrjú börn
og er hið yngsta aðeins þriggja
mánaða gamalt.
Gistiheimilið opnar í næstu
viku og verður svefnpláss fyrir
allt að sextán manns. „Við erum
bara nýbyrjuð og enn að ganga frá
öllum leyfum en við erum byrj-
uð að fá nokkrar bókanir þannig
við erum bjartsýn á sumarið og
vonum bara að þetta standi undir
sér,“ segir Hannes.
Gistiheimilið LonnyPlanet við
Skipholt er rekið af Jóni Árna
Árnasyni sem einnig breytti íbúð
sinni í gistheimili. „Hann ákvað
að breyta íbúðinni í gistiheimili til
að reyna að skapa sér auka tekj-
ur. Þetta er þó allt á byrjunarreit
og enn er verið að huga að mark-
aðssetningu og öðru slíku. Þetta
á allt eftir að fara betur af stað,“
segir Hallgrímur Atlason, stjúp-
faðir Jóns Árna, sem staddur var
úti á landi við vinnu þegar blaða-
maður Fréttablaðsins hringdi.
Þegar Hallgrímur er spurður út
í hið skemmtilega nafn gistiheim-
ilisins segir hann það eins konar
orðaleik sem vísi í heiti ferðahand-
bókarinnar Lonely Planet. „Nafnið
þótti honum skemmtilegt því hann
er oftast kallaður Lonny af vinum
og vandamönnum.“
sara@frettabladid.is
HANNES ÞÓR BALDURSSON: VAR ORÐINN ÞREYTTUR Á AFBORGUNUNUM
Heimilinu breytt í gistihús
REKA SAMAN GISTIHEIMILI Hjónin Berglind Björk Halldórsdóttir og Hannes Þór Baldursson breyttu heimili sínu í gistiheimili til
að geta staðið undir afborgunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Þetta verður forvitnilegt,“ segir
Nana Alfreðsdóttir, söngkona hljóm-
sveitarinnar Elektra.
Elektra og hljómsveitin Dalt-
on taka sameiginlegan túr í sumar
undir heitinu „I Don‘t Do Boys-túr-
inn“. Meðlimir hljómsveitanna hitt-
ust af því tilefni á dögunum og mál-
uðu hljómsveitarrútu Dalton, en
henni munu hljómsveitirnar deila í
gegnum súrt og sætt í sumar.
„Við erum ótrúlega spennt-
ar. Við pössum ágætlega saman,“
segir Nana. „Það er gaman að hafa
nokkra stráka með og ég held að
það sé gott fyrir þá að ferðast með
stelpum. Þá náum við jafnvægi.
Þeir eru svo villtir, ég held að þeir
róist aðeins núna.“ Elektra og Dalt-
on koma fram á Borgarnesi, Blöndu-
ósi og Siglufirði um næstu helgi. Um
miðjan júní leggja hljómsveitirnar
svo Austurland undir sig.
En óttist þið ekki að hreinlæti
strákanna verði bágborið?
„Nei. Ég held að þeir verði ekki
í sama herbergi og við - við gistum
ekki í rútunni,“ segir hún og hlær.
„En þetta verður svakapartísumar.
Ótrúlega gaman. Það verður líka
gaman að skoða landið, ég er svo
mikið borgarbarn.“ - afb
Kvíða ekki ferðalagi með Dalton
„Það dásamlega við krakka er að
þeir koma ekki að borðinu fullir
af fordómum um hvað sé rétt og
skemmtileg. Þau finna þetta á sér,“
segir þúsundþjalasmiðurinn Óttarr
Proppé.
Óttarr vinur að barnaplötu ásamt
Baggalútnum Braga Valdimari
Skúlasyni og Kidda í Hjálmum.
Sögumaður á plötunni verður eng-
inn annar en Sigtryggur Baldurs-
son. „Þetta er saga sem við Bragi
kokkuðum upp, um krakka sem
eiga á hættu að verða leiðinleg,
þegar það kemst upp að þau langar
til að verða eignaumsýslufræðing-
ar og lögfræðingar þegar þau verða
stór,“ segir Óttarr. „Þá eru þau send
í skóla prófessorsins á Diskóeyju.
Þar er skemmtun og gleði kennd.“
Óttarr fer með hlutverk prófess-
orsins, en hann hefur brugðið sér
í allra kvikinda líki á söngsviðinu
- síðast sem söngvari einnar mögn-
uðustu hljómsveitar landsins; Dr.
Spock. Óttast Óttarr ekki að börn-
in hræðist rokkskrímslið sem hann
getur verið?
„Ég hef fundið fyrir því í gegnum
tíðina að krakkar hafa mjög gaman
af því sem maður er að gera - því
ýktari karakterar sem eru í gangi,
því betra, “ segir hann. „Þó maður
klæði sig upp fyrir fullorðna þá
skilja krakkar það betur en hinir
sem eldri eru.“ - afb
Senda börnin á Diskóeyju
LAGT Í‘ANN Elektra, Dalton og rútan sem rúntar með hljómsveitirnar um landið í
sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
BAGGALÚTURINN OG PRÓFESSORINN
Bragi Valdimar og Óttarr Proppé vinna
að glaðlegri barnaplötu.
Ný 4. vikna krakkajóganámskeið hefst 17. maí
hjá Jóga Stúdíó Stórhöfða 17.
2–4 ára » mánudagar klukkan 16:30–17:00
5–7 ára » miðvikudagar klukkan 16:30–17:00
8-10 ára » föstudagar klukkan 16:30–17:00
Skráning í síma 772 1025 og 695 8464
Verð aðeins 5.000 kr.
Krakkajóga
Nánari upplýsingar á
jogastudio.org
Stórhöfði 17
(gengið inn um Veggsport)
Sérstök hátíðarsýning var á Prince
of Persia; Sands of Time
í Kringlubíói Samfilm.
Eins og flestum ætti
að vera kunnugt leikur
Gísli Örn Garðarsson
í myndinni en fjöl-
margir vinir leikarans og
fjölskylda mættu
á sýninguna
enda ekki á
hverjum degi
sem Íslending-
ur leikur í jafn
stórri mynd.
Gísli bauð gesti bíósins velkomna
og sló á létta strengi. Grínaðist
með það að fyrir tveimur árum
hefðu hann, Disney-risinn og Jerry
Bruckheimer ákveðið að gera
bíómynd um Prince of Persia.
Gísli hefði hins vegar verið svo
upptekinn að þeir hefðu ákveðið
að láta fremur óþekktan
„þýskan“ leikara hafa
hlutverkið, Jake Gyllen-
haal. Áhorfendur í sal
klöppuðu hins vegar
rækilega þegar Gísli
birtist fyrst á
hvíta tjaldinu
og svo að
sýningu
lokinni.
Annars er óhætt hægt að fullyrða
að Gísli hafi í nægu að snúast.
Hann steig á fjalir Borgarleikhúss-
ins sem Rómeó í gærkvöldi með
Vesturporti en hélt síðan áleiðis
til Ameríku þar sem hann verður
viðstaddur frumsýningu
Prince of Persia í Los
Angeles þann 17.
maí. Sú frumsýning
verður ekki af lakari
taginu en á gestalist-
anum eru stórstjörnur
á borð við Bruce
Willis og Eddie
Murphy. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Ian Burton.
2 Regnboganum.
3 Andri Sigþórsson.