Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 16
 17. maí 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Frá því að Fríkirkjusöfnuðurinn var stofnaður árið 1899 hefur Fríkirkjan í Reykjavík vaxið og dafnað og er í dag með stærsta söfnuð utan þjóðkirkjunnar en söfnuðinum til- heyra nú um níu þúsund manns. Guðfræðingurinn Bryndís Valbjarnardóttir var sett inn í prestsembætti við Fríkirkj- una í Reykjavík við hátíðlega athöfn í gær. „Starfið leggst afar vel í mig og ég er mjög þakklát fyrir að fá þetta tækifæri, að starfa í Fríkirkjunni, því hún starfar í þeim anda sem mér er kær,“ segir Bryndís. „Það er þetta frelsi og umburðarlyndi innan Fríkirkjunnar sem hefur allt- af höfðað til mín. Fríkirkjan hefur alltaf staðið fyrir umbót- um og innan hennar er tekið tillit til allra hópa og þá sér- staklega minnihlutahópa sem hafa þurft að berjast fyrir sínum rétti, svo sem samkynhneigðir. Einnig hefur kirkjan alltaf staðið vörð um réttindi kvenna, réttindi til trúfrelsis og því eru margir sem hafa fundið að þeir eiga samleið með Fríkirkjusöfnuðinum.“ Bryndís fæddist árið 1957 í Reykjavík og er uppalin í borginni. Hún lauk embættisprófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands árið 2001 og hefur séð um messur í Fríkirkjunni í fjarveru Hjartar Magna Jóhannssonar fríkirkjuprests auk þess að starfa hjá Útfararstofu Íslands. „Ég var ekki alin upp á trúræknu heimili en það var lögð rík áhersla á að vera góð manneskja við minnimáttar; held ég hafi einu sinni farið í sunnudagaskólann sem barn og þegar ég fór að vinna við sunnudagaskólann skemmti ég mér því ekki síður vel en krakkarnir. Ég hef hins vegar alltaf verið trúuð og trúin hefur hjálpað mér og leitt mig í gegnum lífið. Þegar ég fór í guðfræðideildina var það samt ekki með því hugarfari að ég ætlaði að klára það nám og ég ætlaði aldrei meðvitað að verða prestur. En þetta varð svo sjálfkrafa eðlilegt fram- hald,“ segir Bryndís. Vígslumessan fór fram í Dómkirkjunni og um kvöldið setti séra Hjörtur Magni Bryndísi inn í embætti í Fríkirkj- unni. „Mér þykir mjög vænt um að fá að ganga í þau störf sem búið er að vinna svo vel í gegnum árin og traustið sem mér er sýnt með því. Það mikilvægasta í starfi prestsins er kærleikshugsunin og hún á alltaf við.“ juliam@frettabladid.is BRYNDÍS VALBJARNARDÓTTIR: SETT Í EMBÆTTI PRESTS Í FRÍKIRKJUNNI Kærleikurinn mikilvægastur ÞAKKLÁT FYRIR TRAUSTIÐ Bryndís Valbergsdóttir, nýr prestur í Fríkirkj- unni í Reykjavík, segist hlakka til að takast á við nýtt starf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GERÐUR HELGADÓTTIR (1928- 1975) LÉST ÞENNAN DAG. „Ég er sterk.“ Gerður Helgadóttir er einn þekktasti myndhöggvari Íslands. Verk hennar, brons- myndir, steinda glugga og mósaíklistaverk má finna víða á Íslandi og má þar nefna mósaíklistaverk- ið á Tollstöðvarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík. Á þessum degi árið 1983 varð tug- milljóna tjón á Suðurnesjum þegar hraðfrystihúsið Keflavík hf. brann. Bæði urðu skemmdir á húseignum og vélbúnaði og einnig brunnu þúsundir pakka af fiski. Bruninn var mikið áfall fyrir bæjarfélagið þar sem margir misstu atvinnu sína um tíma og einnig hafði skólafólk feng- ið vilyrði um vinnu hjá fyrirtækinu. Eldurinn barst út með skjótum hætti. Tilkynning um eldsvoðann barst lögreglunni í Keflavík um átta að kvöldi og kom slökkvilið Keflavíkur fyrst á staðinn og var eldur þá mikill í húsinu og erfitt að eiga við hann. Aðstoð barst fljótlega frá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli og slökkviliðinu í Sandgerði og náðu slökkviðiliðin tökum á eldinum um klukku- stund síðar. ÞETTA GERÐIST: 17. MAÍ 1983 Hraðfrystihús brennur SLÖKKVILIÐSMENN Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Magnús Þórðarson Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis Hraunhvammi 4, lést á Hrafnistu 11. maí. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni Hafnarfirði miðvikudaginn 19. maí kl. 13.00. Björn Magnússon Aðalbjörg Reynisdóttir Guðrún Elín Magnúsdóttir Jan A. Juncker Nielsen Þórður Rúnar Magnússon Anna Lárusdóttir Dagný Emma Magnúsdóttir Hjörtur Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar,afi, bróðir og frændi, Árni Sveinbjörn Árnason áður til heimilis að Þingaseli 5, Reykjavík Lést á líknardeil Landspítalans í Kópavogi 13.maí sl. Útförin verður auglýst síðar. Jóhann Geir Árnason Rannveig Árnadóttir Finnur H. Sigurgeirsson Hjördís Sigurgeirsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi, sonur og bróðir, Skúli Karlsson Bugðutanga 9, Mosfellsbæ, sem andaðist á heimili sínu sunnudaginn 9. maí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 18. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast Skúla eru beðnir um að láta björgunarsveitir njóta þess. Bergrós Hauksdóttir Ásdís Skúladóttir Ingibjörg Sigríður Skúladóttir Guðmundur Skúlason Skúli Freyr Arnarsson Karl Eiríksson Þóra Karlsdóttir Eiríkur Karlsson Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Rósu Maríu Þóru Guðmundsdóttur Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Guðmundur Vésteinsson Málhildur Traustadóttir Vésteinn Vésteinsson Elínborg Bessadóttir Grétar Vésteinsson Gyða Ólafsdóttir Sigurður Vésteinsson Hafdís Karvelsdóttir Bjarni Vésteinsson Steinunn Sigurðardóttir Viðar Vésteinsson Guðrún Lovísa Víkingsdóttir Auður Vésteinsdóttir Sveinn K. Baldursson Anna Margrét Vésteinsdóttir Höskuldur E. Höskuldsson Guðbjörg Vésteinsdóttir Sveinbjörn M. Njálsson Árni Þór Vésteinsson Ingibjörg Rögnvaldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigríður Guðmundsdóttir áður Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, sem andaðist fimmtudaginn 13. maí að Hrafnistu Hafnarfirði, verður jarðsungin þriðjudaginn 18. maí kl. 11.00 frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Björn B. Líndal Guðmundur Ingi Björnsson Ingibjörg Bertha Björnsdóttir Guðmundur Petersen Árni Már Björnsson Ásrún Jónsdóttir Sigurbjörn Björnsson Unnur Petra Sigurjónsdóttir Vilborg Anna Björnsdóttir Sigurður Flosason barnabörn og barnabörn. Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Guðbjörnsson framreiðslumeistari, Miðvangi 41, Hafnarfirði, sem lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði sunnudaginn 2. maí, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. maí kl. 15.00. Guðbjörn Steinþór Ólafsson Anna Elísabet Ólafsdóttir Kristján Sigurmundsson Ólafur Rúnar Ólafsson Oddný Kristinsdóttir Helgi Þór Ólafsson Ingibjörg Jóhannesdóttir Jóhann Valgarð Ólafsson Einar Örn Kristinsson Áslaug Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK Ástkær bróðir okkar og frændi, Páll Bernharð Guðmundsson frá Útibæ í Flatey á Skjálfanda, Háaleitisbraut 105, sem lést 1. maí 2010, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 17. maí kl. 13.00. Systkini og systkinabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.