Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 29
híbýli og viðhald ● fréttablaðið ●MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2010 3 Sýning tileinkuð austuríska hugs- uðinum Rudolf Steiner (1861-1925) stendur nú yfir Listsafni Wolfs- burg í Stuttgart í Þýskalandi. Steiner var guðspekingur sem þróaði kenningar sem kallast mannspeki á íslensku og fjalla um tengsl manna við guðdóminn. Einn liður í kenningum Steiners er nátt- úruleg ræktun jarðar, en þekktast- ur er hann sjálfsagt fyrir uppeldis- fræði undir merkjum Waldorfs- stefnunnar. Áhrif Steiners á listir, arkitekt- úr og samfélagið eru hins vegar til umfjöllunar á sýningunni í Wolfs- burg, sem er skipt í tvo hluta: Ru- dolf Steiner og nútímalist og Ru- dolf Steiner og gullgerðarlist hversdagsleikans. Þar er meðal annars þekktasta verk Steiners á sviði byggingar- listar, Goeth- eanum sem byggt var á árunum 1924 til 1928 og tengsl þess við cúbisma og ex- pressjónsima skoðuð. Þá er ljósi varpað á áhrif Stein- ers á síðari tíma lista- menn en á meðal þeirra sem nefndir eru til sögunn- ar eru Ólafur Elísson, Carsten Nicolai og Joseph Beuys. Sýningin stendur til 13. október á þessu ári. Magnús Bjarklind, fram- kvæmdastjóri Horticum menntafélags og fleiri sérfræð- ingar félagsins munu fjalla um garðyrkju og umhverfismál í pistlum sem verða birtir í Híbýlum og viðhaldi í sumar. „Við hjá Horticium ætlum meðal annars að fjalla um öll helstu við- halds- og umhirðuverkefni garð- eigandans, svo sem trjáklipping- ar, aðgerðir gegn mosa, áburðar- gjöf, grasslátt og fleira spennandi sem fellur undir almenn verk- efni garðeigandans. Einnig verð- ur fjallað um ýmis umhverfistengd málefni,“ segir Magnús. Horticum menntafélag hefur á undanförnum árum starfað að miðlun fróðleiks á sviði umhverfis og garðyrkju, bæði til almennings og faglærðra. Að félaginu standa sérfræðingar sem hafa víðtæka en ólíka menntun og reynslu á þessu sviði, bæði hérlendis og erlendis. Þeir hafa meðal annars starfað við Garðyrkjuskóla ríkisins og Land- búnaðarháskóla Íslands. Hópur- inn hefur undanfarin ár miðlað af þekkingu sinni á námskeiðum sem hafa verið haldin fyrir almenning og faglærða í samstarfi við Endur- menntun Háskóla Íslands, Tækni- skólann, Landbúnaðarháskólann, Mími-Símenntun og fleiri. Þá gaf félagið nýverið út, í samstarfi við Blómaval, bókina Vinnan í garðin- um - handbók um garðverkin, sem er leiðbeiningarit um almenna garðvinnu fyrir almenning. „Um þessar mundir erum við og Félag skrúðgarðyrkjumeistara á Íslandi að vinna í stóru samnor- rænu verkefni sem gengur út á gerð kennsluefnis og námsskrár fyrir almenna starfsmenn í garð- yrkju. Megin tilgangur verkefn- isins er að byggja upp sameigin- legan þekkingargrunn sem stuðst verður við, meðal annars í kennslu, í námskrárvinnu og við gerð kennsluefnis í þátttökulöndunum, það er Finnlandi, Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð, en tekur jafnframt tillit til ólíkra aðstæðna í hverju landi,“ segir Magnús. Að hans sögn er eitt helsta bar- áttuefni Horticum menntafé- lags og Félags skrúðgarðyrkju- meistara að fjölga faglærðum í stétt skrúðgarðyrkjumanna hér- lendis. „Nýliðun hefur verið allt- of lítil hingað til með þeim afleið- ingum að fjöldi ófaglærðra starf- ar að skrúðgarðyrkju á landinu. Skrúðgarðyrkja er löggilt iðn- grein og við höfum beitt okkur fyrir því að skrúðgarðyrkja verði kennd við almenna iðnskóla, til dæmis Tækniskólann og mögu- lega Verkmenntaskólann á Akur- eyri. Núverandi kerfi tekur inn nemendur á tveggja ára fresti og inntökuskilyrði eru einnig haml- andi sem meðal annars veldur því að of fáir sækja námið. Að okkar áliti yrði breyting til batnaðar að taka árlega inn nemendur til dæmis við almenna iðnskóla þar sem nemendum stæði til boða að sækja nám í grunndeild viðkom- andi skóla.“ - rve Fróðleikur um garðyrkju og umhverfismál í sumar Magnús Bjarklind er framkvæmdastjóri Horticum menntafélags, sem hefur á undanförnum árum starfað að miðlun fróðleiks á sviði umhverfis og garðyrkju, bæði til almennings og faglærðra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Steiner í nýju ljósi Sum verka Ólafs Elíssonar eru talin vera undir ákveðnum áhrifum frá Steiner. Goetheanum er þekktasta verk Steiners á sviði byggingalistar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.