Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 17. maí 2010 25
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Vegna endalausra áskoranna
snýr Rómeó og Júlía Vesturports aftur á svið Borgarleikhússins
Tryggðu þér miða á þessa rómuðu sýningu – sýnt í takmarkaðan tíma
Miðasala í fullum gangi
„Perhaps not the Shakespeare
we are used to,
but this is Shakespeare
as he should be.“
Sean Connery
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
KÖRFUBOLTI Íslenska 16 ára lands-
lið karla í körfubolta tryggði sér
Norðurlandameistaratitilinn í gær
með þeð því að vinna 28 stiga stór-
sigur á Svíum, 82-54, í úrslitaleik
á Norðurlandamótinu í Solna í Sví-
þjóð. Íslenska liðið átti frábæran
leik í úrslitaleiknum og heima-
menn áttu aldrei möguleika gegn
samstilltu og vel spilandi íslensku
liðið.
„Þetta var eitthvað sem maður
átti ekki alveg von á en við töld-
um okkur vera með lið til þess að
vinna þetta. Við vorum búnir að
búa okkur vel undir það að þetta
yrði járn í járn leikur. Ég held
bara að við höfum náð að kreista
fram allt okkar besta í þessum
leik,“ sagði Einar Árni Jóhanns-
son, þjálfari strákanna.
„Fyrir utan smá kafla í öðrum
leikhluta, þá spiluðum við magn-
aða vörn,“ sagði Einar sem hefur
unnið með strákana í tvö ár.
„Þetta er góð blanda. Bakvarða-
hópurinn kemur að mestu úr tveim-
ur félögum en stóru strákarnir
koma víða að. Blandan er frábær
og þetta er hrikalega öflug liðs-
heild innan sem utan vallar. Það
er það sem til þarf til að fara alla
leið í svona móti,” segir Einar.
„Það skín í gegn hvað við erum
að fá stórt og mikið framlag frá
mörgum leikmönnum. Það er lyk-
illinn að sigrinum. Þessir erlendu
njósnarar sem eru hér í tugatali
þeir hafa nokkrir komið að máli við
okkur. Þemað í þeirra samtölum
við okkur er að við séum kannski
ekki með bestu leikmennina fyrir
þeim en liðsheildin er eitthvað sem
heillar þá upp úr skónum,“ sagði
Einar. - óój
Sextán ára landsliðið Norðurlandameistari eftir 28 stiga sigur í úrslitaleiknum:
Rassskelltu Svíana í úrslitaleik
GLEÐI Í LEIKSLOK Strákarnir fagna hér titlinum í gær. MYND/KRISTINN PÁLSSSON/KKÍ
KÖRFUBOLTI Nýkrýndir Norður-
landameistarar 16 ára landsliða
koma frá sjö félögum. Njarðvík-
ingar eiga fjóra leikmenn og KR-
ingar þrjá en hinir fimm koma
frá öðrum liðum. -óój
Norðurlandameistararnir:
Stig í leik - Fráköst í leik
*Stefán Karel Torfason, Þór Akureyri 4,8 - 9.8
Svavar Ingi Stefánsson, FSu 3,0 - 0,0
Oddur Rúnar Kristjánsson, KR 0,8 - 1,5
*Emil Karel Einarsson, Þór Þorláksh. 7,4 - 5,8
Matthías Orri Sigurðarson, KR 9,2 - 3,0
Sigurður Dagur Sturluson, Njarðvík 6,2 - 1,6
Elvar Már Friðriksson, Njarðvík 1,3 - 0,0
Jens Valgeir Óskarsson, Grindavík 1,0 - 1,0
Þorgrímur Kári Emilsson, ÍR 2,3 - 2,6
*Maciej Stanislaw Baginski, Njarðvík 10,0 - 5,8
*Martin Hermannsson, KR 16,8 - 2.2
*Valur Orri Valsson Njarðvík 15,0 - 4,8
* Byrjunarliðsmenn liðsins
Þjálfari: Einar Árni Jóhannsson
Norðurlandameistararnir:
Frá sjö félögum
MARTIN HERMANNSSON Var valinn
bestur á NM. MYND/KRISTINN PÁLSSON/KKÍ
HANDBOLTI Stjörnumenn hafa
gengið frá þjálfararáðningum
fyrir næsta tímabil. Markvörð-
urinn Roland Valur Eradze tekur
við karlaliði félagsins sem féll í
1. deildina á nýafstöðnu tímabili.
Hann var upphaflega ráðinn sem
aðstoðarþjálfari en var færður
upp þegar Patrekur Jóhannesson
réð sig til Emsdetten.
Roland hefur þjálfað yngri
flokka félagsins en Stjörnumenn
halda öllum sínum mannskap
fyrir utan Ragnar Helgason sem
er kominn í ÍR.
Gústaf Adolf Björnsson er
tekinn við kvennaliði félagsins
ásamt því að hann verður yfir-
þjálfari yngri flokka. Gústaf
Adolf er reyndur þjálfari sem
tekur við af Atla Hilmarssyni
sem var ráðinn þjálfari karlaliðs
Akureyrar. - egm
Þjálfaramál Stjörnunnar:
Gústaf Adolf og
Roland ráðnir