Fréttablaðið - 17.05.2010, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 17. maí 2010 21
Það er
0 kr. mínútan úr
heimasíma í heimasíma*
Nú geturðu blaðrað eins og þú vilt.
Hringdu í
800 7000
til að panta
heimasíma
*Einungis er greitt upphafgjald 6 kr. af hverju símtali. Mán.verð 1.765 kr.
Keflvíkingurinn Skarphéðinn S.
Héðinsson er háttsettur innan
tæknideildar Disney- og ABC-
sjónvarpssamsteypunnar. Hann
hlaut Emmy-verðlaun árið 2006
og hefur nýlokið við þróun for-
rits fyrir iPad-græjuna.
Skarphéðinn flutti til Seattle í
Bandaríkjunum árið 1991 til að læra
tölvunarfræði og hefur ílengst þar
í landi allar götur síðan. Núna býr
hann skammt fyrir utan Los Angeles
ásamt bandarískri eiginkonu sinni
og tveimur börnum. Hann er yfir-
maður innan tæknideildar Disney-
og ABC-sjónvarpssamsteypunnar og
undir honum starfa um það bil sextíu
manns.
Aðspurður segist Skarphéðinn
hafa verið heppinn á ferli sínum og
er ánægður með hversu vel hefur
gengið. „Ég sækist frekar eftir vinnu
sem ég hef áhuga á og svo kemur allt
hitt á eftir,“ segir hann hógvær.
Áður er hann réði sig til Disney
og ABC árið 2004 starfaði hann
sem yfirmaður þróunardeildar hjá
ESPN-sjónvarpsstöðinni. Þróaði
hann tæknina á bak við fótboltasíð-
una vinsælu Soccernet.com ásamt
samstarfsfólki sínu og kom henni
í raun á laggirnar árið 2000. „Mér
fannst þetta voða gaman því ég er
mikill fótboltaáhugamaður,“ segir
Skarphéðinn, sem er staddur hér á
landi í stuttu fríi.
Í starfi sínu hjá Disney og ABC
vinnur hann við stafræna dreif-
ingu á sjónvarpsefni þannig að
fólk geti ekki bara horft á það í
sjónvarpinu heldur líka á netinu án
nokkurra vandkvæða, með aðstoð
tölvu eða síma. „Þetta er ofboðs-
lega stökkbreytt umhverfi í dag því
neyslan er að breytast hjá fólki,“
segir Skarphéðinn. ABC-fyrirtæk-
ið eyðir miklum peningum í fram-
leiðslu sjónvarpsþátta á borð við
Grey´s Anatomy, Lost og Desperate
Housewifes og með breyttu áhorfs-
mynstri á slíka þætti þarf Skarphéð-
inn að sjá til þess að peningar náist
aftur inn í fyrirtækið í gegnum net-
áhorf. Til dæmis var ABC frumkvöð-
ull í að bjóða sjónvarpsþætti ókeypis
á heimasíðu sinni, gegn því að fólk
horfði á auglýsingarnar sem fylgdu
með. Þetta uppátæki hitti rækilega í
mark og fékk Skarphéðinn og teymi
hans hin virtu Emmy-verðlaun fyrir
það starf. Styttuna glæsilegu geymir
hann uppi á píanóinu heima hjá sér.
Hann hefur nýlokið svipuðu starfi
í tengslum við nýju iPad-tölvuna svo
að almenningur eigi auðvelt með
að sjá hina vinsælu sjónvarpsþætti
ABC í gegnum hana. „Við læstum
okkur tólf saman inni í fimm vikur
og keyrðum okkur út til að ákveða
hvernig Disney gæti notað tölvuna.
Þetta var lítill hópur en mjög ein-
beittur,“ segir hann. „Núna er hægt
að nálgast forritið okkar ókeypis og
horfa síðan á sjónvarpsefni í gegnum
það.“ Þessi mikla vinna skilaði sér
ríkulega því fyrsta mánuðinn voru
streymdir 1,5 milljónir þátta í gegn-
um iPadinn.
Skarphéðinn kynntist Steve Jobs,
eiganda Apple og stærsta einstakl-
ingseiganda að hlutabréfum í Disney,
lítillega í tengslum við verkefnið og
hitti hann einmitt á dögunum ásamt
samstarfsfólki sínu. „Hann tók í
höndina á okkur og þakkaði okkur
fyrir góð störf. Það var mikil upplif-
un fyrir starfsfólkið að fá þetta beint
frá honum.“
freyr@frettabladid.is
Geymir Emmy-stytt-
una á píanóinu heimaFR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
SKARPHÉÐINN S. HÉÐINSSON Hefur starfað fyrir Disney- og ABC-sjónvarpssamsteypuna í sex ár.