Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 2
2 2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR Guðmundur, er gjörningaveð- ur í Framsóknarflokknum? „Það er lægð yfir höfuðborgarsvæð- inu en sólskin víða um land.” Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formað- ur Framsóknarflokksins, segir að gagnrýni Guðmundar Steingrímssonar á flokks- forystuna hljóti að vera einhvers konar gjörningur, svo ósvífin væri hún annars. VIÐSKIPTI Gengi krónunnar styrkt- ist um 0,8 prósent í gær og endaði gengisvísitalan í 214,59 stigum. Hún hefur ekki verið lægri frá því snemma í apríl í fyrra. Gengi krónunnar hefur styrkst frá í nóvember í fyrra þegar vísitalan stóð í tæpum 240 stigum. Evran, sem gefið hefur verulega eftir vegna titrings í evrópsku efnahagslífi, kostar rúmar 156 krónur og hefur hún ekki verið lægra skráð síðan seint í mars í fyrra. Innan við mánuður er síðan aðrir gjald- miðlar voru jafn ódýrir í krónum og nú. - jab Krónan styrkist verulega: Evran ekki ódýr- ari í rúmt ár LÖGREGLUMÁL „Hún var að vakna grátandi í tvær nætur með verki en hún slapp samt ótrúlega vel, greyið litla,“ segir Sandra Hraunfjörð, móðir sjö ára stúlku sem varð fyrir bíl um síðustu helgi. Sandra og eiginmaður hennar voru með þrjú barna sinna á skemmtun Stöðvar 2 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á laugardaginn. Rétt fyrir klukkan fjögur yfirgáfu þau garð- inn. „Þá kom kona á silfurgráum smábíl og keyrði á stelpuna mína þannig að hliðarspegill skall í öxlinni á henni og það heyrðist smellur,“ lýsir Sandra sem kveðst hafa sinnt börnun- unum á meðan maður hennar tók konuna á gráa bílnum tali. „Hún skrúfaði aðeins niður rúðuna og spurði hvort það væri ekki allt í lagi með stelpuna. Ég held ekki, svaraði maðurinn minn, en þá stakk hún bara af.“ Sandra segir að í ljós hafi komið við skoðun á sjúkrahúsi að dóttir hennar, Rannveig Ögn Jónsdóttir, var marin á öxl við viðbeinið. „Hún er bara í losti - trúir því ekki að konan hafi bara stungið af,“ segir Sandra sem kveður lögreglu hafa sagst mundu auglýsa eftir konunni. Hún biður ökumann lít- ils sendibíls sem þeytti flautu sína fyrir aftan slysstaðinn að veita upplýsingar ef hann telji þær geta gagnast. „Fólk á ekki að stinga af ef það keyrir á börn,“ segir Sandra og skorar á konunna sem ók á dóttur hennar að gefa sig fram. - gar Mæðgur beygðar eftir að ekið var á fjögurra ára dótturina við Húsdýragarðinn: Kona ók á litla hnátu og stakk svo af SANDRA OG RANNVEIG ÖGN Sem betur fer slapp Rannveig Ögn með mar á öxlinni eftir að ekið var á hana við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á laugar- daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BANDARÍKIN, AP Breska olíufélagið BP er komið nokkuð á veg með enn eina tilraun til að stöðva olíulekann í Mexíkóflóa, en fyrri tilraunir hafi mistekist. Talið er að allt að milljón tunn- ur af olíu hafi lekið út í sjóinn þær sex vikur sem liðnar eru frá því sprenging varð í borpallinum Deep- water Horizon. Bandaríkjastjórn ætlar fylgjast betur með tilraununum, en hefur enn ekki gripið inn í gang mála. Barack Obama forseti segir hins vegar að BP geti átt yfir höfði sér málsókn. Eric Holder dómsmála- ráðherra hélt í gær til Mexíkóflóa að hitta ráðamenn þar. Obama átti einnig í gær í fyrsta sinn fund með öðrum af tveimur formönn- um rannsóknarnefndar þingsins, sem er að fara ofan í saumana á lekanum. Að þessu sinni ætlar BP að reyna að festa nýtt lok ofan á olíubrunn- inn á hafsbotni og freista þess að dæla olíunni upp í skip. Flókinn fjarstýrður vélbúnaður er notað- ur til að koma nýja lokinu fyrir. - gb Olíufélagið BP reynir enn á ný að stöðva olíulekann í Mexíkóflóa: Obama forseti hótar málsókn OLÍUTAUMAR Á MEXÍKÓFLÓA Olíulekinn er þegar orðinn eitt mesta umhverfisslys í sögu Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Birgir Finnsson, fyrrverandi forseti sameinaðs Alþingis, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík í fyrrinótt, 93 ára að aldri. Þorgeir Birg- ir Finnsson var fæddur á Akureyri 19. maí 1917. Foreldrar hans voru Finnur Jóns- son, alþing- ismaður og ráðherra, og fyrri kona hans, Auður Sigurgeirs- dóttir húsmóðir. Birgir var bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn á Ísa- firði árin 1942 til 1966. Hann átti sæti á Alþingi frá 1959 til 1971 og gegndi embætti for- seta sameinaðs Alþingis í átta ár, samfellt lengur en nokkur annar maður í sögu þingsins. Birgir Finns- son er látinn HEILBRIGÐISMÁL „Rannsóknin á að svara þeirri spurningu hvort tíu prósent þeirra sem leggjast inn á spítala hér á landi verði fyrir ein- hvers konar skaða af völdum með- ferðarinnar sem við erum að veita, eins og erlendar rannsóknir benda eindregið til,“ segir Sigurður Guð- mundsson, forseti Heilbrigðisvís- indasviðs Háskóla Íslands. Landlæknisembættið mun rann- saka á næstunni tíðni þess sem innan heilbrigðiskerfisins er kall- að „óvæntir skaðar“. Staðið hefur til að gera rannsóknina í nokkur ár. „Heiðarlega svarið við spurn- ingunni af hverju þessi rannsókn hefur ekki verið gerð fyrir löngu er að til þess hefur ekki fengist fjármagn,“ segir Sigurður sem er ábyrgðarmaður rannsóknar- innar. Rannsóknin er gerð í samvinnu við Landspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri. Fyrir liggur 700.000 króna styrkur frá heilbrigðisráðu- neytinu og Félagi íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Hins vegar kostar átta milljónir „að gera rannsókn- ina almennilega“, eins og Sigurð- ur orðar það og vinnur hann þessa dagana að styrkumsóknum. Hann furðar sig á því hversu illa hefur gengið að fjármagna rann- sóknina. „Þegar sinueldur brann á Mýrum 2006 var veittur 25 millj- óna króna styrkur til að kanna áhrif eldsins á gróður og smádýra- líf. Það var nauðsynlegt en þessi rannsókn er það ekki síður,“ segir Sigurður og viðurkennir að leitað hafi verið beint til sitjandi heil- brigðisráðherra í gegnum tíðina, án árangurs. Álfheiður Ingadóttir er ekki í þeim hópi. „Það er ekki verið að reyna að finna sökudólga. Það er mikilvægt að það komi skýrt fram,“ segir Sigurður. „Hins vegar leggjast inn á Land- spítalann um 30 þúsund manns á ári og því má reikna með að þrjú þúsund manns verði þar fyrir ein- hvers konar skaða á hverju ári.“ Þetta þýðir að 200 manns láta lífið á spítalanum vegna óvæntra skaða og þar af níutíu vegna mis- taka sem sannað er að hægt hefði verið að fyrirbyggja, samkvæmt rannsóknum á stærstu og virtustu sjúkrahúsum Bandaríkjanna sem sýna að hægt er að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu tilfell- um mannlegra mistaka. - shá Vantar meira fé til að rannsaka mistök Reiknað er með að 50 til 300 dauðsföll verði á sjúkrahúsum hérlendis á ári hverju vegna mistaka. Yfirvöld hafa ekki sinnt beiðnum um fjármagn til rann- sókna. Allt bendir til að tíundi hver sjúklingur verði fyrir skaða. BIRGIR FINNSSON FÓLK Söngkonan Eivör Pálsdóttir hefur óskað eftir nálgunarbanni vegna íslensks manns sem hefur elt hana á röndum í þrjú ár. Svo ágengur hefur maðurinn verið að hann hefur búið í tjaldi í garðin- um hjá henni í Færeyjum í um ár. Fyrir ári flutti maðurinn frá Íslandi til Færeyja og hefur hafst við í tjaldi í garði við hús sem hún á í heimabæ sínum Götu. Í tjald- inu dvaldi maðurinn til að mynda síðustu jól. Færeyska blaðið Dimmalættn- ing hefur að undanförnum fjallað um málið og tilraunir Eivarar til að fá nálgunarbann á manninn. Óskar eftir nálgunarbanni: Íslendingur ofsækir Eivöru EIVÖR PÁLSDÓTTIR Hefur sætt ofsóknum í þrjú ár. STJÓRNMÁL Ólafur F. Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kvöddu vettvang stjórnmálanna á fundi borgarstjórnar í gær. Vil- hjálmur lét það verða sitt síðasta verk að leggja til stofnun Friðar- stofnunar Reykjavíkur en Ólafur F. kvaddi með því að óska eftir lögreglurannsókn á því hvernig flokkarnir hefðu varið styrkjum úr borgarsjóði. Oddvitarnir Hanna Birna Kristjánsdóttir og Dagur B. Egg- ertsson, gengu út áður en Ólafur tók til máls. Hanna Birna og Dagur: Gengu út af síð- asta fundinum Það sem til rannsóknar er: Eitthvað sem leiðir til dauða, til tímabundinn- ar eða langvarandi örorku, eða í þriðja lagi lengir sjúkrahúsvist marktækt. Þannig nær rannsóknin til sýkinga, rangrar lyfjagjafar, ef eitthvað fer úrskeið- is við skurðaðgerðir, mistök við sjúkdómsgreiningar og fleira. Hvað er til rannsóknar? SKURÐLÆKNAR AÐ STÖRFUM Embætti landlæknis mun á næstunni rannsaka tíðni þess sem innan heilbrigðiskerfisins er kallað „óvæntir skaðar”. Staðið hefur til að gera rannsóknina í nokkur ár. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. SVEITARSTJÓRNIR Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Hafnarfirði, sagði í gærkvöldi að viðræður við fulltrúa Samfylkingar um myndun meirihluta í bæjar- stjórn gengju vel. Búast mætti við að viðræðunum lyki fyrir helgi. Í Kópavogi halda áfram meiri- hlutaviðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Næst besta flokksins og Kópavogslist- ans. Í Reykjavík hafa fulltrúar Besta flokksins átt fundi með fulltrúum Samfylkingar og ætla sér „góðan tíma í viðræðurnar“ eins og segir í tilkynningu frá Besta flokknum. - gar Meirihlutaviðræður standa yfir: Hafnfirðingar klára fyrir helgi SPURNING DAGSINS Frá og með 1. júlí hættir bankinn að senda út greiðsluseðla á pappírs- formi til viðskiptavina. Með rafræn- um viðskiptum getur þú sparað umtalsverða upphæð og dregið stórlega úr pappírsnotkun. Leggjum okkar af mörkum við að vernda umhverfið. Sparaðu og minnkaðu gluggapóstinn Hafðu samband
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.