Fréttablaðið - 02.06.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 02.06.2010, Síða 10
 2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR NÝTT Ný kynslóð af liðvernd Hýalúrónsýra Viðheldur heilbrigðum liðum og liðleika Bionovex olía Hefur bólgueyðandi eiginleika Hýalúrónsýra er lykilefni í brjóski og í liðvökvanum í liðamótum. Hýalúrónsýra er talin auka virkni liðvökvans sem virkar smyrjandi og höggdeyfandi á liðina. Með aldrinum gengur á þessar birgðir og með því að taka inn Regenovex endurhlöðum við þessar birgðir líkamans. Þegar magn og gæði liðvökvans sem umlykur liðina er ekki nægjanlegt geta beinin í liðnum farið að nuddast saman, mynda bólgur og valda sársauka. Bionovex olían er unnin úr grænkræklingi og er því náttúruleg. Bionovex olían inniheldur einstaka omega 3 olíu sem finnst aðeins í þessari tegund grænkræklings og hefur sýnt bólgueyðandi eiginleika. Regenovex hentar öllum sem leita að bættri heilsu í liðum en kjósa náttúlegar lausnir fram yfir lyf m.a. vegna mögulegra aukaverkana þeirra. Gel Perlur Plástur Almennt um liðverki Vandamál í liðum skapast með áreynslu á liðina sem með tímanum geta skemmt liði og/eða brjósk og valdið óþægindum og sársauka. Hýalúrónsýra er meginefni í liðvökvanum sem umlykur beinin og brjóskið og höggverndar beinin í liðnum. Hýalúrónsýran virkar sem smurning og höggdeyfir á liðina og bætir liðleikan. Þegar við eldumst framleiðir líkaminn minna magn af Hýalúrónsýru sem leiðir til þess að magn liðvökvans fer minnkandi og er í kjölfarið ekki eins áhrifaríkur í að hlífa liðum við minniháttar höggum og áreynslu sem leiðir til þess að flísast getur úr beinunum. Fæst í apótekum Kynntu þér málið á regenovex.is og fáðu sent frítt sýnishorn Einstök samsetning Regenovex unað ekki sársauka - þitt heimili til framtíðar ÍSRAEL Stuðningsfólk Palestínu- manna hefur sent írska skipið Rachel Corrie af stað með hjálpar- gögn og fólk til Gasasvæðisins, daginn eftir að ísraelski herinn réðist á skipalest til að stöðva för hennar þangað. Þá sögðust Egyptar ætla að opna um stundarsakir landamærahlið yfir á Gasasvæðið, sem Ísraelar hafa haldið í nánast algerri ein- angrun árum saman. Árásin á skipalestina kostaði að minnsta kosti tíu manns lífið og vakti hörð viðbrögð stjórnvalda víða um heim. Vaxandi þrýsting- ur hefur verið á Ísrael að aflétta einangrun Gasasvæðisins, þar sem hálf önnur milljón Palestínu- manna býr við mikla fátækt. Michael Martin, utanríkisráð- herra Írlands, krefst þess að Ísra- elar leyfi írska skipinu að sigla óhindrað til Gasasvæðis. Hann krefst þess einnig að Ísraelar láti lausa alla írska ríkisborgara sem handteknir voru á mánudag. Eftir að hafa stöðvað ferðir skipalestarinnar á mánudag hand- tóku Ísraelar 679 manns og færðu til lands. Einungis fimmtíu þeirra hafa þegar þegið boð Ísraela um að yfirgefa landið, en hundruð þeirra hafa neitað að sýna Ísraelum sam- vinnu og eru enn í fangelsi. Þrjá- tíu eru sagðir vera á sjúkrahúsi í Ísrael. Ísraelar halda því fram að her- inn hafi ekki gripið til vopna gegn skipverjum fyrr en þeir urðu fyrir harðvítugum árásum, þar sem beitt var bareflum, hnífum og jafnvel skotvopnum. Þessu er mót- mælt af fólki, sem var um borð og segir Ísraela jafnvel hafa skotið á sofandi fólk og haldið áfram að skjóta eftir að hvítum friðarfánum var veifað. Ísraelar segjast hafa unnið hörð- um höndum að því að skoða farm skipaflotans. Mest hafi þar farið fyrir tækjabúnaði sem nóg er til af á Gasasvæðinu fyrir. Megnið af farminum hafi engu að síður verið sett í flutningabíla áleiðis til Gasa- svæðisins. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna kom saman á neyðarfundi á mánudag vegna atburðanna og sendi frá sér ályktun þar sem árásin er fordæmd og þess kraf- ist að óhlutdræg rannsókn verði gerð hið fyrsta. gudsteinn@frettabladid.is Írar senda skip til Gasa Frásagnir Ísraela af atburðum mánudagsins stang- ast á við frásagnir skipverja. Utanríkisráðherra Írlands krefst þess að írska skipið fái að sigla óáreitt. HORFT TIL SKIPS Tveir rétttrúaðir gyðingar horfa á tyrkneska skipið Mavi Marmara, sem Ísraelar réðust á á mánudag. NORDICPHOTOS/AFP Friðarráð kvenna fordæmir harðlega árás ísraelska hersins á skipalestina á mánudag. „Enn einu sinni grípur Ísrael til hernaðaraðgerða til að takast á við átök sem einungis er til pólitísk lausn á,“ segir í ályktun ráðsins, sem harmar það sérstaklega að árásin skuli gerð meðan ráðstefna samtakanna stendur yfir í Madrid á Spáni, en þar eru saman komnar konur bæði frá Ísrael, Palestínu og fleiri ríkjum til að leita leiða til að koma á friði milli Ísraels og Palestínu. „Ísraelum á ekki að leyfast lengur að haga sér af fullkomnu virðingarleysi við alþjóðalög. Við krefjumst þess að alþjóðasamfélagið grípi til aðgerða til að draga Ísraela til ábyrgðar vegna verka sinna,“ segir í ályktuninni, sem jafnt ísraelskar sem palestínskar konur standa að einum rómi. Meðal ræðumanna á ráðstefnunni er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrver- andi utanríkisráðherra, sem á sæti í framkvæmdastjórn samtakanna. Friðarráð kvenna fordæmir árásina ÚRSKURÐARMÁL Póst- og fjarskipta- stofnun (PFS) segir að Orkuveita Reykjavíkur megi ekki leyfa dóttur- fyrirtækinu Gagnveitu Reykjavík- ur að safna meiri skammtímaskuld- um hjá OR en sem svarar tveggja mánaða eðlilegum viðskiptum milli félaganna. Þetta kemur fram í ákvörðun PFS um fjárhagslegan aðskilnað milli OR og Gagnaveit- unnar (GR). Þá segir PFS að GR þurfi að fá fyrirfram samþykki fyrir hluta- fjáraukningum sem greiddar eru af OR, eða öðru fyrirtæki innan fyrirtækjasamstæðunnar. „PFS samþykkir því aðeins slíka hluta- fjáraukningu að hún rúmist innan eðlilegs fjárhagslegs aðskilnaðar og feli ekki í sér að samkeppnisrekstur sé niðurgreiddur af einkaleyfisstarf- semi,“ segir í tilkynningu PFS. Undirstrikað er að í ljós hafi komið að framkvæmd á aðskilnaði á fjarskiptastarfsemi OR, sem rekin sé í dótturfélaginu GR, frá annarri og sérleyfisbundinni starfsemi sam- stæðunnar, sé ófullnægjandi varð- andi fyrrnefnd tvö atriði. - gar Orkuveitan haldi fjarlægð frá dótturfyrirtæki: Hemji skuldasöfnun GR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.