Fréttablaðið - 02.06.2010, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2010 11
FERÐAMÁL Landsmenn eru hvatt-
ir til að senda fjölskyldu, vinum
og kunningjum erlendis kveðju
og heimboð til Íslands af síðunni
www.inspiredbyiceland.com, á
milli klukkan 13 og 14 á morgun.
Kveðjan er í formi myndbands
og geta þeir sem ekki geta tekið
þátt á þessum tiltekna tíma sent
kveðjuna á öðrum tíma dagsins
eða hvenær sem er næstu vikurn-
ar, að því er segir í fréttatilkynn-
ingu frá iðnaðarráðuneytinu.
Kveðjusendingin er hluti af
kynningarátakinu Þjóðin býður
heim, sem var formlega sett af
stað við Iðnó í gær. - mþl
Nýtt kynningarátak hafið:
Landsmenn
sendi kveðjur
til vina erlendis
FÓLK Eldri borgarar munu í
sumar vera leiðbeinendur á
leikjanámskeiðum fyrir 7 til 12
ára börn á höfuðborgarsvæðinu
og á Suðurlandi.
Rauði kross Íslands og
Öldrunarráð Íslands standa fyrir
námskeiðunum, sem verða ókeyp-
is. Námskeiðið ber heitið „Gleði-
dagar – hvað ungur nemur, gam-
all temur“. Meðal annars verður
boðið upp á hnútabindingar,
sögur frá gamla tímanum, fugla-
skoðun, ljósmyndun og bingó.
Leiðbeinendunum verður frjálst
að miðla því sem þeir vilja til
ungu kynslóðarinnar.
Hægt er að kynna sér nám-
skeiðin á heimasíðu Rauða kross-
ins. - þeb
Ókeypis leikjanámskeið:
Eldri borgarar
leiðbeinendur
Foringi Al Kaída drepinn
Einn af helstu foringjum hryðjuverka-
samtakanna Al Kaída, Mustafa Abu al-
Yazid hefur verið drepinn í Pakistan.
Al-Yazid er talinn hafa verið þriðji
valdamesti foringi Al Kaída og í hópi
þeirra sem skipulögðu hryðjuverka-
árásina 11. september 2001.
PAKISTAN
VIÐSKIPTI Heildarkostnaður við
rekstur slitastjórnar og skilanefnd-
ar Landsbanka Íslands nam 3.263
milljónum króna á fyrsta fjórðungi
þessa árs, eða rúmum milljarði á
mánuði. Þar af var kostnaðurinn
hér á landi 1.702 milljónir króna.
Tæpur helmingur kostnaðarins
er vegna kaupa á þjónustu lögfræð-
inga og annarra sérfræðinga, alls
1.561 milljón króna, þar af eru 283
milljónir til innlendra sérfræðinga.
Kostnaður við rekstur nefndanna
sjálfra var 87 milljónir króna.
Skilanefnd og slitastjórn hafa
það verkefni að gera sem mest
verðmæti fyrir kröfuhafa úr eign-
um Landsbanka Íslands. Þær hafa
130 starfsmenn á sínum vegum í
Reykjavík, London, Amsterdam
og Kanada.
Laun og launatengd gjöld vegna
þessara starfsmanna voru sam-
tals 941 milljón króna fyrstu þrjá
mánuði ársins eða um 7,2 milljónir
króna að meðaltali.
Laun 56 starfsmanna í Reykjavík
námu samtals 150 milljónum eða
um 2,8 milljónum króna að meðal-
tali fyrstu þrjá mánuði ársins. - pg
Rúman milljarð kostar á mánuði að reka skilanefnd og slitastjórn Landsbankans:
Um helmingur í sérfræðikostnað
KOSTNAÐUR Það kostar um það bil milljarð króna á mánuði að reka skilanefnd og
slitastjórn gamla Landsbankans. Kostnaðurinn kemur til frádráttar því sem kröfuhafar
fá í sinn hlut af eignum bankans.
TÆKNI Síminn tekur að sér að hýsa
og reka upplýsinga- og tölvukerfi
alþjóðlega lyfjafyrirtækisins
Alvogen, samkvæmt nýju sam-
komulagi fyrirtækjanna. Alvogen
er með höfuðstöðvar í Bandaríkj-
unum en starfsemi í sjö löndum,
Íslandi þar á meðal.
„Kjarnakerfi Alvogen verða
staðsett í vélasölum Símans þar
sem sérfræðingar sjá um rekstur
og viðhald. Kerfið er hannað
þannig að auðvelt er að sníða það
eftir fjölda notenda og því stýrt frá
Íslandi,“ segir í tilkynningu. - óká
Síminn sinnir Alvogen:
Kjarnakerfið í
vélasal Símans
ELDGOS Í EYJAFJALLAJÖKLI Hafið er
kynningarátak sem ætlað er að efla
ferðamennsku hér á landi.