Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 12
12 2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR TRÚMÁL Um 1.480 pör gengu í hjónaband á Íslandi í fyrra, sem er umtalsverð fækkun frá fyrri árum. Fjöldi borgaralegra athafna stóð í stað en mun færri kusu að gifta sig í kirkjum landsins. Eftir mikla uppsveiflu í fjölda giftinga á Íslandi frá árinu 2004 fækkaði þeim verulega á síð- asta ári sem gengu í hjónaband. Samdrátturinn var í heildina um þrettán prósent, fór úr ríflega 1.700 giftingum árið 2008 í 1.480 í fyrra. Alls giftu sig 1.128 pör í kirkjum landsins, tæplega átján prósent færri en árið áður. Frá árinu 2004 til 2008 voru giftingar í kirkjum að meðaltali um 1.400 á ári. Fjöldi þeirra sem gifti sig í borgaralegum athöfnum hefur ekki dregist saman. Alls giftust 352 pör í slíkum athöfnum í fyrra, sem er svipað hlutfall og síðustu þrjú ár þar á undan. „Ég finn að fólk horfir miklu meira í kostnaðinn en áður, og spyr meira en það gerði fyrir nokkrum árum,“ segir Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Pálmi segist vona að það sé ekki óttinn við mikinn kostnað sem haldi fólki frá því að gifta sig í kirkju. Kostnaðurinn við slík brúðkaup liggi yfirleitt í umgerð- inni, ekki athöfninni sjálfri. Oft hafi tónlistarmenn verið að rukka háar upphæðir fyrir söng, auk þess sem stórar matarveislur séu dýrar. Nú virðist sem fólk sé farið að átta sig á að gifting í kirkju þurfi ekki að kosta mikið, segir Pálmi. Prestar geti gift fólk í einfaldri athöfn með brúðhjónunum og vott- um alveg eins og sýslumenn. Þá virðist fólk vera nægjusamara en áður og undirbýr veislurnar sjálft með aðstoð vina og ættingja frek- ar en að kaupa veitingar. brjann@frettabladid.is Kirkjubrúðkaupum fækkar Um átján prósentum færri giftu sig í kirkju í fyrra en árið áður. Borgaralegrar athafnir standa í stað. Fólk horfir meira í kostnaðinn og er farið að átta sig á að brúðkaup þarf ekki að vera dýrt segir sóknarprestur. GIFTINGAR Eitthvað var um að fólk hætti við að gifta sig í fyrra af fjárhagsástæðum, en sumir þeirra sem þá frestuðu giftingu hafa ákveðið að gifta sig í ár segir Pálmi Matthíasson sóknarprestur. NORDICPHOTOS/AFP 2000 1500 1000 500 0 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 259 253 333270 1.355 1.444 1.128 Fjöldi giftinga 2000 til 2009 Heimild: Hagstofa Íslands■ Kirkjugiftingar ■ Borgaralegar Ríflega þriðja hvert hjónaband endar með skilnaði, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands fyrir árið 2009. Um 550 hjón skildu á síðasta ári, sem jafngildir 1,7 skilnaði á hverja 1.000 íbúa. Skilnaðartíðnin hefur verið lítið breytt undanfarin ár, en hefur þó heldur þokast niður á við síðast- liðinn áratug. Í fyrra var uppsafnað skilnaðarhlutfall 36 prósent, sem þýðir að 36 prósent hjónabanda enduðu með skilnaði. Hlutfallið var 40 prósent árið 2000, og hefur því hægt og bítandi sigið niður undanfarin tíu ár. Lægst var skilnaðartíðnin árið 2006, um 35 prósent. Þriðjungur skilur ORKU- OG UMHVERFISTÆKNIFRÆÐI Orku- og umhverfistæknifræði er hagnýtt og þverfaglegt háskólanám þar sem blandað er saman orkutengdri efna-, véltækni-, jarð- og umhverfisfræði. Áhersla er lögð á endurnýjanlega orkugjafa, vistvænt eldsneyti og verklega þjálfun. Orku- og umhverfistæknifræði er spennandi leið inn í framtíðina. Námið er lánshæft hjá LÍN. Nánari upplýsingar á keilir.net ÁSBRÚ - SÍMI: 578 40 00 - WWW.KEILIR.NET Orku- og umhverfistæknifræði Viltu hafa áhrif á framtíðina? Atvinnulífi ð bíður eftir þér. Umsóknarfrestur rennur út á mánudaginn. Umsóknarfrestur er til 7. júní 2010. NÝSKÖPUN Samkomulag um stofn- un og starfsemi Matarsmiðjunnar á Flúðum hefur verið undirritað. Atvinnuþróunar- og Háskólafélag Suðurlands, Háskóli Íslands, Matís og sveitarfélögin á svæðinu koma að verkefninu. Á Flúðum verður vöruþróun og fullvinnsla á grænmeti og fag- og háskólamenntun á svæðinu efld með kennslu og rannsóknum. Ætlunin er að bjóða frumkvöðlum og smáframleiðendum upp á sér- fræðiaðstoð til að þróa vörur án mikils tilkostnaðar á meðan verið er að koma vörum á markað. - shá Matarsmiðja á Flúðum: Miðstöðin nýtt til vöruþróunar VEISLUKOSTUR Matarsmiðjan mun þróa vörur og mennta fagmenn. Súkkulaði Póló innkallað Kexverksmiðjan Frón hefur ákveð- ið, í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, að innkalla í varúðarskyni kexið Súkkulaði Póló vegna rangrar innihaldslýsingar. Vegna mistaka kemur ekki fram að í vörunni er undanrennuduft. NEYTENDUR FJARSKIPTI Lýðræðishreyfingin hefur ekki afnotarétt af útvarps- tíðninni FM 100,5 samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofn- unarinnar (PFS). Í ákvörðun stofnunarinnar er meðal annars komist að þeirri nið- urstöðu að réttur Lýðræðishreyf- ingarinnar til afnota af tíðninni hafi fallið niður um miðjan jan- úar og stofnuninni hafi því verið heimilt að endurúthluta henni til Concert-KEF, sem rekur útvarps- stöðina Kanann á Keflavíkurflug- velli. Lýðræðishreyfingin, sem útvarp- aði Lýðvarpinu á tíðninni, óskaði eftir því við PFS 19. apríl að hún fengi tíðninni úthlutað á ný. Heimild Kanans til að útvarpa á tíðn- inni úr núver- andi aðstöðu í lyftuhúsi í Blá- fjöllum rennur hins vegar út 1. ágúst næstkomandi. Það er sama aðstaða og Lýðvarpið nýtti sér fyrir sendi áður. PFS segir ekki verða leyft að útvarpa þar vegna rafsegulmengunar sem óheppileg sé þar sem margir fari þarna um. Áður var gerð tilraun til að útvarpa úr húsi Mílu á svæðinu, en kom í ljós að útsending þaðan truflaði fjarskipti Flugstoða. Einar Bárðarson, útvarps- stjóri Kanans, segir unnið að því að finna varanlegan stað fyrir útvarpsmastur Kanans á svæðinu og gerir ráð fyrir því að útvarps- stöðin haldi tíðninni 100,5. „Allur hringlandi með útsendingartíðn- ina er mjög slæmur,“ segir hann. - óká EINAR BÁRÐARSON Lýðræðishreyfingin tapar útvarpstíðninni 100,5 samkvæmt ákvörðun PFS: Kaninn þarf að færa sendi sinn ALÞINGI Alþingi hefur til meðferð- ar frumvarp heilbrigðisráðherra sem miðar að því að einhleypar konur, sem búa við skerta frjó- semi, geti notað bæði gjafaegg og gjafasæði við glasafrjóvgun. Sama mun gilda um öll pör þar sem frjósemi beggja er skert. Önnur umræða um frumvarp- ið fór fram í gær og stefnt er að því að það verði að lögum í þess- um mánuði. Samkvæmt gildandi lögum er ekki heimilt að nota gjafaeggfrumu við glasafrjóvgun einhleyprar konu, heldur aðeins gjafasæði. - pg Aukin réttindi við glasafrjóvgun: Megi nota gjafa- sæði og gjafaegg STELPUHNÁTAN OG HERMAÐURINN Hún reigir höfuðið hátt, þessi litla stelpa á Indlandi, þegar hún lítur upp á landamæravörð á landamærum Pakistans skammt frá Amritsar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.