Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2010, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 02.06.2010, Qupperneq 14
14 2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR "Af stað". Aðalfundur Gigtarfélagsins Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður haldinn miðviku- daginn 2. júní, kl. 19:30 á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Stefán Már Gunnlaugsson sóknarprestur halda erindi er hann nefnir; Að taka þátt og njóta lífsins með gigt. Allir eru velkomnir. Gigtarfélag Íslands Fækkum þvottum, spörum raforku og vatnið sem er okkur svo kært. Hvítt og litað aldrei saman í þvottavélina? Það er nú liðin tíð! Lita- og óhreinindagildran dregur í sig umframlit og óhreinindi þvottarins. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur lengur af því að blanda saman litum. Allir litir saman í vélina. Prófaðu bara Þvoðu áhyggjulaus Hringdu í síma ef blaðið berst ekki SKÓLAR „Þetta er heilmikið kjafts- högg,“ segir Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, þar sem hætta verður við áður auglýsta breytingu á kennslu fyrir nýnema í skólanum. Í vetur var kynnt fyrir nemend- um í tíunda bekk grunnskóla og forráðamönnum þeirra breyting á skólanámskrá MS og innleiðing á svokölluðu lotubundnu bekkjar- kerfi. Már segir núverandi bekkj- arkerfi að mörgu leyti gallað þótt það sé gott fyrir þá sem ráði við fullt nám. Ef eitthvað komi upp á sé heilt námsár undir. Það sé mikið áfall að þurfa að sitja heilt ár upp á nýtt. Már segir ætlunina hafa verið þá að skipta skólaárinu í fjögur tíma- bil sem hvert skiptist í átta vikna lotur. „Þá eru nemendur aðeins í tveimur til þremur námsgreinum í einu. Þeir klára námið í áfang- anum á átta vikum í stað þess að þurfa að einbeita sér að kannski átta til tíu námsgreinum í einu,“ útskýrir Már. Að sögn rektors tekst ekki að koma nýja kerfinu í gang í haust vegna þess að ekki náðust samn- ingar við Kennarasamband Íslands. Með þessari nið- urstöðu verði MS af heilmiklu aukafjármagni sem lofað hafi verið og hún geri skólann verr í stakk búinn til að takast á við kreppuna. „Þetta er miklu hagkvæmara kerfi og í raun fyrir kennara líka því í staðinn fyrir að vera með eitt hundrað og fimmtíu til tvö hundruð nemendur undir í einu þá eru þeir bara með sextíu,“ segir Már. Um sex hundruð krakkar sóttu um tvö hundruð skólapláss í MS í forvali. Óvíst er hversu marg- ir vilja nú breyta þessu vali. „Við vitum ekki hversu margir sóttu um vegna kerfisbreytingarinnar sem við erum búin að vera kynna í allan vetur,“ segir Már sem kveður von- brigðin vera mikil. „Núna erum við að endurskipuleggja skólann til að takast á við næsta ár á hefðbund- inn hátt í stað þess að vera að fara út í spennandi breytingar.“ Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskóla- kennara, segir að þegar á reyndi hafi ekki reynst meirihluti í kenn- arahópi MS fyrir því að gerðar yrðu þær grundvallarbreyting- ar á innra starfi skólans sem til hafi þurft. Félagið hafi ekki getað lokið samningagerðinni í andstöðu við vilja þessa hóps auk þess sem ekki hafi þótt heppilegt að ganga frá slíkum samningum í kreppu og niðurskurði. „Það var ekki fyrirkomulagið sem slíkt sem var deiluefni held- ur fannst hópnum að það væri ekki búið að undirbúa málið nógu vel. Þar af leiðandi var kennarahópur- inn þegar upp var staðið ekki tilbú- inn til þess að gefa grænt ljós á að samningarnir yrðu kláraðir,“ segir Aðalheiður. gar@frettabladid.is Rektor sleginn yfir rothöggi á lotukerfi Ekki verður af upptöku nýs lotukerfis í stað bekkjarkerfisins eins og ætlunin var í Menntaskólanum við Sund. Ekki samdist við kennara, segir rektor og talar um kjaftshögg. Breyttar forsendur eru kynntar fyrir umsækjendum um skólavist. AÐALHEIÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR MÁR VILHJÁLMSSON Rektor Menntaskólans við Sund er vonsvikinn yfir að ekki tókst að innleiða nýtt kerfi sem hann telur betra fyrir nemendur, kennara og skólann sjálfan. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.