Fréttablaðið - 02.06.2010, Side 16

Fréttablaðið - 02.06.2010, Side 16
16 2. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Elsku Besti flokkur!Innilega til hamingju með stór- glæsilegan árangur í borgarstjórnar- kosningunum um helgina. Eins og alþjóð veit, þá komst þú, sást og sigraðir. Hinum flokkunum gekk ekki jafn vel. Kannski mátum við kjósendur það sem svo að hinir flokkarnir hafi ekki staðið við loforðin sín. Hafi ekki notað völdin vel. Hafi frekar notað þau í eigin þágu en annarra. Hafi ekki hlustað. Þú lofaðir ýmsu. Vonandi gengur vel að efna það. Við hlökkum sérstaklega til að þurfa ekki að taka handklæði með í sund. Við eigum svo mörg börn að okkur munar um að þurfa ekki að druslast með fullt skott af blautum handklæðum. Nú er þetta í þínum höndum. Og völd- um fylgir ábyrgð. Fyrsta bíómyndin um Köngulóarmanninn minnir okkur á það. Þar sjáum við þegar Peter Parker lætur ógert að stíga inn í aðstæður og stoppa skúrk sem vinnur óvinum hans tjón. Afleiðingarnar eru hræðilegar. Á þetta er líka minnt í sjónvarpsþáttunum The Wire, eins og þú þekkir auðvitað mæta vel. Þar erum við líka minnt á hvað þarf að vera í lagi til að samfélag sé gott. Ofurhetja með ábyrgðartilfinningu er kannski það sem Reykvíkingar óskuðu sér í þessum kosningum. Mikill vandi blasir við einstaklingum og samfélaginu öllu. Inn í þessar aðstæður þarf að stíga, slá vörð um velferð og styðja við fólk á öllum aldri. Til þess varst þú valinn. Nú ríður á að nota okkar sameiginlegu sjóði sem best. Af því að þeir eru ekki ótakmarkaðir, þarf að ákveða hvað verð- ur gert og hvað er látið ógert. Kannski eru ókeypis handklæði ekki það sem mest liggur á. Við treystum þér til að velja rétt. Gangi þér allt í haginn! Völdum fylgir ábyrgð – opið bréf Borgarmál Árni Svanur Daníelsson prestur Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur Þú lofaðir ýmsu. Vonandi gengur vel að efna það. Við hlökkum sér- staklega til að þurfa ekki að taka handklæði með í sund. Gjörningaflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknar, gerði góða tilraun til að hrekja gagnrýni Guðmundar Steingrímssonar um að flokkurinn virkaði of herskár og einstrengingsleg- ur með því að … öh, bregðast öskuill- ur við. Í fréttum RÚV á mánudag sagði hann að annað hvort væri um gjörn- ing að ræða af hálfu Guðmundar eða ótrúlega ósvífni. Í Tíufréttum var svo lesin yfirlýsing frá formanninum þar sem hann tíundaði það sama og hann sagði fyrr um kvöldið. Í heitu pottunum áttu menn erfitt með að átta sig á þeirri uppákomu. Spurði þá einn hvort það væri einmitt ekki einkenni á góðum gjörningi? Hvaða stöðu? Enn um Framsókn. Gunnar Bragi Sveinsson hefur hvatt Einar Skúla- son, oddvita listans í Reykjavík, til að „íhuga stöðu sína“ eftir afhroð helgarinnar. Þetta hlýtur að vera ein máttlausasta krafa sem sett hefur verið fram lengi. Hvað vill Gunnar Bragi að Einar geri? Segi af sér sem borgar- fulltrúi? Frjáls Palestína Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan utanríkisráðuneytið í fyrradag vegna árása Ísraelsmanna á skipalest sem flutti neyðargögn á Gasa-strönd- ina. Margir hrópuðu slagorð á borð við „Frjáls Palestína“ og „Frjáls Gasa“. Meðal þeirra sem hrópuðu svo var Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra. Hann hefur ákveðið forskot á aðra mótmælendur. Í krafti stöðu sinnar getur hann nefnilega beitt sér fyrir því að Palestína verði frjálst ríki. Eða ætlar utanríkisráðherra að láta sér nægja að steyta hnefa á útifundum? bergsteinn@frettabladid.isE nn hafa Ísraelsmenn gengið fram af heimsbyggðinni með árás Ísraelshers á skipalest sem var á leið með hjálpar- gögn til Gasasvæðisins, árás sem kostaði að minnsta kosti tíu manns lífið. Þeir eru orðnir fáir eftir sem treysta sér til að verja hernað Ísraelsríkis á hendur Palestínumönnum. Þó er það svo að stjórnvöld í Ísrael treysta sér enn til að halda þeim áfram og ástæð- an er augljós. Alþjóðasamfélagið samþykkir með aðgerðaleysi sínu þessar aðgerðir og meðan það grípur ekki til harðra aðgerða sem sýna Ísraelsmönnum fram á að það líður ekki framgang þeirra við Palestínumenn þá mun hernaði Ísraelsmanna ekki linna. Þingmenn allra flokka fordæmdu á Alþingi í gær árásina en full- trúar Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd stóðu ekki að sam- þykkt meirihluta nefndarinnar þar sem utanríkisráðherra er falið að meta, í samvinnu við aðrar þjóðir, hvaða úrræðum unnt sé að beita til að knýja á um breyt- ingar, svo sem með alþjóðlegri samstöðu um viðskiptaþvingan- ir eða slitum á stjórnmálasam- bandi ef önnur úrræði leiða ekki til árangurs. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist palestínski rithöf- undurinn Suasan Abulhawa kenna alþjóðasamfélaginu um stöðuna. „Það hefur leyft Ísraelsmönnum að fara sínu fram án þess að það hafi minnstu afleiðingar,“ sagði Abulhawa en bók hennar Morgnar í Jenín er nýkomin út í íslenskri þýðingu. Abulhawa óttast að hið sama verði upp á teningnum nú; þjóðir munu fordæma árásina, fara fram á rannsókn á tildrögum hennar en svo ekki aðhafast frekar. Og það er einmitt þarna sem hnífurinn stendur í kúnni. Palestínska þjóðin hefur verið hrakin áratugum saman. Það sést best þegar skoðuð eru kort sem sýna útþenslu yfirráðasvæðis Ísra- elsmanna síðustu áratugi. Hernaði er beitt og öllum er kunnugt við hlutskipti þeirra Palestínumanna sem búa við fátækt og einangrun á Gasasvæðinu. Árás á leiðangur sem sendur er til hjálpar þessu fólki er með slíkum ólíkindum að orð fá því varla lýst. Það liggur fyrir að tími orða er liðinn. Nú verður að fylgja for- dæmingum eftir í verki. Meðan alþjóðasamfélagið grípur ekki til harðra aðgerða svo sem viðskiptaþvingana eða slita á stjórnmála- sambandi mun aðgerðum Ísraelshers ekki linna, þvert á móti munu þeir stöðugt ganga lengra. Almennir borgarar geta sýnt hug sinn í verki með því að hafna vörum sem framleiddar eru í Ísrael. Það er sjálfsagt að sýna þann hug. Það er þó fyrst og fremst táknræn aðgerð. Það sem vegur er alþjóðleg samstaða um að líða ekki framgöngu Ísraels gagnvart Palestínu, eða hversu lengi ætlar alþjóðasamfélagið að fordæma og líta svo strax undan? Þjóðir heims verða nú að taka höndum saman og sýna Ísraelsríki fram á að þær líði ekki hernað þess gegn Palestínumönnum. Það er vonum seinna og verður því að gerast án tafar. Alþjóðasamfélagið verður að stöðva hernað Ísraelsmanna á hendur Palestínumönnum. Samþykki með aðgerðaleysi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.