Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 2. júní 2010 17 Skattamál Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskóla í New York Skattar munu án efa þurfa að hækka á næstu árum. En stjórnvöld hafa val um hvaða skatta þau hækka og hvaða skatta þau lækka. Óhagræðið sem hlýst að aukinni skattlagningu mun ráðast af því hvað þau velja. Nýlegar tölur frá Alþjóðagjald-eyrissjóðnum (AGS) benda til þess að fjárlagahalli ársins í ár verði um 150 ma.kr eða 9,4% af VLF. Slíkt stenst augljóslega ekki til lengdar. Sameiginleg áætlun stjórnvalda og AGS gerir ráð fyrir því að fjárlagahallinn minnki um rúma 70 ma.kr eða um 4,5% af VLF milli áranna 2010 og 2011. Stefna stjórnvalda gerir ráð fyrir því að þetta aukna aðhald skiptist nokkuð jafnt á milli hærri skatta og lægri útgjalda. Af ummælum stjórnar- herra virðist þó ætlunin að halda aftur af skattahækkunum og skera þess í stað meira niður. Það segir sig sjálft að það verð- ur sífellt erfiðara að lækka útgjöld og hækka skatta þeim mun lengra sem gengið er. Skattar á Íslandi eru nú þegar háir í samanburði við flest önnur lönd. Þeim mun hærri sem skattar verða þeim mun meira óhagræði hlýst af því að hækka þá frekar. Það er því alveg sér- staklega mikilvægt við núverandi aðstæður að stjórnvöld kjósi að afla tekna fyrir ríkissjóð þannig að sem minnst óhagræði hljótist af. Auðlindagjald hagkvæmast Lang hagkvæmasta leiðin fyrir stjórnvöld til þess að auka tekjur ríkissjóðs í dag er innheimta auð- lindagjalda. Sala á afnotarétti af þjóðareignum svo sem aflaheim- ildum aflar tekna fyrir ríkissjóð án þess að valda þeirri óhagkvæmni sem skattlagning vinnu, neyslu eða sparnaðar veldur. Umhverfis- skattar eru enn betri. Þeir draga úr mengun og auka tekjur sem er hvort tveggja af hinu góða. Við Íslendingar búum yfir meiri nátt- úruauðlindum miðað við höfðatölu en flestar aðrar þjóðir. Mikill upp- gangur í Asíu gerir það að verkum að þessar náttúruauðlindir verða sífellt verðmætari. Þjóðin á heimt- ingu á eðlilegu leiguverði af þess- um auðlindum þegar þær eru nýtt- ar. Þegar horft er til þeirra skatt- stofna sem nú þegar eru nýttir blas- ir við að lang hagkvæmasta leiðin til þess að auka tekjur ríkisins er hækkun virðisaukaskatts á mat- væli. Matvæli bera í dag einungis 7% virðisaukaskatt (VSK). Flestar aðrar vörur bera hins vegar 25,5% VSK. Helstu rökin fyrir lágum skatti á matvæli eru að þeir sem standa verst fjárhagslega eyða stærri hluta tekna sinna í mat en þeir sem standa betur. Lágur skattur á mat- væli eykur því tekjutilfærsluáhrif skattkerfisins. Úreltar heilagar kýr Sá hængur er hins vegar á þess- ari röksemdafærslu að fjölþrepa virðisaukaskattur er óhagkvæm leið til þess að lækka skattbyrði þeirra sem verst standa fjárhags- lega. Ein mikilvægasta niðurstaða skattahagfræði – sem var fyrst sett fram af Anthony Atkinson og Joseph Stiglitz árið 1976 – segir að hagkvæmasta leiðin til þess að létta sköttum af þeim sem minnst hafa milli handanna sé að hafa fjöl- þrepa tekjuskatt en flatan virðis- aukaskatt. (Alan Auerbach (Berkel- ey) fjallar um þessar niðurstöður á aðgengilegan hátt í nýlegri ritgerð sem er aðgengileg á síðunni www. econ.berkeley.edu/~auerbach/pfpt_ 7_09.pdf) Í nýlegri breskri skýrslu eftir Ian Crawford (Oxford), Michael Keen (IMF) og Stephan Smith (University College London) er komist að þeirri niðurstöðu að Bretar geti bætt hag þeirra sem minnst hafa milli hand- anna þar í landi og hækkað tekj- ur breska ríkisins um 11 milljarða punda með því að afnema öll neðri þrep virðisaukaskattskerfisins þar í landi (það er hækka þau þannig að þau verði jafnhá hæsta þrepinu) og hækka á móti persónuafsláttinn og tekjutengdar bætur um 15%. (Craw- ford, I., M. Keen og S, Smith (2008): „Value Added Tax and Excises,“ Ins- titute of Financial Studies, London, England, www.ifs.org.uk/mirrlees- Review/publications.) Við höfum ekki efni á því að halda í úreltar heilagar kýr eins og þá hugmynd að ekki megi skattleggja mat á sama hátt og aðrar vörur. Stjórnvöld eiga að hækka virðis- aukaskatt á matvæli upp í 25,5% (eða að minnsta kosti 14%) og nota hluta af þeim tekjuauka sem af hlýst til þess að lækka lægsta skatt- þrep tekjuskattskerfisins og hækka persónuafsláttinn. Slík aðgerð mun bæta hag þeirra sem minnst hafa milli handanna og auka tekjur rík- isins. Afnemum óhagkvæma skatta Stjórnvöld ættu raunar að ganga lengra í því að draga úr óhag- kvæmri skattlagningu. Þau ættu til dæmis tvímælalaust að afnema stimpilgjöld. Þá ættu þau að breyta skattlagningu á fjármagnstekjur þannig að hún taki tillit til breyt- inga á verðlagi. Í dag borga menn skatta af nafnávöxtun fjáreigna. Þetta þýðir að þeir geta þurft að borga verulegan fjármagnstekju- skatt þótt raunávöxtun þeirra sé neikvæð. Í landi þar sem verðbólga er bæði há og óstöðug er fjármagns- tekjuskattur á nafnávöxtun hrika- legur skattur sem er oft í engu samræmi við þann ábata sem menn hafa af fjárfestingum sínum. Skattar munu án efa þurfa að hækka á næstu árum. En stjórn- völd hafa val um hvaða skatta þau hækka og hvaða skatta þau lækka. Óhagræðið sem hlýst af aukinni skattlagningu mun ráðast af því hvað þau velja. Í dag eru til stað- ar risastór sóknarfæri hvað það varðar að minnka óhagræðið sem hlýst af skattheimtu á Íslandi. Þessi sóknarfæri verður að nýta. Hvaða skatta á að hækka? AF NETINU Hverjir eru aular? Brandarakallinn Guðni Ágústsson fyrrverandi kaffi- sötrari á Svörtu- loftum virðist vera jafn skarpur greinandi þegar hann segir aulann hafa unnið og hertekið borgina. Einhvernveginn koma upp í hug- ann myndir af auglýsingaherferð- um framsóknar í gegnum tíðina: árangur áfram ekkert stopp o.s.frv. Einnig má rifja upp vináttuna við Giftstjórann í Skagafirði sem færði Guðna framkvæmdastjórastöðu á Silfurfati. Hverjir eru aular? http://blog.eyjan.is/grimuratla- son/ Grímur Atlason Það sem Vinstri græn fatta ekki Niðurstaða kosn- inganna er ekki sú að kjósendur sé andfeminísk- ir kvenhatarar. Niðurstaðan er ekki heldur sú að fólk flykki sér um leikara og poppstjörnur án þess að vita fyrir hvað þær standi. Fólk veit af biturri reynslu fyrir hvað kerfið stendur og kaus því hvað sem er annað, í trausti þess að hvað svo sem hið óþekkta standi fyrir hljóti það að vera skárra, þótt ekki nema sé vegna þess að með því er kerfinu sagt stríð á hendur. Og vinstrigræn geta ekki þvegið hendur sínar af aðildinni að kerfinu. http://deetheejay.blogspot.com Davíð Þór Jónsson airgreenland.com Höfuðborg Grænlands - spennandi áfangastaður Þú færð nýja sýn á lífið í ferð til Nuuk. Í þessari aðlaðandi höfuðborg mætast fortíð og framtíð í götumynd gamalla tréhúsa og nýrra bygginga. Það er ógleymanleg tilfinning að sigla inn 100 km langan Nuuk fjörðinn með 1000 metra há fjöll á hvora hlið og sjá í fjarðarbotninum hvernig skriðjökulinn teygir sig ofan í sjó. Frá Nuuk er einnig upplagt að heimsækja þorpið Kapisillit og kynnast hefðbundnu veiðimannaþorpi í stórfenglegri náttúru. FLUG FRÁ KEFLAVÍK TIL NUUK, ÖNNUR LEIÐIN FRÁ AÐEINS 39.160,- ISK* Skattar og gjöld innifalin. *1.749 DKK. Miðað við Visa kortagengi 20.05.2010 og 22.39 ISK = 1 DKK, með fyrirvara um breytingar á gengi ISK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.