Fréttablaðið - 02.06.2010, Side 22

Fréttablaðið - 02.06.2010, Side 22
MARKAÐURINN 2. JÚNÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar „Þetta átak algjörlega sló í gegn, að öllu leyti,“ segir Gústaf Gústafsson markaðs- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélags Íslands um nýlegt markaðsátak félagsins, mottumars. „Allt í allt söfnuðu um 38 þúsund karlmenn yfir átján ára aldri yfirvaraskeggi sérstaklega til styrkt- ar þessu átaki. Það er um það bil einn af hverjum þremur mönnum.“ Fjáröflun gekk sérlega vel í gegn- um heimasíðu mottumars, þar sem um 65 prósent kvenna tóku þátt, og 59 prósent karla. Meira fé safn- aðist en búist hafði verið við. „Þetta er magnaður ár- angur hvort sem um er að ræða Ísland, Evrópu eða heiminn allan.“ Gústaf segir margt hafa verið gert á nýjan hátt, þó að upprunalega hugmyndin um sérstakt átak fyrir karla og krabbamein komi frá Noregi. Mikil áhersla var lögð á að fá fólk til liðs við verkefnið sem hafði áhuga og vildi breiða út boðskapinn. „Fjörutíu pró- sent af allri umferð á heimasíðunni kom í gegnum Facebook. Við náðum að virkja þessa nýmiðla alveg gríðarlega vel og ég held að það hafi verið lykillinn að þessari miklu velgengni. Fyrir utan að yfirvara- skegg er þrælfyndið og ekki mikil hefð fyrir því síðan á diskótímabilinu. Þetta var ný nálgun og húmorinn leiddi þetta, þó að alvaran sé auðvitað undirliggjandi.“ Gústaf segir nálgunina hafa virkað vel á karlmenn, en strax hafi verið lagt upp með að ekki væri hægt að nálgast þá á sama hátt og konur. „Það sýnir í raun- inni markaðshugsunina á bak við þetta.“ „Það er ekki nóg að vera með gott málefni, það þarf að koma því á framfæri og vinna fyrir því, og sækja þann stuðning sem við fáum. Það er ekkert sjálfgefið að almenningur setji traust sitt á félagið, það þarf að vinna traust hans og nota peningana í góða hluti,“ segir Gústaf. „Fjáröflun er ekki tilgangur heldur nauðsyn- legt verkfæri til að ná fram markmiðum.“ Bandaríski auðkýfing- urinn Warren Buffett svarar í dag spurning- um bandarískrar þing- nefndar sem skoðar meðal annars hlut mats- fyrirtækja í aðdraganda hrunsins. Fjárfestingarfélag Buffetts á þrettán pró- senta hlut í matsfyrir- tækinu Moody‘s. Buffett hefur ekki forðast kastljós fjölmiðla en þráaðist við að mæta þing- nefndinni og þurfti að stefna honum til þess. Helstu matsfyrir- tæki heims hafa verið gagnrýnd fyrir að gefa vafasömum skulda- bréfavafningum góða einkunn. Meðal lána- vafninga sem fengu grænt ljósi hjá Moody‘s voru undirmálslán sem ýttu kreppunni úr vör. Einnig þykir gagnrýni- vert að tveir þriðju hlutar af tekjum Moody‘s koma frá fjár- málafyrirtækjum, sem þurfa á mati að halda. - jab Vill ekki á fund WARREN BUFFETT Nouriel Roubini, prófessor í hag- fræði við New York-háskóla í Bandaríkjunum, segir stjórnvöld í Brasilíu verða að innleiða gjaldeyr- ishöft ætli þau að koma í veg fyrir gengishrun brasilíska realsins. Roubini, sem heimskunnur er fyrir varnaðarorð og svartsýnis- spár um þróun efnahagsmála á heimsvísu, sagði á ráðstefnu í Sao Paolo í fyrradag gengishrun- ið koma illa við brasilískan út- flutning og skaða samkeppnis- hæfni landsins. „Ef gjaldeyris- höft eru notuð skynsamlega má koma í veg fyrir frekara tjón,“ hefur breska dagblaðið Financial Times eftir honum. Fleira þarf að laga til í brasilísku efnahagslífi og draga úr hitanum í hagkerfinu. Þá sýndi sig að þótt draga megi úr út- gjöldum hins opinbera megi ekki draga lappirnar í menntamálum. Það muni skila sér síðar. Fjármálayfirvöld í Brasilíu lögðu tveggja prósenta skatt á er- lent fjármagn í október í fyrra til að stemma stigu við innflæði á er- lendu fjármagni en fjárfestar hafa séð hag í því að festa fé sitt í land- inu og ávaxta það í skugga hárra stýrivaxta. - jab ROUBINI Varð þekktur þegar spá hans um ofhitnun á bandarískum fasteignamarkaði, verðhrun og kreppu frá 2006 gekk eftir. Herra Dómsdagur vill gjaldeyrishöft „Það vantar ekki hugmyndir, held- ur fólk til að gera þær að veru- leika,“ segir Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks – ný- sköpunarmiðstöðvar atvinnulífs- ins, sem rekur Viðskiptasmiðjuna í félagi við Háskólann í Reykja- vík. Viðskiptasmiðjan gefur frum- kvöðlum möguleika á að stofna ný fyrirtæki eða koma fyrirtækjum sínum á rétta braut. Eyþór var á meðal þeirra for- svarsmanna nýsköpunarfyrir- tækja sem kynntu starfsemi sína á árlegum kynningarfundi um stuðningsumhverfi nýsköpunar sem haldinn var í tilefni af evr- ópsku fyrirtækjavikunni (SME Week) á Grand Hótel í síðustu viku. Um tvö hundruð manns mættu á fundinn og hlýddu á fulltrúa nokk- urra af helstu frumkvöðlafyrir- tækjum landsins miðla af reynslu sinni. - jab FRÁ EINUM KYNNINGARBÁSANNA Um tvö hundruð manns mættu á kynningarfund um stuðning við íslenska nýsköpun í síðustu viku og hlýddu á fulltrúa helstu frumkvöðla- fyrirtækja landsins lýsa reynslu sinni. MARKAÐURINN/GVA Auglýst eftir fólki - ekki hugmyndum Magnaður mottumars Nýjasta markaðsátak Krabbameinsfélagsins sló algjörlega í gegn. Ríflega 60 prósent landsmanna tóku þátt. GÚSTAF Segir mikilvægt að félög sem standa í fjáröflunum og átaki af þessu tagi segi frá góðum árangri. Fólk vilji heyra þegar vel gengur og að peningarnir séu notaðir í góða hluti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hafðu samband símiVerðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Góð leið til að fjárfesta í verðtryggðum skuldabréfum. Stefnir - Ríkisskuldabréf verðtryggð Stefnir: Ríkisskuldabréf verðtryggð er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Stefnir hf. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildar- skírteinum sjóða, t.d. getur fjárfestingin rýrnað eða tapast að öllu leyti. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarávöxtun þeirra. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á.m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á www.arionbanki.is/sjodir. ÍS L E N S K A S IA .I S A R I 50 19 5 05 /1 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.