Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 02.06.2010, Blaðsíða 25
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég fór í afskaplega áhugaverða hópferð til Póllands fyrr í vor. Með í för voru ungskáld og lista- spírur, stórkanónur úr ungskálda- heiminum,“ segir Ólafur Sindri Ólafsson skáld, þegar hann er spurður um eftirminnilegt ferða- lag sem hann hefur farið í. Að sögn Ólafs Sindra fór vel um hópinn í Póllandi. Gist var á fjögurra stjörnu hóteli í Varsjá, matur og drykkur var frír og þess á milli var herbergisþjón- usta pöntuð seint um nætur. „En þrátt fyrir allan þennan lúxus var áhugaverðasti hluti ferðarinnar óneitanlega sólarhringsrúntur til þunglyndislegs kolanámubæjar í syðsta hluta Póllands. Borgin hét Bytom og hún var yndisleg,“ segir Ólafur Sindri. „Við fengum gist- ingu í húsnæði sem fyrir tæpum sjötíu árum hýsti skrifstofur Nas- istaflokksins. Í því húsi var ekki einungis að finna íbúðina okkar, sem virtist hafa verið óbreytt frá því að Göbbels yfirgaf hana í fússi, heldur einnig stórkostleg- an djassklúbb með ódýrum bjór og yndislegum mat.“ Hann segir þó ekkert hafa topp- að lítinn útibar með útikamri skammt frá vistarverunum. Þar hafi stemningin verið ólýsanleg. „Þangað mættu atvinnulausu, fyrrverandi kolanámuverka- mennirnir eldsnemma morguns og drukku allan daginn. Ekkert Disneyland eða Hróarskelda jafn- ast á við að kynnast þessum hráa raunveruleika krummaskuðs í Póllandi. Bytom féll mögulega einungis í skuggann af stórfeng- legum afrekum sumra ferða- félaga minna. Svo sem einn- ar listaspírunnar sem fann sig knúna til að spyrja hvort fisk- veiðar væru hugsanlega stundað- ar í Póllandi. Sem væri kannski ekki svo hræðileg spurning ein og sér, hefði hún ekki spurt hennar í hafnarborginni Gdansk,“ segir Ólafur Sindri Ólafsson. kjartan@frettabladid.is Kynntist raunveruleika krummaskuðs í Póllandi Ólafur Sindri Ólafsson fór í hópferð ásamt ungskáldum og listaspírum til Póllands fyrr í vor. Þunglyndis- legur kolanámubær í syðsta hluta landsins vakti mesta athygli, og ekki síst lítill útibar með útikamri. Í borginni Bytom í Póllandi gistu Ólafur Sindri og félagar í húsnæði sem hýsti skrifstofur Nasistaflokksins fyrir margt löngu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UNGLINGAR Á FERÐ OG FLUGI kallast sér- stök unglingaferð Ferðafélags Íslands sem farin verður í Hlöðuvík á Hornströndum og Hesteyri í Jökulfjörðum um verslunarmannahelgina. KAUPMANNAHÖFN - LA VILLA Guesthouse á besta stað í bænum.Stúdíoíbúðir og herbergi. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. GSM. 0045 2848 8905 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.