Fréttablaðið - 02.06.2010, Qupperneq 25
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
„Ég fór í afskaplega áhugaverða
hópferð til Póllands fyrr í vor.
Með í för voru ungskáld og lista-
spírur, stórkanónur úr ungskálda-
heiminum,“ segir Ólafur Sindri
Ólafsson skáld, þegar hann er
spurður um eftirminnilegt ferða-
lag sem hann hefur farið í.
Að sögn Ólafs Sindra fór vel
um hópinn í Póllandi. Gist var á
fjögurra stjörnu hóteli í Varsjá,
matur og drykkur var frír og
þess á milli var herbergisþjón-
usta pöntuð seint um nætur. „En
þrátt fyrir allan þennan lúxus var
áhugaverðasti hluti ferðarinnar
óneitanlega sólarhringsrúntur til
þunglyndislegs kolanámubæjar í
syðsta hluta Póllands. Borgin hét
Bytom og hún var yndisleg,“ segir
Ólafur Sindri. „Við fengum gist-
ingu í húsnæði sem fyrir tæpum
sjötíu árum hýsti skrifstofur Nas-
istaflokksins. Í því húsi var ekki
einungis að finna íbúðina okkar,
sem virtist hafa verið óbreytt
frá því að Göbbels yfirgaf hana
í fússi, heldur einnig stórkostleg-
an djassklúbb með ódýrum bjór
og yndislegum mat.“
Hann segir þó ekkert hafa topp-
að lítinn útibar með útikamri
skammt frá vistarverunum. Þar
hafi stemningin verið ólýsanleg.
„Þangað mættu atvinnulausu,
fyrrverandi kolanámuverka-
mennirnir eldsnemma morguns
og drukku allan daginn. Ekkert
Disneyland eða Hróarskelda jafn-
ast á við að kynnast þessum hráa
raunveruleika krummaskuðs í
Póllandi. Bytom féll mögulega
einungis í skuggann af stórfeng-
legum afrekum sumra ferða-
félaga minna. Svo sem einn-
ar listaspírunnar sem fann sig
knúna til að spyrja hvort fisk-
veiðar væru hugsanlega stundað-
ar í Póllandi. Sem væri kannski
ekki svo hræðileg spurning ein og
sér, hefði hún ekki spurt hennar
í hafnarborginni Gdansk,“ segir
Ólafur Sindri Ólafsson.
kjartan@frettabladid.is
Kynntist raunveruleika
krummaskuðs í Póllandi
Ólafur Sindri Ólafsson fór í hópferð ásamt ungskáldum og listaspírum til Póllands fyrr í vor. Þunglyndis-
legur kolanámubær í syðsta hluta landsins vakti mesta athygli, og ekki síst lítill útibar með útikamri.
Í borginni Bytom í Póllandi gistu Ólafur Sindri og félagar í húsnæði sem hýsti skrifstofur Nasistaflokksins fyrir margt löngu.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
UNGLINGAR Á FERÐ OG FLUGI kallast sér-
stök unglingaferð Ferðafélags Íslands sem farin verður
í Hlöðuvík á Hornströndum og Hesteyri í Jökulfjörðum
um verslunarmannahelgina.
KAUPMANNAHÖFN - LA VILLA
Guesthouse á besta stað í bænum.Stúdíoíbúðir
og herbergi. Geymið auglýsinguna.
www.lavilla.dk. GSM. 0045 2848 8905
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is - sími 512 5473
Henný Árnadóttir
henny@365.is - sími 512 5427
Þórdís Hermannsdóttir
thordish@365.is - sími 512 5447